Stórt skref í rétta átt hjá liðinu Kristinn Páll Teitsson skrifar 18. júní 2019 11:00 Dagný Brynjarsdóttir átti öflugan leik inni á miðju íslenska liðsins áður en hún kom af velli í hálfleik gegn Finnlandi í gær. fréttablaðið/getty Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hélt hreinu annan leikinn í röð í 2-0 sigri á Finnum í Espoo í gær í lokaæfingarleik Íslands fyrir undankeppni EM 2021 sem hefst í haust. Þetta var seinni leikur liðanna á stuttum tíma, eftir markalaust jafntefli í fyrri leiknum tókst íslenska liðinu að sigla sigrinum heim með heilsteyptari spilamennsku í gær. Hlín Eiríksdóttir kom Íslandi á bragðið áður en Dagný Brynjarsdóttir bætti við marki. Með því komst Dagný upp að hlið Ásthildar Helgadóttur í þriðja sætið yfir flest mörk fyrir kvennalandsliðið, með 23 mörk. Jón Þór Hauksson, þjálfari Íslands, gerði fimm breytingar á liðinu á milli leikja. Hlín var ein þeirra sem komu inn í íslenska liðið og var hún fljót að láta til sín taka. Eftir snarpa skyndisókn féll boltinn fyrir fætur Hlínar sem skoraði með fallegu skoti í fjærhornið, óverjandi fyrir markmann finnska liðsins. Stuttu síðar var komið að þætti Dagnýjar þegar hún skoraði af stuttu færi eftir frábæra sendingu frá Glódísi Perlu Viggósdóttur. Finnska liðið sótti í leit að marki í seinni hálfleik en íslenska liðið stóð vaktina vel og náði að halda hreinu. Aðspurður er Jón Þór ánægður með spilamennskuna. „Heilt yfir er ég mjög sáttur við spilamennskuna og að halda hreinu í báðum leikjunum. Hópurinn var ósáttur við jafnteflið í fyrri leiknum sem lýsir metnaðinum í þessum hóp. Þær tóku stórt skref í rétta átt á mikilvægum tíma þar sem þetta var síðasti æfingarleikur okkar fyrir undankeppnina.“ Þetta var áttundi leikur liðsins frá því að Jón Þór tók við liðinu síðasta haust. Fyrir utan slæmt tap gegn Skotum hefur liðið leikið vel og unnið fjóra leiki af átta. „Spilamennskan í þessum leik staðfestir mína tilfinningu um að liðið sé að vaxa og stefni í rétta átt. Frammistaðan og liðsvinnan gefur okkur mikið fyrir leikina í haust þegar undankeppnin hefst. Við höfum verið að mynda ákveðinn kjarna og á sama tíma að stækka hópinn til að auka möguleikana. Ég fer mjög bjartsýnn inn í haustið eftir það sem við höfum unnið að undanfarna mánuði og manni finnst við vera á réttri leið.“ Dagný var að byrja fyrstu landsleiki sína í tæp tvö ár og var afar sátt að leikslokum. „Við æfðum vel á milli leikja og vorum ferskari og beittari í þessum leik. Það kom kafli sem við gátum haldið bolta betur en við náðum að skapa okkur mörg færi og halda hreinu,“ segir Dagný og bætir við: „Það er gott að koma aftur og hitta hópinn, bæði yngri leikmennina sem ég hef lítið leikið með og að kynnast þjálfarateyminu betur og aðferðum þess. Þetta var dýrmæt reynsla fyrir mig fyrir undankeppnina í haust og fyrir liðið til að slípa sig saman.“ Aðspurð segist Dagný ekki vera að horfa á að ná markameti landsliðsins af Margréti Láru enda 55 mörkum á eftir markahróknum. „Ég viðurkenni að ég er ekki að stefna á að ná henni. Næsta markmið er að ná öðru sætinu,“ segir Dagný hlæjandi að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hélt hreinu annan leikinn í röð í 2-0 sigri á Finnum í Espoo í gær í lokaæfingarleik Íslands fyrir undankeppni EM 2021 sem hefst í haust. Þetta var seinni leikur liðanna á stuttum tíma, eftir markalaust jafntefli í fyrri leiknum tókst íslenska liðinu að sigla sigrinum heim með heilsteyptari spilamennsku í gær. Hlín Eiríksdóttir kom Íslandi á bragðið áður en Dagný Brynjarsdóttir bætti við marki. Með því komst Dagný upp að hlið Ásthildar Helgadóttur í þriðja sætið yfir flest mörk fyrir kvennalandsliðið, með 23 mörk. Jón Þór Hauksson, þjálfari Íslands, gerði fimm breytingar á liðinu á milli leikja. Hlín var ein þeirra sem komu inn í íslenska liðið og var hún fljót að láta til sín taka. Eftir snarpa skyndisókn féll boltinn fyrir fætur Hlínar sem skoraði með fallegu skoti í fjærhornið, óverjandi fyrir markmann finnska liðsins. Stuttu síðar var komið að þætti Dagnýjar þegar hún skoraði af stuttu færi eftir frábæra sendingu frá Glódísi Perlu Viggósdóttur. Finnska liðið sótti í leit að marki í seinni hálfleik en íslenska liðið stóð vaktina vel og náði að halda hreinu. Aðspurður er Jón Þór ánægður með spilamennskuna. „Heilt yfir er ég mjög sáttur við spilamennskuna og að halda hreinu í báðum leikjunum. Hópurinn var ósáttur við jafnteflið í fyrri leiknum sem lýsir metnaðinum í þessum hóp. Þær tóku stórt skref í rétta átt á mikilvægum tíma þar sem þetta var síðasti æfingarleikur okkar fyrir undankeppnina.“ Þetta var áttundi leikur liðsins frá því að Jón Þór tók við liðinu síðasta haust. Fyrir utan slæmt tap gegn Skotum hefur liðið leikið vel og unnið fjóra leiki af átta. „Spilamennskan í þessum leik staðfestir mína tilfinningu um að liðið sé að vaxa og stefni í rétta átt. Frammistaðan og liðsvinnan gefur okkur mikið fyrir leikina í haust þegar undankeppnin hefst. Við höfum verið að mynda ákveðinn kjarna og á sama tíma að stækka hópinn til að auka möguleikana. Ég fer mjög bjartsýnn inn í haustið eftir það sem við höfum unnið að undanfarna mánuði og manni finnst við vera á réttri leið.“ Dagný var að byrja fyrstu landsleiki sína í tæp tvö ár og var afar sátt að leikslokum. „Við æfðum vel á milli leikja og vorum ferskari og beittari í þessum leik. Það kom kafli sem við gátum haldið bolta betur en við náðum að skapa okkur mörg færi og halda hreinu,“ segir Dagný og bætir við: „Það er gott að koma aftur og hitta hópinn, bæði yngri leikmennina sem ég hef lítið leikið með og að kynnast þjálfarateyminu betur og aðferðum þess. Þetta var dýrmæt reynsla fyrir mig fyrir undankeppnina í haust og fyrir liðið til að slípa sig saman.“ Aðspurð segist Dagný ekki vera að horfa á að ná markameti landsliðsins af Margréti Láru enda 55 mörkum á eftir markahróknum. „Ég viðurkenni að ég er ekki að stefna á að ná henni. Næsta markmið er að ná öðru sætinu,“ segir Dagný hlæjandi að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Sjá meira