„Börn og ungmenni myndu forgangsraða öðrum hagsmunum“ Sylvía Hall skrifar 17. júní 2019 14:33 Katrín sagðist vona að ungt fólk fengi sterkari rödd í samfélaginu. Vísir/Vilhelm „Það væri áhugavert ef samstaðan hér í þingsal væri alltaf með þessum hætti,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún tók við ályktunum ungmennaþings sem fram fór í dag. Hátt í sjötíu ungmenni á aldrinum þrettán til sextán ára settust í sæti Alþingismanna í dag og ræddu um þrjú málefni sem voru tekin fyrir á þingi dagsins. Málefnin voru valin af ungmennunum sjálfum og urðu jafnréttismál, umhverfismál og heilbrigðismál fyrir valinu. Umræðurnar voru fjörlegar en jafnframt skein í gegn að allt voru þetta málefni sem voru ungmennunum hjartans mál.Sjá einnig: Ungmenni leggja Alþingi línurnar „Ég fór að hugsa á meðan ég var að hlusta á ykkur tala, hvernig væri heimurinn og Ísland ef börn og ungmenni hefðu meira að segja um það hvernig heiminum er stjórnað? Hvernig væri forgangsröðun þeirra sem ráða heiminum ef börn og ungmenni hefðu sterkari rödd, væri jafn ófriðsamlegt um að litast?“ spurði Katrín og bætti við að hún væri viss um að svo væri ekki. „Ég held að börn og ungmenni myndu forgangsraða öðrum hagsmunum en þeim sem oft eru settir efst á dagskrá í samfélagi þjóðanna.“ Hún segir þingfund dagsins vera merkilegan og þýðingarmikinn. Hann sé liður í því að ungt fólk öðlist sterkari rödd í samfélaginu og hafi meiri áhrif í ákvarðanatöku stjórnvalda. Hún sé þakklát fyrir að geta heyrt sjónarmið unga fólksins. Loftlagsmál voru Katrínu ofarlega í hugsa rétt eins og í huga ungmennanna og sagði hún þær aðgerðir sem stjórnvöld grípa til núna skipta máli fyrir komandi kynslóðir. Þá sagði hún ábendingar ungmennanna um jaðarsetningu fatlaðs fólks eiga fullkomlega rétt á sér, slík jaðarsetning væri ekki ný af nálinni og samfélagið gæti gert betur því allir ættu skilið jöfn tækifæri. „Við eigum öll skilið jöfn tækifæri, tækifæri til að þroska og þróa hæfileika okkar og lifa góðu og hamingjusömu lífi,“ sagði Katrín. 17. júní Alþingi Börn og uppeldi Menning Tengdar fréttir Ungmenni lögðu Alþingi línurnar Þingfundur ungmenna fór fram á Alþingi í dag en hátt í sjötíu ungmenni á aldrinum þrettán til sextán ára tóku þátt í honum. 17. júní 2019 14:24 75 ára afmæli lýðveldisins fagnað Mikil hátíðarhöld verða um allt land í dag á þjóðhátíðardegi Íslendinga. 75 ár eru frá stofnun lýðveldisins og verður af því tilefni boðið upp á 75 metra langa köku við Hljómskálagarðinn. Sérstakur þingfundur ungmenna verður. 17. júní 2019 07:00 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
„Það væri áhugavert ef samstaðan hér í þingsal væri alltaf með þessum hætti,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún tók við ályktunum ungmennaþings sem fram fór í dag. Hátt í sjötíu ungmenni á aldrinum þrettán til sextán ára settust í sæti Alþingismanna í dag og ræddu um þrjú málefni sem voru tekin fyrir á þingi dagsins. Málefnin voru valin af ungmennunum sjálfum og urðu jafnréttismál, umhverfismál og heilbrigðismál fyrir valinu. Umræðurnar voru fjörlegar en jafnframt skein í gegn að allt voru þetta málefni sem voru ungmennunum hjartans mál.Sjá einnig: Ungmenni leggja Alþingi línurnar „Ég fór að hugsa á meðan ég var að hlusta á ykkur tala, hvernig væri heimurinn og Ísland ef börn og ungmenni hefðu meira að segja um það hvernig heiminum er stjórnað? Hvernig væri forgangsröðun þeirra sem ráða heiminum ef börn og ungmenni hefðu sterkari rödd, væri jafn ófriðsamlegt um að litast?“ spurði Katrín og bætti við að hún væri viss um að svo væri ekki. „Ég held að börn og ungmenni myndu forgangsraða öðrum hagsmunum en þeim sem oft eru settir efst á dagskrá í samfélagi þjóðanna.“ Hún segir þingfund dagsins vera merkilegan og þýðingarmikinn. Hann sé liður í því að ungt fólk öðlist sterkari rödd í samfélaginu og hafi meiri áhrif í ákvarðanatöku stjórnvalda. Hún sé þakklát fyrir að geta heyrt sjónarmið unga fólksins. Loftlagsmál voru Katrínu ofarlega í hugsa rétt eins og í huga ungmennanna og sagði hún þær aðgerðir sem stjórnvöld grípa til núna skipta máli fyrir komandi kynslóðir. Þá sagði hún ábendingar ungmennanna um jaðarsetningu fatlaðs fólks eiga fullkomlega rétt á sér, slík jaðarsetning væri ekki ný af nálinni og samfélagið gæti gert betur því allir ættu skilið jöfn tækifæri. „Við eigum öll skilið jöfn tækifæri, tækifæri til að þroska og þróa hæfileika okkar og lifa góðu og hamingjusömu lífi,“ sagði Katrín.
17. júní Alþingi Börn og uppeldi Menning Tengdar fréttir Ungmenni lögðu Alþingi línurnar Þingfundur ungmenna fór fram á Alþingi í dag en hátt í sjötíu ungmenni á aldrinum þrettán til sextán ára tóku þátt í honum. 17. júní 2019 14:24 75 ára afmæli lýðveldisins fagnað Mikil hátíðarhöld verða um allt land í dag á þjóðhátíðardegi Íslendinga. 75 ár eru frá stofnun lýðveldisins og verður af því tilefni boðið upp á 75 metra langa köku við Hljómskálagarðinn. Sérstakur þingfundur ungmenna verður. 17. júní 2019 07:00 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Ungmenni lögðu Alþingi línurnar Þingfundur ungmenna fór fram á Alþingi í dag en hátt í sjötíu ungmenni á aldrinum þrettán til sextán ára tóku þátt í honum. 17. júní 2019 14:24
75 ára afmæli lýðveldisins fagnað Mikil hátíðarhöld verða um allt land í dag á þjóðhátíðardegi Íslendinga. 75 ár eru frá stofnun lýðveldisins og verður af því tilefni boðið upp á 75 metra langa köku við Hljómskálagarðinn. Sérstakur þingfundur ungmenna verður. 17. júní 2019 07:00