Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að rannsókn á flugslysinu sem varð við Múlakot þann 9. júní síðastliðinn miði mjög vel. Stefnt sé að því að klára hana á næstu vikum.
Þrír létust í slysinu, hjón og sonur þeirra, en tvö komust lífs af, annar sonur hjónanna og tengdadóttir. Þau voru flutt alvarlega slösuð á Landspítalann eftir slysið.
Sveinn Kristján segir að stefnt sé að því að ljúka því að taka skýrslur af þeim nú í vikunni. Þá segir hann aðspurður ekkert komið á hreint enn varðandi tildrög slyssins.
Greint hefur verið frá því að flugmaðurinn hafi verið vanur flugmaður með mikla reynslu og fjölskyldan öll mikið flugáhugafólk. Flugmaðurinn hafði gert snertilendingu á svæðinu fyrir slysið og þykir líklegt að hann hafi verið á leið inn til lendingar þegar slysið varð.
Rannsókn á flugslysinu við Múlakot miðar vel

Tengdar fréttir

Ekki hefur reynst unnt að taka skýrslu af þeim sem komust lífs af úr flugslysinu
Þau sem létust í flugslysinu nærri flugvellinum í Múlakoti í Fljótshlíð á sunnudagskvöld voru hjón og sonur þeirra.

Reynslumikill flugmaður og allt mikið flugáhugafólk
Fólkið sem lést í flugslysinu skammt frá flugvellinum í Múlakoti í Fljótshlíð á sunnudagskvöld, voru hjón og sonur þeirra.

Nöfn þeirra sem létust í flugslysinu
Lögreglan á Suðurlandi hefur birt nöfn þeirra sem létust í flugslysinu á laugardagskvöld.