Búast við um 12 þúsund manns á Secret Solstice Jakob Bjarnar skrifar 19. júní 2019 16:03 Undirbúningur fyrir tónlistarhátíðina stendur nú yfir og verið er að gera svæðið klárt. Að sögn Jóns Bjarna upplýsingafulltrúa búast tónleikahaldarar við 10 til 12 þúsund manns. Undirbúningur fyrir tónlistarhátíðina Secret Solstice, sem fram fer um helgina í Laugardalnum, er í fullum gangi. Aðalsviðið komið upp, hátalarar komnir upp, hliðið komið upp … „Listamenn á leiðinni. Það er allt í gangi,“ segir Jón Bjarni Steinsson upplýsingafulltrúi hátíðarinnar. Hann er fjallbrattur og segir allan undirbúning vera samkvæmt áætlun. Hann segir aðstandendur búast við um 10 til 12 þúsund gestum. Jón Bjarni svarar af bragði, spurður hvort það hafi ekki reynst talsvert áfall þegar tvær af skærustu stjörnum sem á dagskrá voru forfölluðust, þau Rita Ora og Martin Garrix: „Við viljum nú meina, með fullri virðingu, að þau séu nú ekki stærri en Robert Plant og Black Eyed Peas.“Listamennirnir ætla að skoða sig um Robert Plant er væntanlegur til landsins á laugardaginn en þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann kemur til Íslands. Enn fer gæsahúð um gamla hippa þegar þeir minnast Led Zeppelin í Höllinni 1970. „Hann kemur með rosalega gott band með sér og þeir eru spenntir að koma. Plant er á tónleikaferð nú um stundir um Norðurlöndin. Hann tekur Zeppelinlög á tónleikunum.“Að sögn aðstandenda stendur til að höfða til breiðari aldurshóps en áður hefur verið á hátíðinni, dagskráðin endurspeglar það sem og skemmtitæki og mun tónleikahald ekki standa von úr viti inní nóttina.Plant og félagar munu væntanlega dvelja á Íslandi í einhverja daga og sama er að segja um meðlimi hljómsveitarinnar Black Eyed Peas. Aðspurður hvort búið sé að teikna eitthvað upp fyrir listamennina, einhverjar ferðir, segir Jón Bjarni að það verði ekki gefið upp.Maður kemur í manns stað Jón Bjarni segir að fyrir liggi að í stað Garrix komi Jónas Blue, sem er einn af hundrað vinsælustu tónlistarmönnum dagsins í dag á Spotify. „Og þegar við heyrðum á mánudag að Rita Ora væri veik var varaáætlun sett af stað. Við vonumst til að geta tilkynnt það fyrir dagslok hver það verður sem kemur í staðinn fyrir hana.“ Fyrir liggur að erfitt er að fá listamenn með svo skömmum fyrirvara en Ora hefur hins vegar gefið út yfirlýsingu um að hún muni koma til Íslands að ári. Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Rita Ora með sýkingu í brjóstholi: „Ég var svo spennt að koma til Íslands“ Söngkonan Rita Ora hefur sent frá sér tilkynningu vegna forfalla sinna á Secret Solstice tónlistarhátíðinni. 19. júní 2019 12:56 Jonas Blue kemur í stað Martin Garrix á Secret Solstice Enski DJ-inn Jonas Blue mun stíga í skarðið sem ökklabrot hollenska plötusnúðarins Martin Garrix skildi eftir sig á Secret Solstice tónlistarhátíðinni sem fram fer seinna í mánuðinum. 13. júní 2019 14:27 Koma Ritu Oru á Secret Solstice í uppnámi Breska söngkonan er ein skærasta stjarnan á dagskrá Secret Solstice. 19. júní 2019 10:53 Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Sjá meira
Undirbúningur fyrir tónlistarhátíðina Secret Solstice, sem fram fer um helgina í Laugardalnum, er í fullum gangi. Aðalsviðið komið upp, hátalarar komnir upp, hliðið komið upp … „Listamenn á leiðinni. Það er allt í gangi,“ segir Jón Bjarni Steinsson upplýsingafulltrúi hátíðarinnar. Hann er fjallbrattur og segir allan undirbúning vera samkvæmt áætlun. Hann segir aðstandendur búast við um 10 til 12 þúsund gestum. Jón Bjarni svarar af bragði, spurður hvort það hafi ekki reynst talsvert áfall þegar tvær af skærustu stjörnum sem á dagskrá voru forfölluðust, þau Rita Ora og Martin Garrix: „Við viljum nú meina, með fullri virðingu, að þau séu nú ekki stærri en Robert Plant og Black Eyed Peas.“Listamennirnir ætla að skoða sig um Robert Plant er væntanlegur til landsins á laugardaginn en þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann kemur til Íslands. Enn fer gæsahúð um gamla hippa þegar þeir minnast Led Zeppelin í Höllinni 1970. „Hann kemur með rosalega gott band með sér og þeir eru spenntir að koma. Plant er á tónleikaferð nú um stundir um Norðurlöndin. Hann tekur Zeppelinlög á tónleikunum.“Að sögn aðstandenda stendur til að höfða til breiðari aldurshóps en áður hefur verið á hátíðinni, dagskráðin endurspeglar það sem og skemmtitæki og mun tónleikahald ekki standa von úr viti inní nóttina.Plant og félagar munu væntanlega dvelja á Íslandi í einhverja daga og sama er að segja um meðlimi hljómsveitarinnar Black Eyed Peas. Aðspurður hvort búið sé að teikna eitthvað upp fyrir listamennina, einhverjar ferðir, segir Jón Bjarni að það verði ekki gefið upp.Maður kemur í manns stað Jón Bjarni segir að fyrir liggi að í stað Garrix komi Jónas Blue, sem er einn af hundrað vinsælustu tónlistarmönnum dagsins í dag á Spotify. „Og þegar við heyrðum á mánudag að Rita Ora væri veik var varaáætlun sett af stað. Við vonumst til að geta tilkynnt það fyrir dagslok hver það verður sem kemur í staðinn fyrir hana.“ Fyrir liggur að erfitt er að fá listamenn með svo skömmum fyrirvara en Ora hefur hins vegar gefið út yfirlýsingu um að hún muni koma til Íslands að ári.
Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Rita Ora með sýkingu í brjóstholi: „Ég var svo spennt að koma til Íslands“ Söngkonan Rita Ora hefur sent frá sér tilkynningu vegna forfalla sinna á Secret Solstice tónlistarhátíðinni. 19. júní 2019 12:56 Jonas Blue kemur í stað Martin Garrix á Secret Solstice Enski DJ-inn Jonas Blue mun stíga í skarðið sem ökklabrot hollenska plötusnúðarins Martin Garrix skildi eftir sig á Secret Solstice tónlistarhátíðinni sem fram fer seinna í mánuðinum. 13. júní 2019 14:27 Koma Ritu Oru á Secret Solstice í uppnámi Breska söngkonan er ein skærasta stjarnan á dagskrá Secret Solstice. 19. júní 2019 10:53 Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Sjá meira
Rita Ora með sýkingu í brjóstholi: „Ég var svo spennt að koma til Íslands“ Söngkonan Rita Ora hefur sent frá sér tilkynningu vegna forfalla sinna á Secret Solstice tónlistarhátíðinni. 19. júní 2019 12:56
Jonas Blue kemur í stað Martin Garrix á Secret Solstice Enski DJ-inn Jonas Blue mun stíga í skarðið sem ökklabrot hollenska plötusnúðarins Martin Garrix skildi eftir sig á Secret Solstice tónlistarhátíðinni sem fram fer seinna í mánuðinum. 13. júní 2019 14:27
Koma Ritu Oru á Secret Solstice í uppnámi Breska söngkonan er ein skærasta stjarnan á dagskrá Secret Solstice. 19. júní 2019 10:53