KFC á Íslandi í viðbragðsstöðu vegna veganborgara Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. júní 2019 10:29 Uppistaðan í buffi Svikarans eru sveppir. KFC Vegan-prófanir KFC á Bretlandi hafa ekki farið fram hjá kjúklingakeðjunni hér á landi. Takist þær vel er ekki útilokað að KFC á Íslandi muni reiða fram veganvörur í framtíðinni. Þessa dagana bjóða 20 útibú KFC á Bretlandseyjum upp á veganborgara, sem ber heitið „Svikarinn“ (e. The Imposter). Uppistaða borgarans er buff sem unnið er úr sveppum og er þetta fyrsta tilraun veitingastaðakeðjunnar þar í landi til þess að reiða fram veganvalkost í stað hins sígilda kjúklingaborgara. Tilraunum KFC hefur verið tekið fagnandi, ekki síst af umhverfis- og dýraverndunarsamtökum. Þannig sendi PETA frá sér stuðningsyfirlýsingu við borgarann, sem þykir tíðindum sæta enda hafa samtökin lengi verið hatrammur andstæðingur KFC vegna stórtækrar kjúklingaslátrunar keðjunnar.Cluck yes!!! @KFC_UKI debuts #vegan chicken burger on its menu! After years of PETA and our international affiliates campaigning, meet The Imposter. #ImposterBurger#FingerLickinVeganpic.twitter.com/ObNoo9NZFn — PETA UK (@PETAUK) June 13, 2019 Þrátt fyrir loforð KFC um að veganborgarinn sé jafn ljúfengur og sá sem gerður er úr kjúklingakjöti fær hann misjafnar viðtökur meðal þeirra neytenda sem breska ríkisútvarpið ræddi við. Svikarinn er engu að síður einu pundi, um 160 krónum, ódýrari en hefðbundinn kjúklingaborgari og fari svo að hann öðlist vinsældir hefur KFC í hyggju að bjóða upp á hann í fleiri útibúum þegar fram líða stundir. Enda er eftir miklu að slægjast á veganvagninum. Fjöldi breskra veganista hefur fjórfaldast á síðustu fimm árum og meira en þriðjungur Breta hefur dregið úr kjötneyslu sinni á síðustu árum. Þetta hefur meðal annars skilað sér á hlutabréfamörkuðum, en fyrirtæki sem framleiða veganvörur hafa mörg hver uppskorið ríkulega að undanförnu. Kristín Helgadóttir hjá KFC á Íslandi segir fyrirtækið því „fylgjast vel“ með þessari tilraun í Bretlandi. Sem fyrr segir mun yfirstandandi prufutímabil í Bretlandi standa yfir í fjórar vikur og segir Kristín að tekin verði ákvörðun í kjölfarið, eftir því hvernig tekst til úti. „Við hjá KFC erum alltaf opin fyrir nýjungum svo við bíðum spennt á kantinum,“ segir Kristín. Bretland Vegan Veitingastaðir Tengdar fréttir KFC á Íslandi skiptir um franskar Skyndibitakeðjan KFC á Íslandi mun innan tíðar reiða fram franskar kartöflur frá nýjum framleiðanda. 20. febrúar 2019 10:00 Veganæði á hlutabréfamörkuðum Svo virðist sem fjárfestar vilji allir fá bita af vegankökunni. 14. maí 2019 11:15 Mest lesið Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Sjá meira
Vegan-prófanir KFC á Bretlandi hafa ekki farið fram hjá kjúklingakeðjunni hér á landi. Takist þær vel er ekki útilokað að KFC á Íslandi muni reiða fram veganvörur í framtíðinni. Þessa dagana bjóða 20 útibú KFC á Bretlandseyjum upp á veganborgara, sem ber heitið „Svikarinn“ (e. The Imposter). Uppistaða borgarans er buff sem unnið er úr sveppum og er þetta fyrsta tilraun veitingastaðakeðjunnar þar í landi til þess að reiða fram veganvalkost í stað hins sígilda kjúklingaborgara. Tilraunum KFC hefur verið tekið fagnandi, ekki síst af umhverfis- og dýraverndunarsamtökum. Þannig sendi PETA frá sér stuðningsyfirlýsingu við borgarann, sem þykir tíðindum sæta enda hafa samtökin lengi verið hatrammur andstæðingur KFC vegna stórtækrar kjúklingaslátrunar keðjunnar.Cluck yes!!! @KFC_UKI debuts #vegan chicken burger on its menu! After years of PETA and our international affiliates campaigning, meet The Imposter. #ImposterBurger#FingerLickinVeganpic.twitter.com/ObNoo9NZFn — PETA UK (@PETAUK) June 13, 2019 Þrátt fyrir loforð KFC um að veganborgarinn sé jafn ljúfengur og sá sem gerður er úr kjúklingakjöti fær hann misjafnar viðtökur meðal þeirra neytenda sem breska ríkisútvarpið ræddi við. Svikarinn er engu að síður einu pundi, um 160 krónum, ódýrari en hefðbundinn kjúklingaborgari og fari svo að hann öðlist vinsældir hefur KFC í hyggju að bjóða upp á hann í fleiri útibúum þegar fram líða stundir. Enda er eftir miklu að slægjast á veganvagninum. Fjöldi breskra veganista hefur fjórfaldast á síðustu fimm árum og meira en þriðjungur Breta hefur dregið úr kjötneyslu sinni á síðustu árum. Þetta hefur meðal annars skilað sér á hlutabréfamörkuðum, en fyrirtæki sem framleiða veganvörur hafa mörg hver uppskorið ríkulega að undanförnu. Kristín Helgadóttir hjá KFC á Íslandi segir fyrirtækið því „fylgjast vel“ með þessari tilraun í Bretlandi. Sem fyrr segir mun yfirstandandi prufutímabil í Bretlandi standa yfir í fjórar vikur og segir Kristín að tekin verði ákvörðun í kjölfarið, eftir því hvernig tekst til úti. „Við hjá KFC erum alltaf opin fyrir nýjungum svo við bíðum spennt á kantinum,“ segir Kristín.
Bretland Vegan Veitingastaðir Tengdar fréttir KFC á Íslandi skiptir um franskar Skyndibitakeðjan KFC á Íslandi mun innan tíðar reiða fram franskar kartöflur frá nýjum framleiðanda. 20. febrúar 2019 10:00 Veganæði á hlutabréfamörkuðum Svo virðist sem fjárfestar vilji allir fá bita af vegankökunni. 14. maí 2019 11:15 Mest lesið Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Sjá meira
KFC á Íslandi skiptir um franskar Skyndibitakeðjan KFC á Íslandi mun innan tíðar reiða fram franskar kartöflur frá nýjum framleiðanda. 20. febrúar 2019 10:00
Veganæði á hlutabréfamörkuðum Svo virðist sem fjárfestar vilji allir fá bita af vegankökunni. 14. maí 2019 11:15