Ragna verður skrifstofustjóri Alþingis fyrst kvenna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júní 2019 10:36 Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar. FBL/Ernir Ragna Árnadóttir tekur við embætti skrifstofustjóra Alþingis þann 1. september. Tekur hún við starfinu af Helga Bernódussyni. Þetta tilkynnti Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, við upphaf þingfundar klukkan 10:35. Ragna er aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og gegndi embætti dómsmálaráðherra frá 2009 til 2010. Hún er menntaður lögfræðingur og starfaði á sínum tíma á skrifstofu Alþingis. „Enn eitt vígið fallið,“ sagði Steingrímur og átti við að þau tímamót að Ragna myndi gegna starfi skrifstofustjóra fyrst kvenna. Helgi Bernódusson hefur verið skrifstofustjóri frá árinu 2005 en hann tók við af Friðriki Ólafssyni. Helgi verður sjötugur í ágúst og sagði í viðtali á dögunum að tilfinningin að kveðja Alþingi væri einkennileg. Eftirtaldir aðilar sóttu um starfið: Ásthildur Magnúsdóttir, kennari. Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari. Hildur Eva Sigurðardóttir, forstöðumaður. Hilmar Þórðarson, fv. sviðsstjóri rekstrarsviðs. Inga Guðrún Birgisdóttir, mannauðsstjóri. Ingvar Þór Sigurðsson, forstöðumaður. Kjartan Bjarni Björgvinsson, dómari. Kristian Guttesen, aðjunkt. Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri. Sandra Stojkovic Hinic, verkefnastjóri. Sigrún Brynja Einarsdóttir, skrifstofustjóri. Þórdís Sævarsdóttir, kennari. Steingrímur J. Sigfússon sá um ráðningarferlið ásamt Guðjóni Brjánssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, og Bryndísi Haraldsdóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Tilkynningu frá Alþingi sem barst fjölmiðlum klukkan 11 má sjá að neðan:Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, var í dag ráðin skrifstofustjóri Alþingis. Ragna tekur við embættinu 1. september nk., en þá lætur núverandi skrifstofustjóri, Helgi Bernódusson, af embætti. Ragna er fyrsta konan til að gegna embætti skrifstofustjóra Alþingis.Ragna var valin úr hópi 12 umsækjenda.Ragna er lögfræðingur að mennt, með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands, auk þess að vera með LL.M. gráðu í Evrópurétti frá Háskólanum í Lundi. Ragna á að baki fjölbreytta starfsreynslu. Hún hefur starfað á skrifstofu Alþingis, skrifstofu Norðurlandaráðs, í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, dóms- og kirkjumálaráðuneyti og forsætisráðuneyti. Þá hefur hún gegnt embætti dóms- og kirkjumálaráðherra og síðar embætti dómsmála- og mannréttindaráðherra og er nú aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar. Samhliða þessum störfum hefur Ragna gegnt margs konar ábyrgðar- og trúnaðarstörfum.Ragna hefur sýnt leiðtogahæfni í störfum sínum og býr yfir margþættri stjórnunarreynslu bæði sem embættismaður og ráðherra auk þess sem hún hefur verið í ábyrgðarmiklum stjórnunarstörfum hjá stóru ríkisfyrirtæki, Landsvirkjun, fyrst sem skrifstofustjóri og síðar sem aðstoðarforstjóri frá 2012. Þá býr Ragna yfir góðri samstarfs- og samskiptahæfni og hefur góða þekkingu á stjórnskipun landsins, hlutverki Alþingis og samspili hinna þriggja greina ríkisvaldsins.Sérstök þriggja manna hæfnisnefnd fór yfir umsóknirnar og tók viðtöl við þá umsækjendur sem uppfylltu hæfniskröfur auglýsingarinnar. Nefndin skilaði skýrslu til þriggja manna undirnefndar forsætisnefndar og gerði grein fyrir mati sínu á því hvaða umsækjendur nefndin teldi hæfasta til að gegna embætti skrifstofustjóra Alþingis. Undirnefnd forsætisnefndar féllst á niðurstöður hæfnisnefndar og tók viðtöl við þá umsækjendur sem tilgreindir voru í skýrslu nefndarinnar. Að loknum þeim viðtölum lagði undirnefndin til við fullskipaða forsætisnefnd að Ragna Árnadóttir yrði ráðin í embætti skrifstofustjóra. Tillagan var samþykkt í forsætisnefnd Alþingis. Alþingi Vistaskipti Tengdar fréttir Fjörutíu ára ferli Helga á Alþingi lýkur senn Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir það einkennilega tilfinningu að vera að láta af störfum. 17. apríl 2019 07:30 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Ragna Árnadóttir tekur við embætti skrifstofustjóra Alþingis þann 1. september. Tekur hún við starfinu af Helga Bernódussyni. Þetta tilkynnti Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, við upphaf þingfundar klukkan 10:35. Ragna er aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og gegndi embætti dómsmálaráðherra frá 2009 til 2010. Hún er menntaður lögfræðingur og starfaði á sínum tíma á skrifstofu Alþingis. „Enn eitt vígið fallið,“ sagði Steingrímur og átti við að þau tímamót að Ragna myndi gegna starfi skrifstofustjóra fyrst kvenna. Helgi Bernódusson hefur verið skrifstofustjóri frá árinu 2005 en hann tók við af Friðriki Ólafssyni. Helgi verður sjötugur í ágúst og sagði í viðtali á dögunum að tilfinningin að kveðja Alþingi væri einkennileg. Eftirtaldir aðilar sóttu um starfið: Ásthildur Magnúsdóttir, kennari. Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari. Hildur Eva Sigurðardóttir, forstöðumaður. Hilmar Þórðarson, fv. sviðsstjóri rekstrarsviðs. Inga Guðrún Birgisdóttir, mannauðsstjóri. Ingvar Þór Sigurðsson, forstöðumaður. Kjartan Bjarni Björgvinsson, dómari. Kristian Guttesen, aðjunkt. Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri. Sandra Stojkovic Hinic, verkefnastjóri. Sigrún Brynja Einarsdóttir, skrifstofustjóri. Þórdís Sævarsdóttir, kennari. Steingrímur J. Sigfússon sá um ráðningarferlið ásamt Guðjóni Brjánssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, og Bryndísi Haraldsdóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Tilkynningu frá Alþingi sem barst fjölmiðlum klukkan 11 má sjá að neðan:Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, var í dag ráðin skrifstofustjóri Alþingis. Ragna tekur við embættinu 1. september nk., en þá lætur núverandi skrifstofustjóri, Helgi Bernódusson, af embætti. Ragna er fyrsta konan til að gegna embætti skrifstofustjóra Alþingis.Ragna var valin úr hópi 12 umsækjenda.Ragna er lögfræðingur að mennt, með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands, auk þess að vera með LL.M. gráðu í Evrópurétti frá Háskólanum í Lundi. Ragna á að baki fjölbreytta starfsreynslu. Hún hefur starfað á skrifstofu Alþingis, skrifstofu Norðurlandaráðs, í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, dóms- og kirkjumálaráðuneyti og forsætisráðuneyti. Þá hefur hún gegnt embætti dóms- og kirkjumálaráðherra og síðar embætti dómsmála- og mannréttindaráðherra og er nú aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar. Samhliða þessum störfum hefur Ragna gegnt margs konar ábyrgðar- og trúnaðarstörfum.Ragna hefur sýnt leiðtogahæfni í störfum sínum og býr yfir margþættri stjórnunarreynslu bæði sem embættismaður og ráðherra auk þess sem hún hefur verið í ábyrgðarmiklum stjórnunarstörfum hjá stóru ríkisfyrirtæki, Landsvirkjun, fyrst sem skrifstofustjóri og síðar sem aðstoðarforstjóri frá 2012. Þá býr Ragna yfir góðri samstarfs- og samskiptahæfni og hefur góða þekkingu á stjórnskipun landsins, hlutverki Alþingis og samspili hinna þriggja greina ríkisvaldsins.Sérstök þriggja manna hæfnisnefnd fór yfir umsóknirnar og tók viðtöl við þá umsækjendur sem uppfylltu hæfniskröfur auglýsingarinnar. Nefndin skilaði skýrslu til þriggja manna undirnefndar forsætisnefndar og gerði grein fyrir mati sínu á því hvaða umsækjendur nefndin teldi hæfasta til að gegna embætti skrifstofustjóra Alþingis. Undirnefnd forsætisnefndar féllst á niðurstöður hæfnisnefndar og tók viðtöl við þá umsækjendur sem tilgreindir voru í skýrslu nefndarinnar. Að loknum þeim viðtölum lagði undirnefndin til við fullskipaða forsætisnefnd að Ragna Árnadóttir yrði ráðin í embætti skrifstofustjóra. Tillagan var samþykkt í forsætisnefnd Alþingis.
Alþingi Vistaskipti Tengdar fréttir Fjörutíu ára ferli Helga á Alþingi lýkur senn Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir það einkennilega tilfinningu að vera að láta af störfum. 17. apríl 2019 07:30 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Fjörutíu ára ferli Helga á Alþingi lýkur senn Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir það einkennilega tilfinningu að vera að láta af störfum. 17. apríl 2019 07:30