Mögnuð ljósmynd sýnir afleiðingar hlýindanna á Grænlandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júní 2019 20:58 Myndin var tekin þann 13. júní síðastliðinn, þegar hitamet féllu á Grænlandi. Mynd/Steffen Olsen Ljósmynd sem sýnir sleðahunda draga snjósleða í norðvesturhluta Grænlands þykir varpa óhugnanlegu ljósi á þau skilyrði sem sköpuðust við landið vegna óvenjulegra hlýinda í síðustu viku. Á myndinni sést hversu mikill ís hefur bráðnað í hitanum en hundarnir vaða vatn þar sem áður var gegnheill ís. Rétt fyrir helgi var greint frá því að bráðnun Grænlandsjökuls og hafíss á Norður-Íshafinu væri við það að setja met. Óvenjuleg hlýindi á austanverðu Grænlandi og inn á jöklinum settu af stað bráðnun á um 45% íshellunnar, sem jafnan gerist ekki fyrr en um mitt sumar. Þá var hitinn á Grænlandi meira en tuttugu gráðum yfir meðallagi í síðustu viku. Steffen Olsen, loftslagsvísindamaður hjá dönsku veðurstofunni, tók myndina 13. júní síðastliðinn, þegar hlýjast var, og birti samstarfsmaður hans myndina í kjölfarið á Twitter.Communities in #Greenland rely on the sea ice for transport, hunting and fishing. Extreme events, here flooding of the ice by abrupt onset of surface melt call for an incresed predictive capacity in the Arctic @BG10Blueaction @polarprediction @dmidk https://t.co/Y1EWU1eurA— Steffen M. Olsen (@SteffenMalskaer) June 14, 2019 Þeir voru á ferð á sleða við Inglefield-fjörð þar sem yfirborðið á ísilögðum firðinum hafði bráðnað vegna hitans. Þar sem hafísinn er afar þykkur og bráðnaði auk þess skyndilega náði vatnið ekki að leka í gegnum hann heldur safnaðist saman eins og stöðuvatn. Þess vegna virðist sem hundarnir gangi á vatni á myndinni. Myndin hefur vakið mikla athygli síðustu daga og hafa netverjar margir lýst yfir áhyggjum af umfangi bráðnunarinnar, ástæðum hennar og afleiðingum. William Colgan, vísindamaður hjá Jarðfræðirannsóknarstofnun Danmerkur og Grænlands, bendir á í samtali við BBC að hlýindin í síðustu viku hafi aðeins verið afmarkaður og afar óvenjulegur atburður. Þó beri að hafa í huga að slík ofsafrávik geti orðið æ algengari ef fram fer sem horfir. Danmörk Grænland Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Bráðnun hófst mánuði fyrr á Grænlandi eftir óvanaleg hlýindi Óvenjuleg hlýindi hafa verið á Grænlandi. Á stuttum tíma hlýnaði um meira en tuttugu gráður og fór hitinn yfir frostmark. 18. apríl 2019 23:25 Yfir tuttugu gráðum hlýrra en vanalega á Grænlandi og ís í lágmarki Hafísþekjan hefur ekki verið svo lítil á þessum árstíma frá því að gervihnattamælingar hófust og bráðnun á Grænlandsjökli er nú þegar eins og hún gerist mest yfir hásumarið. 14. júní 2019 21:40 Hækkun sjávarmáls gæti orðið tvöfalt meiri Hundruð milljónir manna gætu misst heimili sín á láglendum svæðum á þessari öld vegna hækkunar yfirborðs sjávar dragi menn ekki hratt úr losun á gróðurhúsalofttegundum. 21. maí 2019 16:41 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Sjá meira
Ljósmynd sem sýnir sleðahunda draga snjósleða í norðvesturhluta Grænlands þykir varpa óhugnanlegu ljósi á þau skilyrði sem sköpuðust við landið vegna óvenjulegra hlýinda í síðustu viku. Á myndinni sést hversu mikill ís hefur bráðnað í hitanum en hundarnir vaða vatn þar sem áður var gegnheill ís. Rétt fyrir helgi var greint frá því að bráðnun Grænlandsjökuls og hafíss á Norður-Íshafinu væri við það að setja met. Óvenjuleg hlýindi á austanverðu Grænlandi og inn á jöklinum settu af stað bráðnun á um 45% íshellunnar, sem jafnan gerist ekki fyrr en um mitt sumar. Þá var hitinn á Grænlandi meira en tuttugu gráðum yfir meðallagi í síðustu viku. Steffen Olsen, loftslagsvísindamaður hjá dönsku veðurstofunni, tók myndina 13. júní síðastliðinn, þegar hlýjast var, og birti samstarfsmaður hans myndina í kjölfarið á Twitter.Communities in #Greenland rely on the sea ice for transport, hunting and fishing. Extreme events, here flooding of the ice by abrupt onset of surface melt call for an incresed predictive capacity in the Arctic @BG10Blueaction @polarprediction @dmidk https://t.co/Y1EWU1eurA— Steffen M. Olsen (@SteffenMalskaer) June 14, 2019 Þeir voru á ferð á sleða við Inglefield-fjörð þar sem yfirborðið á ísilögðum firðinum hafði bráðnað vegna hitans. Þar sem hafísinn er afar þykkur og bráðnaði auk þess skyndilega náði vatnið ekki að leka í gegnum hann heldur safnaðist saman eins og stöðuvatn. Þess vegna virðist sem hundarnir gangi á vatni á myndinni. Myndin hefur vakið mikla athygli síðustu daga og hafa netverjar margir lýst yfir áhyggjum af umfangi bráðnunarinnar, ástæðum hennar og afleiðingum. William Colgan, vísindamaður hjá Jarðfræðirannsóknarstofnun Danmerkur og Grænlands, bendir á í samtali við BBC að hlýindin í síðustu viku hafi aðeins verið afmarkaður og afar óvenjulegur atburður. Þó beri að hafa í huga að slík ofsafrávik geti orðið æ algengari ef fram fer sem horfir.
Danmörk Grænland Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Bráðnun hófst mánuði fyrr á Grænlandi eftir óvanaleg hlýindi Óvenjuleg hlýindi hafa verið á Grænlandi. Á stuttum tíma hlýnaði um meira en tuttugu gráður og fór hitinn yfir frostmark. 18. apríl 2019 23:25 Yfir tuttugu gráðum hlýrra en vanalega á Grænlandi og ís í lágmarki Hafísþekjan hefur ekki verið svo lítil á þessum árstíma frá því að gervihnattamælingar hófust og bráðnun á Grænlandsjökli er nú þegar eins og hún gerist mest yfir hásumarið. 14. júní 2019 21:40 Hækkun sjávarmáls gæti orðið tvöfalt meiri Hundruð milljónir manna gætu misst heimili sín á láglendum svæðum á þessari öld vegna hækkunar yfirborðs sjávar dragi menn ekki hratt úr losun á gróðurhúsalofttegundum. 21. maí 2019 16:41 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Sjá meira
Bráðnun hófst mánuði fyrr á Grænlandi eftir óvanaleg hlýindi Óvenjuleg hlýindi hafa verið á Grænlandi. Á stuttum tíma hlýnaði um meira en tuttugu gráður og fór hitinn yfir frostmark. 18. apríl 2019 23:25
Yfir tuttugu gráðum hlýrra en vanalega á Grænlandi og ís í lágmarki Hafísþekjan hefur ekki verið svo lítil á þessum árstíma frá því að gervihnattamælingar hófust og bráðnun á Grænlandsjökli er nú þegar eins og hún gerist mest yfir hásumarið. 14. júní 2019 21:40
Hækkun sjávarmáls gæti orðið tvöfalt meiri Hundruð milljónir manna gætu misst heimili sín á láglendum svæðum á þessari öld vegna hækkunar yfirborðs sjávar dragi menn ekki hratt úr losun á gróðurhúsalofttegundum. 21. maí 2019 16:41