Íbúar syðst á landinu ættu þó ekki að láta sér bregða þó að stöku skúrir geri vart við sig í dag. Þar verður jafnframt hlýjast á landinu, en ætla má að hitinn verði á bilinu 4 til 14 stig. Kaldast verður á norðausturhorninu.
Þá er helgarútlitið svipað og fyrri spár hafa bent til. Hæglætis veður, þurrt á mest öllu landinu og hlýnar, einkum fyrir norðan og austan.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:Norðan 3-8 m/s. Dálítil væta á N- og A-landi, stöku síðdegisskúrir SA-til, en annars skýjað með köflum og þurrt að kalla. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast á Suðurlandi.
Á föstudag (sumarsólstöður):
Norðvestlæg átt, 3-8 m/s. Bjart með köflum um vestanvert landið, rigning austantil, en annars skýjað og þurrt að mestu. Hiti breytist lítið.
Á laugardag, sunnudag, mánudag og þriðjudag:
Vestlæg eða suðvestlæg átt, 3-8. Skýjað með köflum og hiti 10 til 18 stig á öllu landinu.