Forvarnir hefjast heima Sigríður Björnsdóttir skrifar 13. júní 2019 07:30 Yfir sumartímann þegar börn eru í fríi frá skóla sækja þau gjarnan ýmiss konar námskeið sér til dægrastyttingar. Þegar foreldrar og börn velja námskeið eru nokkur atriði sem hafa ætti í huga. Í fyrsta lagi ættu að liggja fyrir greinargóðar upplýsingar um námskeið, ýmis hagnýt atriði og um starfsfólk hjá félögum og öðrum sem bjóða upp á námskeið eða svipaða þjónustu fyrir börn og ungmenni. Ef slíkar upplýsingar eru ekki aðgengilegar á vefsíðu eða annars staðar ættu foreldrar að spyrja eftirtalinna spurninga:Hvers konar aðgerðaáætlun er til staðar ef upp kemst um ofbeldi á börnum?Hvernig eru starfsmenn og sjálfboðaliðar þjálfaðir til að vernda börn gegn kynferðislegu ofbeldi?Hvaða starfsreglur gilda varðandi einveru fullorðinna starfsmanna með börnum? Í öðru lagi ættu foreldrar og forsjáraðilar að endurskoða kaup á þjónustu frá viðkomandi aðila ef ekki fást fullnægjandi svör við ofangreindum spurningum. Foreldrar eru ekki með börnum sínum allan daginn og geta ekki verið á verði. Þess vegna er nauðsynlegt að þeir séu meðvitaðir um í hvernig aðstæðum kynferðisofbeldi á sér stað, séu upplýstir og sendi börn sín ekki á staði þar sem þau eru ekki örugg. Forvarnir hefjast heima með því að foreldrar kenna barni sínu að setja mörk og þekkja merki um það þegar þau eru ekki virt. Áður en kemur að því að þú skiljir barnið þitt eftir í umsjón annarra er mikilvægt að þú hafir rætt opinskátt við barnið um forvarnir gegn kynferðisofbeldi. Hafir frætt það um jákvæð og neikvæð samskipti og snertingu þannig að það geri sér grein fyrir því þegar farið er yfir mörkin og segi frá þegar farið er yfir þau. Það er einnig mikilvægt að barnið fái skýr skilaboð um að það geti og eigi að segja „nei“, eða „ég vil þetta ekki“ ef því finnst snerting eða samskipti óþægileg. Taktu mark á eigin innsæi. Ef samskipti við einstakling vekja ónotatilfinningu hjá þér eða barni þínu ættir þú ekki að skilja barnið þitt eftir í slíkum aðstæðum. Þú gætir rætt þetta við aðra foreldra og kannað hvort þeir séu á sama máli. Ef barnið segir þér að því líði skringilega í kringum tiltekinn einstakling þá er mikilvægt að hlusta á barnið og gera viðeigandi ráðstafanir. Til að ganga úr skugga um að öryggi barns sé tryggt þegar það er í umsjá annarra er mikilvægt að spyrja barnið um líðan og annað þegar það er sótt eða kemur heim. Spyrja ætti spurninga á borð við: Hvernig leið þér? Hvað voru þið að gera? Með hverjum voruð þið? Þegar við erum meðvituð höfum við skýr markmið um hvernig við ætlum að vernda barnið okkar og hegðum okkur í samræmi við það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Sjá meira
Yfir sumartímann þegar börn eru í fríi frá skóla sækja þau gjarnan ýmiss konar námskeið sér til dægrastyttingar. Þegar foreldrar og börn velja námskeið eru nokkur atriði sem hafa ætti í huga. Í fyrsta lagi ættu að liggja fyrir greinargóðar upplýsingar um námskeið, ýmis hagnýt atriði og um starfsfólk hjá félögum og öðrum sem bjóða upp á námskeið eða svipaða þjónustu fyrir börn og ungmenni. Ef slíkar upplýsingar eru ekki aðgengilegar á vefsíðu eða annars staðar ættu foreldrar að spyrja eftirtalinna spurninga:Hvers konar aðgerðaáætlun er til staðar ef upp kemst um ofbeldi á börnum?Hvernig eru starfsmenn og sjálfboðaliðar þjálfaðir til að vernda börn gegn kynferðislegu ofbeldi?Hvaða starfsreglur gilda varðandi einveru fullorðinna starfsmanna með börnum? Í öðru lagi ættu foreldrar og forsjáraðilar að endurskoða kaup á þjónustu frá viðkomandi aðila ef ekki fást fullnægjandi svör við ofangreindum spurningum. Foreldrar eru ekki með börnum sínum allan daginn og geta ekki verið á verði. Þess vegna er nauðsynlegt að þeir séu meðvitaðir um í hvernig aðstæðum kynferðisofbeldi á sér stað, séu upplýstir og sendi börn sín ekki á staði þar sem þau eru ekki örugg. Forvarnir hefjast heima með því að foreldrar kenna barni sínu að setja mörk og þekkja merki um það þegar þau eru ekki virt. Áður en kemur að því að þú skiljir barnið þitt eftir í umsjón annarra er mikilvægt að þú hafir rætt opinskátt við barnið um forvarnir gegn kynferðisofbeldi. Hafir frætt það um jákvæð og neikvæð samskipti og snertingu þannig að það geri sér grein fyrir því þegar farið er yfir mörkin og segi frá þegar farið er yfir þau. Það er einnig mikilvægt að barnið fái skýr skilaboð um að það geti og eigi að segja „nei“, eða „ég vil þetta ekki“ ef því finnst snerting eða samskipti óþægileg. Taktu mark á eigin innsæi. Ef samskipti við einstakling vekja ónotatilfinningu hjá þér eða barni þínu ættir þú ekki að skilja barnið þitt eftir í slíkum aðstæðum. Þú gætir rætt þetta við aðra foreldra og kannað hvort þeir séu á sama máli. Ef barnið segir þér að því líði skringilega í kringum tiltekinn einstakling þá er mikilvægt að hlusta á barnið og gera viðeigandi ráðstafanir. Til að ganga úr skugga um að öryggi barns sé tryggt þegar það er í umsjá annarra er mikilvægt að spyrja barnið um líðan og annað þegar það er sótt eða kemur heim. Spyrja ætti spurninga á borð við: Hvernig leið þér? Hvað voru þið að gera? Með hverjum voruð þið? Þegar við erum meðvituð höfum við skýr markmið um hvernig við ætlum að vernda barnið okkar og hegðum okkur í samræmi við það.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar