Það þarf að taka nokkur aukaskref til að efla traust Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. júní 2019 18:30 Henry Alexander Henrysson, sérfræðingur í siðfræði, segir ganga illa að innleiða þá hugsun í samfélaginu að það sé ekki nóg að menn séu hæfir til að fjalla um mál samkvæmt reglum heldur verði þeir einnig að virðast vera það í augum almennings. Tveir dómarar við Hæstarétt töldu sér ekki skylt að upplýsa um tap sitt vegna hlutabréfa í Landsbankanum þegar þeir dæmdu fyrrverandi bankastjóra bankans í fangelsi. Hinn 3. júní síðastliðinn samþykkti endurupptökunefnd beiðni Sigurjóns Þ. Árnasonar um endurupptöku á dómi Hæstaréttar í svökölluðu Ímon-máli frá 8. október 2015 en í málinu var Sigurjón dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir umboðssvik. Þegar dómurinn var kveðinn upp lá ekki fyrir opinberlega að tveir dómaranna sem dæmdu í málinu, Eiríkur Tómasson og Viðar Már Matthíasson, voru hlutahafar í Landsbankanum þegar þau atvik gerðust sem Sigurjón var ákærður fyrir. Þeir urðu báðir fyrir fjárhagstjóni þegar Landsbankinn féll. Í úrskurði endurupptökunefndar kemur fram að þeir Eiríkur og Viðar Már hafi báðir átt hlutabréf í Landsbankanum þegar þau atvik gerðust sem ákært var fyrir en einnig þegar hrunið reið yfir og bréfin urðu verðlaus. Þeir sáu ekki ástæðu til að greina frá þessu þegar þeir dæmdu í málinu og þá töldu þeir þetta ekki valda vanhæfi sínu til að dæma í því. Fyrst var greint frá hlutafjáreign þeirra í Landsbankanum í fjölmiðlum hinn 9. desember 2016. Í úrskurðinum segir: „Í málinu er ágreiningslaust að tveir af dómurunum sem dæmdu í máli endurupptökubeiðanda, Eiríkur Tómasson og Viðar Már Matthíasson, áttu hlutabréf í Landsbanka Íslands hf., bæði á því tímabili þegar hin refsiverða háttsemi átti sér stað og einnig þann 7. október 2008 þegar íslenska ríkið tók yfir bankann og hlutabréfin urðu verðlaus. Þá er ágreiningslaust að þeir urðu fyrir fjárhagslegu tjóni vegna þessa.“ Þá kemur fram í úrskurðinum að verðmæti hlutabréfa Viðars Más í Landsbankanum hafi numið 14,7 milljónum króna þegar hann eignaðist þau árið 2007 en þau urðu verðlaus í hruninu. Þetta er umtalsvert tjón þegar það er sett í samhengi verið ráðstöfunartekjur dómara.Leiðir af því trausti sem dómstólar þurfa að njóta Endurupptökunefnd féllst eins og áður segir um beiðni Sigurjóns og í úrskurðinum. Fjallar nefndin um réttinn til réttlátrar málsmeðferðar samkvæmt 6. gr. Mannréttindasáttamála Evrópu og vísar til sjónarmiða sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur byggt á í málum um vanhæfi dómara: „Spurningunni um hvort óhlutdrægni samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sáttamálans sé fyrir hendi ber bæði að svara á huglægum grundvelli, þ.e. á persónulegri sannfæringu dómara í tilteknu máli, og á hlutlægum grundvelli, þ.e. með athugun á hvort aðstæður hafi verið þannig að útiloka megi að óhlutdrægni dómarans verði með réttu dregin í efa. Hið hlutlæga mat byggir á ásýnd dómstóls og þeirri kennisetningu að ekki sé nægilegt að dómari hafi í raun verið óvilhallur þegar hann leysti úr máli, heldur verður hann jafnframt að líta út fyrir að vera það í augum hins almenna borgara. Leiðir það af því trausti sem dómstólar í lýðræðisþjóðfélagi verða að njóta.“ segir í úrskurðinum. Nefndin setur fjárhagslegt tjón Viðars Más vegna hlutafjáreignar í Landsbankanum í samhengi við orðalag í forsendum dóms Hæstaréttar þegar Sigurjón Þ. Árnason var dæmdur í fangelsi. „Telja verður að þeir fjármunir sem fóru forgörðum hjá dómaranum hafi verið slíkir að atvik eða aðstæður voru til að draga óhlutdrægni dómstólsins með réttu í efa, sbr. g-liður 1. mgr. 6. gr. laga um meðferð sakamála. Breytir þá engu þótt nokkur tími hafi liðið frá því tjón dómarans varð og þar til hann dæmdi í málinu. Hvað varðar tjón dómarans má í þessu sambandi einnig líta til orðalags Hæstaréttar Íslands í máli endurupptökubeiðanda. Í forsendum sínum kemst rétturinn svo að orði: „Óvarlegar ákvarðanir [ákærðu] um lánveitingar gátu því valdið hluthöfum í Landsbanka Íslands hf., stórum sem smáum, svo og öllum almenningi fjártjóni“. Enn fremur er til þess að líta að framangreindar upplýsingar um kaup og eignarhald dómarans lágu ekki fyrir við meðferð málsins í Hæstarétti Íslands og voru þær því endurupptökubeiðanda ókunnar.“Meginreglan er gagnsæi Henry Alexander Henrysson, doktor í heimspeki og fyrrverandi sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands, segir að illa hafi gengið að innleiða þann hugsunarhátt hér á landi að ásýnd vanhæfis, hvernig vanhæfið horfi við borgurunum, skipti ekki síður máli en vanhæfi í reynd. Hann segir að Ísland standi öðrum Norðurlandaþjóðum nokkuð að baki hvað þetta snertir. „Grundvallar siðferðilega viðmiðið í máli af þessu tagi er eins mikið gagnsæi og er mögulegt. Þetta er matsatriði enda er það flókið að leggja sjálfur mat á slíkt og stundum verður manni kannski á að veita ekki allar upplýsingar sem þyrftu að liggja uppi á borðum. En það hlýtur að vera meginviðmiðið að hafa sem mest af upplýsingum uppi á borðum,“ segir Henry um mál þeirra Eiríks og Viðars Más. Henry segir að stofnanir samfélagsins hafi í of mörgum tilvikum látið hjá líða að leggja ásýnd vanhæfis til grundvallar. „Auðvitað tengist þetta fyrst og fremst því, sem er svo mikið rætt í samtímanum, sem er traust samfélagsins til stofnana. Til dæmis dómstóla, Alþingis og stjórnsýslunnar. Það þarf að taka nokkur aukaskref til að efla traust. Að vera trúverðugur þýðir að þú sýnir í verki að þú takir aukaskref og setjir þig í spor annarra og reynir að horfa á mál frá fleiri sjónarhornum en þér er tamt og reglur mæla fyrir um.“ Dómstólar Hrunið Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Henry Alexander Henrysson, sérfræðingur í siðfræði, segir ganga illa að innleiða þá hugsun í samfélaginu að það sé ekki nóg að menn séu hæfir til að fjalla um mál samkvæmt reglum heldur verði þeir einnig að virðast vera það í augum almennings. Tveir dómarar við Hæstarétt töldu sér ekki skylt að upplýsa um tap sitt vegna hlutabréfa í Landsbankanum þegar þeir dæmdu fyrrverandi bankastjóra bankans í fangelsi. Hinn 3. júní síðastliðinn samþykkti endurupptökunefnd beiðni Sigurjóns Þ. Árnasonar um endurupptöku á dómi Hæstaréttar í svökölluðu Ímon-máli frá 8. október 2015 en í málinu var Sigurjón dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir umboðssvik. Þegar dómurinn var kveðinn upp lá ekki fyrir opinberlega að tveir dómaranna sem dæmdu í málinu, Eiríkur Tómasson og Viðar Már Matthíasson, voru hlutahafar í Landsbankanum þegar þau atvik gerðust sem Sigurjón var ákærður fyrir. Þeir urðu báðir fyrir fjárhagstjóni þegar Landsbankinn féll. Í úrskurði endurupptökunefndar kemur fram að þeir Eiríkur og Viðar Már hafi báðir átt hlutabréf í Landsbankanum þegar þau atvik gerðust sem ákært var fyrir en einnig þegar hrunið reið yfir og bréfin urðu verðlaus. Þeir sáu ekki ástæðu til að greina frá þessu þegar þeir dæmdu í málinu og þá töldu þeir þetta ekki valda vanhæfi sínu til að dæma í því. Fyrst var greint frá hlutafjáreign þeirra í Landsbankanum í fjölmiðlum hinn 9. desember 2016. Í úrskurðinum segir: „Í málinu er ágreiningslaust að tveir af dómurunum sem dæmdu í máli endurupptökubeiðanda, Eiríkur Tómasson og Viðar Már Matthíasson, áttu hlutabréf í Landsbanka Íslands hf., bæði á því tímabili þegar hin refsiverða háttsemi átti sér stað og einnig þann 7. október 2008 þegar íslenska ríkið tók yfir bankann og hlutabréfin urðu verðlaus. Þá er ágreiningslaust að þeir urðu fyrir fjárhagslegu tjóni vegna þessa.“ Þá kemur fram í úrskurðinum að verðmæti hlutabréfa Viðars Más í Landsbankanum hafi numið 14,7 milljónum króna þegar hann eignaðist þau árið 2007 en þau urðu verðlaus í hruninu. Þetta er umtalsvert tjón þegar það er sett í samhengi verið ráðstöfunartekjur dómara.Leiðir af því trausti sem dómstólar þurfa að njóta Endurupptökunefnd féllst eins og áður segir um beiðni Sigurjóns og í úrskurðinum. Fjallar nefndin um réttinn til réttlátrar málsmeðferðar samkvæmt 6. gr. Mannréttindasáttamála Evrópu og vísar til sjónarmiða sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur byggt á í málum um vanhæfi dómara: „Spurningunni um hvort óhlutdrægni samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sáttamálans sé fyrir hendi ber bæði að svara á huglægum grundvelli, þ.e. á persónulegri sannfæringu dómara í tilteknu máli, og á hlutlægum grundvelli, þ.e. með athugun á hvort aðstæður hafi verið þannig að útiloka megi að óhlutdrægni dómarans verði með réttu dregin í efa. Hið hlutlæga mat byggir á ásýnd dómstóls og þeirri kennisetningu að ekki sé nægilegt að dómari hafi í raun verið óvilhallur þegar hann leysti úr máli, heldur verður hann jafnframt að líta út fyrir að vera það í augum hins almenna borgara. Leiðir það af því trausti sem dómstólar í lýðræðisþjóðfélagi verða að njóta.“ segir í úrskurðinum. Nefndin setur fjárhagslegt tjón Viðars Más vegna hlutafjáreignar í Landsbankanum í samhengi við orðalag í forsendum dóms Hæstaréttar þegar Sigurjón Þ. Árnason var dæmdur í fangelsi. „Telja verður að þeir fjármunir sem fóru forgörðum hjá dómaranum hafi verið slíkir að atvik eða aðstæður voru til að draga óhlutdrægni dómstólsins með réttu í efa, sbr. g-liður 1. mgr. 6. gr. laga um meðferð sakamála. Breytir þá engu þótt nokkur tími hafi liðið frá því tjón dómarans varð og þar til hann dæmdi í málinu. Hvað varðar tjón dómarans má í þessu sambandi einnig líta til orðalags Hæstaréttar Íslands í máli endurupptökubeiðanda. Í forsendum sínum kemst rétturinn svo að orði: „Óvarlegar ákvarðanir [ákærðu] um lánveitingar gátu því valdið hluthöfum í Landsbanka Íslands hf., stórum sem smáum, svo og öllum almenningi fjártjóni“. Enn fremur er til þess að líta að framangreindar upplýsingar um kaup og eignarhald dómarans lágu ekki fyrir við meðferð málsins í Hæstarétti Íslands og voru þær því endurupptökubeiðanda ókunnar.“Meginreglan er gagnsæi Henry Alexander Henrysson, doktor í heimspeki og fyrrverandi sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands, segir að illa hafi gengið að innleiða þann hugsunarhátt hér á landi að ásýnd vanhæfis, hvernig vanhæfið horfi við borgurunum, skipti ekki síður máli en vanhæfi í reynd. Hann segir að Ísland standi öðrum Norðurlandaþjóðum nokkuð að baki hvað þetta snertir. „Grundvallar siðferðilega viðmiðið í máli af þessu tagi er eins mikið gagnsæi og er mögulegt. Þetta er matsatriði enda er það flókið að leggja sjálfur mat á slíkt og stundum verður manni kannski á að veita ekki allar upplýsingar sem þyrftu að liggja uppi á borðum. En það hlýtur að vera meginviðmiðið að hafa sem mest af upplýsingum uppi á borðum,“ segir Henry um mál þeirra Eiríks og Viðars Más. Henry segir að stofnanir samfélagsins hafi í of mörgum tilvikum látið hjá líða að leggja ásýnd vanhæfis til grundvallar. „Auðvitað tengist þetta fyrst og fremst því, sem er svo mikið rætt í samtímanum, sem er traust samfélagsins til stofnana. Til dæmis dómstóla, Alþingis og stjórnsýslunnar. Það þarf að taka nokkur aukaskref til að efla traust. Að vera trúverðugur þýðir að þú sýnir í verki að þú takir aukaskref og setjir þig í spor annarra og reynir að horfa á mál frá fleiri sjónarhornum en þér er tamt og reglur mæla fyrir um.“
Dómstólar Hrunið Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira