Vonast til að takist að finna lausn sem allir geti sætt sig við Atli Ísleifsson skrifar 13. júní 2019 22:00 Gunnar Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Mosfellsbæjar, segir að sambúð golfklúbbsins og Laufskála verið góð í gegnum árin. Getty Gunnar Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Mosfellsbæjar, segist vona að hægt verði að finna lausn á því ástandi sem uppi er í Mosfellsdalnum vegna nálægðar Bakkakotsvallar og fyrirhugaðrar gróðrarstöðvar Laufskála fasteignafélags. Hafberg Þórisson, framkvæmdastjóri Laufskála fasteignafélags og eigandi Lambhaga, hefur sagt starfsmenn sína orðna langþreytta á þeirri hættu sem stafi af fljúgandi golfkúlum yfir á jörð félagsins í Lundi í Mosfellsdal.Sagt var frá því fyrr í dag að í bréfi Hafbergs til bæjarráðs Mosfellsbæjar kæmi fram að mikil slysahætta felist í nálægð golfvallarins við jörðina þar sem Laufskáli stendur fyrir uppbyggingu á 7.000 fermetra gróðrarstöð.Í höndum bæjaryfirvalda Gunnar Ingi segir að skipulagsmál í Mosfellsdal séu í höndum bæjaryfirvalda. „Við munum skoða þetta í samráði við þau. Það hefur verið golfvöllur þarna síðan 1990 þannig að tilvist hans inni á þessu svæði hefur verið ljós lengi.“ Að sögn Gunnars Inga hefur sambúð golfklúbbsins og Laufskála verið góð í gegnum árin. „Okkar samskipti við Hafberg hafa ekki verið neitt nema jákvæð. Við skiljum auðvitað að hann hafi áhyggjur af því að fá golfbolta í rúður,“ segir Gunnar Ingi, en umrætt gróðurhús verður að öllu leyti byggt úr gleri.Hafberg Þórisson garðyrkjubóndi.Fréttablaðið/GVAMálið snýr að æfingasvæði golfvallarins sem liggur við hliðina á lóðinni. „Það eru engar brautir sem að ógna þeim. Það er ekki rétt hjá Hafberg að tilvist golfvöllurinn sé í einhverju uppnámi út af þessu. Ég held að þessi mál tengjast því að nauðsynlegt sé að taka skipulags- og aðkomumál á okkar svæði til endurskoðunar. Við erum viss um það að bærinn muni vinna að þeim málum með okkur eins og önnur.“Og það finnist lausn sem allir geta sætt sig við?„Já, eigum við ekki að vona það.“ Gunnar Ingi segir að leyfi hafi fengist fyrir nýbyggingunni fyrir nokkrum árum. „Þetta eru því ekki nýjar fréttir. Hvað veldur því nákvæmlega að þessi umræða komi núna tengist því væntanlega að framkvæmdir séu farnar af stað. Ég held að það séu til fullt af möguleikum, lausnum, þar sem Mosfellsdalurinn er frábært svæði. Gott útivistarsvæði fyrir fullt af fólki.“Ertu þá að tala um að æfingasvæðið verði fært eitthvert annað?„Ja, þetta er snúið að því leyti til að við erum með aðkomu og aðstöðu þarna. Þó að golfvöllur sé þannig að hann getur verið óreglulegur að einhverju leyti þá eru ákveðin lögmál í því. Það er ekki auðvelt mál að flytja bara æfingasvæðið. En við munum eflaust bara setjast yfir þessi mál með Mosfellsbæ og heyra hvernig þeir meta þetta og túlka.“ Gunnar Ingi segir að enn hafi ekki verið boðað til neinna funda vegna málsins. „Við bíðum bara slakir eftir að heyra frá þeim. Við erum rólegir.“ Garðyrkja Golf Mosfellsbær Skipulag Tengdar fréttir Garðyrkjubóndi vill færa golfvöll Mosfellinga vegna golfkúlnahríðar Hafberg Þórisson, framkvæmdastjóri Laufskála fasteignafélags og eigandi Lambhaga, segir starfsmenn sína orðna langþreytta á þeirri hættu sem stafi af fljúgandi golfkúlum yfir á jörð félagsins í Lundi í Mosfellsdal. 13. júní 2019 16:25 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Sjá meira
Gunnar Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Mosfellsbæjar, segist vona að hægt verði að finna lausn á því ástandi sem uppi er í Mosfellsdalnum vegna nálægðar Bakkakotsvallar og fyrirhugaðrar gróðrarstöðvar Laufskála fasteignafélags. Hafberg Þórisson, framkvæmdastjóri Laufskála fasteignafélags og eigandi Lambhaga, hefur sagt starfsmenn sína orðna langþreytta á þeirri hættu sem stafi af fljúgandi golfkúlum yfir á jörð félagsins í Lundi í Mosfellsdal.Sagt var frá því fyrr í dag að í bréfi Hafbergs til bæjarráðs Mosfellsbæjar kæmi fram að mikil slysahætta felist í nálægð golfvallarins við jörðina þar sem Laufskáli stendur fyrir uppbyggingu á 7.000 fermetra gróðrarstöð.Í höndum bæjaryfirvalda Gunnar Ingi segir að skipulagsmál í Mosfellsdal séu í höndum bæjaryfirvalda. „Við munum skoða þetta í samráði við þau. Það hefur verið golfvöllur þarna síðan 1990 þannig að tilvist hans inni á þessu svæði hefur verið ljós lengi.“ Að sögn Gunnars Inga hefur sambúð golfklúbbsins og Laufskála verið góð í gegnum árin. „Okkar samskipti við Hafberg hafa ekki verið neitt nema jákvæð. Við skiljum auðvitað að hann hafi áhyggjur af því að fá golfbolta í rúður,“ segir Gunnar Ingi, en umrætt gróðurhús verður að öllu leyti byggt úr gleri.Hafberg Þórisson garðyrkjubóndi.Fréttablaðið/GVAMálið snýr að æfingasvæði golfvallarins sem liggur við hliðina á lóðinni. „Það eru engar brautir sem að ógna þeim. Það er ekki rétt hjá Hafberg að tilvist golfvöllurinn sé í einhverju uppnámi út af þessu. Ég held að þessi mál tengjast því að nauðsynlegt sé að taka skipulags- og aðkomumál á okkar svæði til endurskoðunar. Við erum viss um það að bærinn muni vinna að þeim málum með okkur eins og önnur.“Og það finnist lausn sem allir geta sætt sig við?„Já, eigum við ekki að vona það.“ Gunnar Ingi segir að leyfi hafi fengist fyrir nýbyggingunni fyrir nokkrum árum. „Þetta eru því ekki nýjar fréttir. Hvað veldur því nákvæmlega að þessi umræða komi núna tengist því væntanlega að framkvæmdir séu farnar af stað. Ég held að það séu til fullt af möguleikum, lausnum, þar sem Mosfellsdalurinn er frábært svæði. Gott útivistarsvæði fyrir fullt af fólki.“Ertu þá að tala um að æfingasvæðið verði fært eitthvert annað?„Ja, þetta er snúið að því leyti til að við erum með aðkomu og aðstöðu þarna. Þó að golfvöllur sé þannig að hann getur verið óreglulegur að einhverju leyti þá eru ákveðin lögmál í því. Það er ekki auðvelt mál að flytja bara æfingasvæðið. En við munum eflaust bara setjast yfir þessi mál með Mosfellsbæ og heyra hvernig þeir meta þetta og túlka.“ Gunnar Ingi segir að enn hafi ekki verið boðað til neinna funda vegna málsins. „Við bíðum bara slakir eftir að heyra frá þeim. Við erum rólegir.“
Garðyrkja Golf Mosfellsbær Skipulag Tengdar fréttir Garðyrkjubóndi vill færa golfvöll Mosfellinga vegna golfkúlnahríðar Hafberg Þórisson, framkvæmdastjóri Laufskála fasteignafélags og eigandi Lambhaga, segir starfsmenn sína orðna langþreytta á þeirri hættu sem stafi af fljúgandi golfkúlum yfir á jörð félagsins í Lundi í Mosfellsdal. 13. júní 2019 16:25 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Sjá meira
Garðyrkjubóndi vill færa golfvöll Mosfellinga vegna golfkúlnahríðar Hafberg Þórisson, framkvæmdastjóri Laufskála fasteignafélags og eigandi Lambhaga, segir starfsmenn sína orðna langþreytta á þeirri hættu sem stafi af fljúgandi golfkúlum yfir á jörð félagsins í Lundi í Mosfellsdal. 13. júní 2019 16:25
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent