Helgi Áss segir fisk undir steini vegna brottvikningar Jakob Bjarnar skrifar 13. júní 2019 11:07 Helgi Áss telur einsýnt að eitthvað búi að baki því að hann var látinn fara frá Háskóla Íslands en þar hefur hann verið vel liðinn kennari. Skrifstofa rektors segir málið ekki svo einfalt. Kristinn Ingvarsson Háskóli Íslands hefur látið Helga Áss Grétarsson dósent við lagadeildina fara. Uppgefin ástæða, að sögn Helga, er sú að hann hafi ekki birt nógu mikið af fræðigreinum á ritstýrðum vettvangi, en Helgi hefur verið dósent við skólann nú í sjö ár. Áður var hann hjá Lagastofnun í sex ár. Hann telur sig hafa lagt mikið af mörkum í kennslumálum og hefur þótt vinsæll kennari. „Auðvitað liggur meira að baki, það er alveg á hreinu,“ segir Helgi í samtali við Vísi.Mun eiga sér eftirmál Ekki þarf að hafa komið til áminningar í þessu tilfelli því um er að ræða ákvörðun um fastráðningu. Þá þurfa slík mál ekki að fara í slíkan farveg. Helgi segist ætla að skoða stöðu sína betur. „Málsmeðferðin er þess eðlis að ég hef ástæðu til að halda áfram með málið. Það var ekki farið eftir ákveðnum reglum að teknu tilliti til þess í hvaða farveg málið fór, ekki tekin ákvörðun fyrr en seint, mér var haldið í óvissu og svo framvegis.“ Hann segir þannig starfslokin eiga sér sinn aðdraganda og muni þannig sjálfsagt eiga sín eftirmál. Síðar verður frekari ljósi varpað á þau málefni. Helgi segir það verða að koma í ljós, hann þurfi nú að fara að leita sér að öðrum verkefnum.Og farir þá kannski að tefla meira en verið hefur?„Það er aldrei að vita,“ segir Helgi sem er stórmeistari í skák.Uppfært 11:40: Háskólinn segir málið hafa verið í ferli Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu rektors þá varðar málið umsókn einstaklings sem gegnt hefur tímabundinni stöðu við skólann um ótímabundna ráðningu. Þar innan dyra líta menn svo ekki á að um brottrekstur hafi verið að ræða heldur var málið til afgreiðslu að teknu tilliti til þeirrar spurningar. „Umsókn þar að lútandi er í viðeigandi ferli innan skólans en endanleg ákvörðun liggur ekki fyrir. Að öðru leiti tjáir háskólinn sig ekki um málefni einstakra starfsmanna en vísar í reglur Háskóla Íslands um framgang og ótímabundnar ráðningar akademískra starfsmanna.“ Skóla - og menntamál Vistaskipti Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Háskóli Íslands hefur látið Helga Áss Grétarsson dósent við lagadeildina fara. Uppgefin ástæða, að sögn Helga, er sú að hann hafi ekki birt nógu mikið af fræðigreinum á ritstýrðum vettvangi, en Helgi hefur verið dósent við skólann nú í sjö ár. Áður var hann hjá Lagastofnun í sex ár. Hann telur sig hafa lagt mikið af mörkum í kennslumálum og hefur þótt vinsæll kennari. „Auðvitað liggur meira að baki, það er alveg á hreinu,“ segir Helgi í samtali við Vísi.Mun eiga sér eftirmál Ekki þarf að hafa komið til áminningar í þessu tilfelli því um er að ræða ákvörðun um fastráðningu. Þá þurfa slík mál ekki að fara í slíkan farveg. Helgi segist ætla að skoða stöðu sína betur. „Málsmeðferðin er þess eðlis að ég hef ástæðu til að halda áfram með málið. Það var ekki farið eftir ákveðnum reglum að teknu tilliti til þess í hvaða farveg málið fór, ekki tekin ákvörðun fyrr en seint, mér var haldið í óvissu og svo framvegis.“ Hann segir þannig starfslokin eiga sér sinn aðdraganda og muni þannig sjálfsagt eiga sín eftirmál. Síðar verður frekari ljósi varpað á þau málefni. Helgi segir það verða að koma í ljós, hann þurfi nú að fara að leita sér að öðrum verkefnum.Og farir þá kannski að tefla meira en verið hefur?„Það er aldrei að vita,“ segir Helgi sem er stórmeistari í skák.Uppfært 11:40: Háskólinn segir málið hafa verið í ferli Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu rektors þá varðar málið umsókn einstaklings sem gegnt hefur tímabundinni stöðu við skólann um ótímabundna ráðningu. Þar innan dyra líta menn svo ekki á að um brottrekstur hafi verið að ræða heldur var málið til afgreiðslu að teknu tilliti til þeirrar spurningar. „Umsókn þar að lútandi er í viðeigandi ferli innan skólans en endanleg ákvörðun liggur ekki fyrir. Að öðru leiti tjáir háskólinn sig ekki um málefni einstakra starfsmanna en vísar í reglur Háskóla Íslands um framgang og ótímabundnar ráðningar akademískra starfsmanna.“
Skóla - og menntamál Vistaskipti Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira