Hreiðrið við Stekkjarbakka yfirgefið og tómt eftir árás máva Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júní 2019 15:45 Gæsin sést hér liggja á hreiðri sínu í síðustu viku. vísir/egill Svo virðist sem að gæsapar sem komið hafði sér upp hreiðri á hringtorgi við Stekkjarbakka í Breiðholti hafi yfirgefið hreiðrið í dag eftir að fjöldi máva réðst að hreiðrinu. Anton Magnússon sá þegar mávarnir réðust að hreiðrinu og segist í samtali við Vísi hafa séð þegar einn mávurinn át einn af ungunum sem voru í hreiðrinu. Hann vakti fyrst máls á þessu í Facebook-hópnum Íbúasamtökin Betra Breiðholt. Fjallað var um gæsina sem lá á hreiðrinu í fjölmiðlum í síðustu viku þar sem hún hafði vakið athygli vegfarenda fyrir að hvæsa á vegfarendur eða hreinlega ráðast til atlögu til að vernda hreiðrið sitt. Anton keyrir fram hjá hringtorginu daglega þar sem hann vinnur í nágrenninu. „Ég var búinn að fylgjast með þeim áður en fréttin um gæsina kom. Þau hafa verið þarna að dúlla sér og gaman að fylgjast með þeim vegna þess að gassinn var voða duglegur að passa sína frú. Hann leyfði ungum krökkum og fólki að labba þarna fram hjá en gat orðið grimmur út í hjólreiðamenn því þeir virka svo stórir fyrir hann,“ segir Anton.Sjá hér fyrir neðan frétt Stöðvar 2 um gæsina frá því í síðustu viku.Tugir máva á sveimi við hreiðrið Það var þó eitthvað allt annað í gangi við hreiðrið á hringtorginu um klukkan ellefu í morgun. „Þá sé ég í fyrsta lagi 30 til 40 máva og hamagang og læti. Svo sé ég þarna brauð eða kökur á grasinu fyrir framan gæsina og ísboxdollu með væntanlega vatni. Síðan horfi ég á þá þar sem þeir eru að éta brauðið eða kökuna og hamast áfram og í gæsinni sem er náttúrulega alveg brjáluð greyið. Ég sé þá ekki borða nema einn unga, ég sé bara einn mávinn koma með einn unga alveg brjálaður og hinir fara allir í hreiðrið,“ segir Anton. Eftir smástund hafi gæsaparið því farið í burtu en engir ungar á eftir þeim. Anton segist gera ráð fyrir því að mávarnir hafi étið hina ungana sem hafi væntanlega verið nýkomnir úr eggjunum. Anton segir að þeir sem hafi komið með brauðið og vatnið hafi auðvitað gert það í góðu. „En gassinn sér bara um sína frú og ef þau hefðu verið látin í friði þá hefði ekkert gerst vegna þess að hún er í felum af ástæðu. Hún vill bara í felum. Steggurinn er alltaf hinu megin við götuna, hann er ekki alveg við hreiðrið því hann vill ekki vekja athygli á frúnni og hreiðrinu. Þetta var agalega sorglegt,“ segir Anton sem hefur enga trú á að nokkrir ungar hafi lifað árás mávanna af. „Ég er búinn að fara þarna niður eftir einu sinni síðan og hreiðrið er yfirgefið og tómt og engir fuglar.“ Dýr Reykjavík Tengdar fréttir Dýravistfræðingur segir hegðun gæsarinnar eðlilega 5. júní 2019 20:30 Vilja að borgaryfirvöld grípi gæsina Íbúar í Breiðholti hafa lýst yfir áhyggjum vegna málsins. 4. júní 2019 17:00 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Fréttir „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Fleiri fréttir Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Sjá meira
Svo virðist sem að gæsapar sem komið hafði sér upp hreiðri á hringtorgi við Stekkjarbakka í Breiðholti hafi yfirgefið hreiðrið í dag eftir að fjöldi máva réðst að hreiðrinu. Anton Magnússon sá þegar mávarnir réðust að hreiðrinu og segist í samtali við Vísi hafa séð þegar einn mávurinn át einn af ungunum sem voru í hreiðrinu. Hann vakti fyrst máls á þessu í Facebook-hópnum Íbúasamtökin Betra Breiðholt. Fjallað var um gæsina sem lá á hreiðrinu í fjölmiðlum í síðustu viku þar sem hún hafði vakið athygli vegfarenda fyrir að hvæsa á vegfarendur eða hreinlega ráðast til atlögu til að vernda hreiðrið sitt. Anton keyrir fram hjá hringtorginu daglega þar sem hann vinnur í nágrenninu. „Ég var búinn að fylgjast með þeim áður en fréttin um gæsina kom. Þau hafa verið þarna að dúlla sér og gaman að fylgjast með þeim vegna þess að gassinn var voða duglegur að passa sína frú. Hann leyfði ungum krökkum og fólki að labba þarna fram hjá en gat orðið grimmur út í hjólreiðamenn því þeir virka svo stórir fyrir hann,“ segir Anton.Sjá hér fyrir neðan frétt Stöðvar 2 um gæsina frá því í síðustu viku.Tugir máva á sveimi við hreiðrið Það var þó eitthvað allt annað í gangi við hreiðrið á hringtorginu um klukkan ellefu í morgun. „Þá sé ég í fyrsta lagi 30 til 40 máva og hamagang og læti. Svo sé ég þarna brauð eða kökur á grasinu fyrir framan gæsina og ísboxdollu með væntanlega vatni. Síðan horfi ég á þá þar sem þeir eru að éta brauðið eða kökuna og hamast áfram og í gæsinni sem er náttúrulega alveg brjáluð greyið. Ég sé þá ekki borða nema einn unga, ég sé bara einn mávinn koma með einn unga alveg brjálaður og hinir fara allir í hreiðrið,“ segir Anton. Eftir smástund hafi gæsaparið því farið í burtu en engir ungar á eftir þeim. Anton segist gera ráð fyrir því að mávarnir hafi étið hina ungana sem hafi væntanlega verið nýkomnir úr eggjunum. Anton segir að þeir sem hafi komið með brauðið og vatnið hafi auðvitað gert það í góðu. „En gassinn sér bara um sína frú og ef þau hefðu verið látin í friði þá hefði ekkert gerst vegna þess að hún er í felum af ástæðu. Hún vill bara í felum. Steggurinn er alltaf hinu megin við götuna, hann er ekki alveg við hreiðrið því hann vill ekki vekja athygli á frúnni og hreiðrinu. Þetta var agalega sorglegt,“ segir Anton sem hefur enga trú á að nokkrir ungar hafi lifað árás mávanna af. „Ég er búinn að fara þarna niður eftir einu sinni síðan og hreiðrið er yfirgefið og tómt og engir fuglar.“
Dýr Reykjavík Tengdar fréttir Dýravistfræðingur segir hegðun gæsarinnar eðlilega 5. júní 2019 20:30 Vilja að borgaryfirvöld grípi gæsina Íbúar í Breiðholti hafa lýst yfir áhyggjum vegna málsins. 4. júní 2019 17:00 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Fréttir „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Fleiri fréttir Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Sjá meira
Vilja að borgaryfirvöld grípi gæsina Íbúar í Breiðholti hafa lýst yfir áhyggjum vegna málsins. 4. júní 2019 17:00