127 listamenn framtíðarinnar útskrifaðir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júní 2019 10:08 Frá útskrift Listaháskóla Íslands í Hörpu um helgina. LHÍ Útskriftarathöfn Listaháskóla Íslands vorið 2019 fór fram með hátíðlegum hætti í Silfurbergi Hörpu þann 15. júní. Útskrifaðir voru 127 nemendur frá öllum deildum skólans að því er segir í tilkynningu frá LHÍ. Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor, fjallaði í ávarpi sínu um mikilvægi þekkingarsköpunar í síbreytilegum heimi og að útskriftarnemendur þekki tilgang sinn í sínum nýju hlutverkum með glænýja þekkingu. „Það varðar ekki síst ykkur sem gangið héðan út í dag á vit framtíðarinnar og heimsmyndar í deiglu umbreytinga sem á sér engin fordæmi. Þekkingarsköpun á Íslandi þarf að halda í við þessar umbreytingar. Ekki einungis í dægursveiflu okkar örsamfélags, heldur í takti við þarfir heimsbyggðarinnar, þegar forsendur velfarnaðar okkar allra hverfa frá því að vera efnis- eða framleiðsludrifnar og verða fyrst og fremst þekkingardrifnar,“ sagði Fríða Björk. „Jafnvel þótt þið séuð tilbúin til þess að kanna hið óþekkta, vinna ný lönd og þróa aðferðir og eigin nálgun þá þurfið þið eigi að síður að þekkja erindi ykkar í listinni. Hver ætlun ykkar er með hverju og einu þeirra verka sem þið skapið.“ Í ár fagnar Listaháskólinn 20 ára afmæli. Af því tilefni var forseti Íslands hátíðarræðumaður en hann blés útskriftarefnum eldmóð í brjóst í ræðu sem var hvatning inn í framtíð þeirra sem starfandi listamenn, hönnuðir og kennarar. Við athöfnina flutti Richard Simm verkið Jeux d'eau eftir Maurice Ravel en Richard lætur í vor af störfum sem meðleikari eftir áratugastarf í tónlistardeild. Maria Thelma Smáradóttir flutti tvö brot úr verkinu Velkomin heim en verkið er unnið af leikhópnum Trigger Warning. Auk Mariu Thelmu eru í leikhópnum þær Andrea Vilhjálmsdóttir og Kara Hergils sem leikstýrðu verkinu en þær eru líkt og Maria útskrifaðar úr sviðslistadeild skólans. Að verkinu komu einnig þær Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir og Ragnheiður Erla Björnsdóttir sem útsettu hljóðmynd og tónlist en þær eru útskrifaðar úr tónlistardeild. Hefð er fyrir því að fulltrúar nemenda flytji ræðu fyrir hönd samnemenda sinna í hverri deild. Fulltrúar nemenda í ár voru Kristín Dóra Ólafsdóttir fyrir hönd listkennsludeildar, Jóhann Ingi Skúlason og Kimi Tayler fyrir hönd myndlistardeildar, Signý Jónsdóttir og Sigmundur Páll Freysteinsson fyrir hönd hönnunar- og arkitektúrdeildar, Sandra Lind Þorsteinsdóttir fyrir hönd tónlistardeildar og Ásthildur Sigurðardóttir fyrir hönd sviðslistadeildar. Menning Skóla - og menntamál Tíska og hönnun Tónlist Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Útskriftarathöfn Listaháskóla Íslands vorið 2019 fór fram með hátíðlegum hætti í Silfurbergi Hörpu þann 15. júní. Útskrifaðir voru 127 nemendur frá öllum deildum skólans að því er segir í tilkynningu frá LHÍ. Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor, fjallaði í ávarpi sínu um mikilvægi þekkingarsköpunar í síbreytilegum heimi og að útskriftarnemendur þekki tilgang sinn í sínum nýju hlutverkum með glænýja þekkingu. „Það varðar ekki síst ykkur sem gangið héðan út í dag á vit framtíðarinnar og heimsmyndar í deiglu umbreytinga sem á sér engin fordæmi. Þekkingarsköpun á Íslandi þarf að halda í við þessar umbreytingar. Ekki einungis í dægursveiflu okkar örsamfélags, heldur í takti við þarfir heimsbyggðarinnar, þegar forsendur velfarnaðar okkar allra hverfa frá því að vera efnis- eða framleiðsludrifnar og verða fyrst og fremst þekkingardrifnar,“ sagði Fríða Björk. „Jafnvel þótt þið séuð tilbúin til þess að kanna hið óþekkta, vinna ný lönd og þróa aðferðir og eigin nálgun þá þurfið þið eigi að síður að þekkja erindi ykkar í listinni. Hver ætlun ykkar er með hverju og einu þeirra verka sem þið skapið.“ Í ár fagnar Listaháskólinn 20 ára afmæli. Af því tilefni var forseti Íslands hátíðarræðumaður en hann blés útskriftarefnum eldmóð í brjóst í ræðu sem var hvatning inn í framtíð þeirra sem starfandi listamenn, hönnuðir og kennarar. Við athöfnina flutti Richard Simm verkið Jeux d'eau eftir Maurice Ravel en Richard lætur í vor af störfum sem meðleikari eftir áratugastarf í tónlistardeild. Maria Thelma Smáradóttir flutti tvö brot úr verkinu Velkomin heim en verkið er unnið af leikhópnum Trigger Warning. Auk Mariu Thelmu eru í leikhópnum þær Andrea Vilhjálmsdóttir og Kara Hergils sem leikstýrðu verkinu en þær eru líkt og Maria útskrifaðar úr sviðslistadeild skólans. Að verkinu komu einnig þær Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir og Ragnheiður Erla Björnsdóttir sem útsettu hljóðmynd og tónlist en þær eru útskrifaðar úr tónlistardeild. Hefð er fyrir því að fulltrúar nemenda flytji ræðu fyrir hönd samnemenda sinna í hverri deild. Fulltrúar nemenda í ár voru Kristín Dóra Ólafsdóttir fyrir hönd listkennsludeildar, Jóhann Ingi Skúlason og Kimi Tayler fyrir hönd myndlistardeildar, Signý Jónsdóttir og Sigmundur Páll Freysteinsson fyrir hönd hönnunar- og arkitektúrdeildar, Sandra Lind Þorsteinsdóttir fyrir hönd tónlistardeildar og Ásthildur Sigurðardóttir fyrir hönd sviðslistadeildar.
Menning Skóla - og menntamál Tíska og hönnun Tónlist Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira