Fleiri leggjast á árarnar gegn fiskeldi í opnum sjókvíum Ólöf Skaftadóttir skrifar 12. júní 2019 06:15 Forsvarsmenn Á móti straumnum vilja fara varlega í uppbyggingu fiskeldis í opnum sjókvíum. Fréttablaðið/Pjetur Fjölmörg fyrirtæki hafa opinberlega lýst yfir stuðningi við átaksverkefnið Á móti straumnum – samstarfsverkefni náttúruverndarsamtaka, fyrirtækja og einstaklinga á Íslandi. Átaksverkefnið var sett á fót til að vernda íslenska náttúru fyrir laxeldi í opnum sjókvíum, sem aðstandendur verkefnisins segja að sé bæði áhættusöm og skaðleg grein fyrir íslenska náttúru. Um 30 fyrirtæki og samtök, þar af tæplega 20 íslensk, hafa lýst yfir stuðningi við verkefnið en áður höfðu aðstandendur þess safnað yfir tíu þúsund undirskriftum þar sem skorað er á stjórnvöld að stíga varlega til jarðar við það að heimila frekari uppbyggingu fiskeldis í opnum sjókvíum. Veitingamaðurinn Nuno Servo, sem búið hefur í rúman aldarfjórðung hér á landi, er einn þeirra sem styðja átakið. Nuno rekur veitingastaðina Sushi Social, Apótekið, Tapas barinn og Sæta svínið. „Ísland hefur með réttu stært sig af og gert út á hreinleika, meðal annars í matvælaframleiðslu. Það skýtur því skökku við ef við ætlum að leyfa svo óumhverfisvæna matvælaframleiðslu sem sjókvíaeldi er enda mun það hafa slæm áhrif á það góða orðspor sem við höfum búið okkur til,“ segir Nuno. „Erlendir viðskiptavinir vilja vera vissir um að sá matur sem þeir snæða sé framleiddur með faglegum og náttúruvænum hætti og þar er laxinn að sjálfsögðu ekki undanskilinn. Það skiptir viðskiptavini okkar máli að vita hvaðan hráefnið kemur.“ Meðal þeirra vandamála sem tengjast sjókvíaeldi í Noregi eru laxalús og slysasleppingar sem geta leitt til þess að eldislax blandist villtum laxi. Hér á landi eru nokkur dæmi um slysasleppingar og tilvik þar sem eldislax hefur veiðst í íslenskum veiðiám. Fyrir Alþingi liggja nú tvö frumvörp sjávarútvegsráðherra sem fjalla um fiskeldi. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á frumvörpunum í meðferð þingsins en óvíst er hvort þau verði samþykkt enda fjölmörg mál enn á dagskrá þingsins nú þegar styttist í þinglok. Nokkur umræða, og um leið átök, hafa verið um fiskeldi hér á landi og hafa náttúruverndarsamtök lagst gegn auknum umsvifum fiskeldis í opnum kvíum. Samtök á borð við Náttúruverndarsamtök Íslands og Landvernd eru meðal þeirra sem hafa lýst yfir stuðningi við fyrrnefnt átak. Þá vakti það athygli í fyrra þegar íslenska kokkalandsliðið rifti skyndilega styrktarsamningi við Arnarlax þegar í ljós kom að samningurinn hafði ekki verið gerður með vilja og vitund landsliðsmanna. Aðstandendur landsliðsins báðust þó afsökunar nokkrum dögum síðar en það breytti ekki afstöðu kokkanna um að nota ekki hráefni frá fyrirtækinu í verkefnum sínum. Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Sjá meira
Fjölmörg fyrirtæki hafa opinberlega lýst yfir stuðningi við átaksverkefnið Á móti straumnum – samstarfsverkefni náttúruverndarsamtaka, fyrirtækja og einstaklinga á Íslandi. Átaksverkefnið var sett á fót til að vernda íslenska náttúru fyrir laxeldi í opnum sjókvíum, sem aðstandendur verkefnisins segja að sé bæði áhættusöm og skaðleg grein fyrir íslenska náttúru. Um 30 fyrirtæki og samtök, þar af tæplega 20 íslensk, hafa lýst yfir stuðningi við verkefnið en áður höfðu aðstandendur þess safnað yfir tíu þúsund undirskriftum þar sem skorað er á stjórnvöld að stíga varlega til jarðar við það að heimila frekari uppbyggingu fiskeldis í opnum sjókvíum. Veitingamaðurinn Nuno Servo, sem búið hefur í rúman aldarfjórðung hér á landi, er einn þeirra sem styðja átakið. Nuno rekur veitingastaðina Sushi Social, Apótekið, Tapas barinn og Sæta svínið. „Ísland hefur með réttu stært sig af og gert út á hreinleika, meðal annars í matvælaframleiðslu. Það skýtur því skökku við ef við ætlum að leyfa svo óumhverfisvæna matvælaframleiðslu sem sjókvíaeldi er enda mun það hafa slæm áhrif á það góða orðspor sem við höfum búið okkur til,“ segir Nuno. „Erlendir viðskiptavinir vilja vera vissir um að sá matur sem þeir snæða sé framleiddur með faglegum og náttúruvænum hætti og þar er laxinn að sjálfsögðu ekki undanskilinn. Það skiptir viðskiptavini okkar máli að vita hvaðan hráefnið kemur.“ Meðal þeirra vandamála sem tengjast sjókvíaeldi í Noregi eru laxalús og slysasleppingar sem geta leitt til þess að eldislax blandist villtum laxi. Hér á landi eru nokkur dæmi um slysasleppingar og tilvik þar sem eldislax hefur veiðst í íslenskum veiðiám. Fyrir Alþingi liggja nú tvö frumvörp sjávarútvegsráðherra sem fjalla um fiskeldi. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á frumvörpunum í meðferð þingsins en óvíst er hvort þau verði samþykkt enda fjölmörg mál enn á dagskrá þingsins nú þegar styttist í þinglok. Nokkur umræða, og um leið átök, hafa verið um fiskeldi hér á landi og hafa náttúruverndarsamtök lagst gegn auknum umsvifum fiskeldis í opnum kvíum. Samtök á borð við Náttúruverndarsamtök Íslands og Landvernd eru meðal þeirra sem hafa lýst yfir stuðningi við fyrrnefnt átak. Þá vakti það athygli í fyrra þegar íslenska kokkalandsliðið rifti skyndilega styrktarsamningi við Arnarlax þegar í ljós kom að samningurinn hafði ekki verið gerður með vilja og vitund landsliðsmanna. Aðstandendur landsliðsins báðust þó afsökunar nokkrum dögum síðar en það breytti ekki afstöðu kokkanna um að nota ekki hráefni frá fyrirtækinu í verkefnum sínum.
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Sjá meira