Jens kynntist því í fyrsta sinn í dag að vera eini karlmaðurinn á NATO-fundi Kristján Már Unnarsson skrifar 11. júní 2019 22:12 Jens Stoltenberg og Katrín Jakobsdóttir segja frá fundinum á efri hæð Ráðherrabústaðarins þar sem Jens var eini karlmaðurinn. Stöð 2/Einar Árnason. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, kom til Íslands í morgun í boði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Öryggismál á norðurslóðum, netógnir og framlag Íslendinga til NATO-samstarfsins voru meðal umræðuefna en Katrín sagði þó eldfimasta málið hafa verið hverrar þjóðar Leifur Eiríksson væri. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Jens Stoltenberg byrjaði á því að heimsækja öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli þar sem hann skoðaði bandaríska P-8 Poseidon eftirlitsflugvél en hélt síðan til fundar í utanríkisráðuneytinu í Reykjavík. Mikil öryggisgæsla fylgir komu framkvæmdastjóra NATO, raunar svo mikil að öryggisverðir lentu í erfiðleikum með að opna dyrnar á bíl Stoltenbergs. Eftir vandræðalega bið gat Jens loksins stigið út til að heilsa upp á Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem gerði grín að uppákomunni. „Þeir verða að hleypa þér út,“ sagði Guðlaugur Þór.Guðlaugur Þór Þórðarson og Jens Stoltenberg fyrir framan utanríkisráðuneytið í morgun.Mynd/NATO.Að loknum klukkustundar hádegisverðarfundi með utanríkisráðherra hélt Stoltenberg í Ráðherrabústaðinn við Tjörnina til fundar við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Katrín sagði þau deila áhyggjum af pólitískri spennu vegna norðurslóða og vegna útbreiðslu kjarnavopna í heiminum. Þau ræddu einnig um netógnir. Þá lýsti Jens ánægju með margvíslegt framlag Íslands til NATO-samstarfsins. „Skilaboð mín í dag eru þau að við búum í óútreiknanlegri heimi, á óvissum og ófyrirsjánlegum tímum. Við þurfum sterkar fjölþjóðlegar stofnanir eins og NATO og Ísland leggur sitt af mörkum til að styrkja bandalagið okkar, svo kærar þakkir fyrir það,“ sagði Stoltenberg. „Svo töluðum við um þjóðerni Leifs Eiríkssonar. Við sköpuðum öryggisaðstæður hérna uppi á annarri hæð. Ég held að þetta hafi verið hættulegasta efnið sem við ræddum,“ sagði Katrín í léttum dúr. Og meðan færi gafst á ljósmyndun lýsti Jens óvenjulegri reynslu af efri hæðinni í Ráðherrabústaðnum. „Fundurinn uppi á annarri hæð var fyrsti NATO-fundurinn með þjóðarleiðtoga og öðrum forystumönnum ríkis sem ég hef tekið þátt í þar sem ég var eini karlmaðurinn í herberginu,“ sagði hann. „Hann var eini karlinn í herberginu. Það var nýlunda,“ bætti Katrín við. Þetta er í fyrsta sinn sem framkvæmdastjóri NATO fundar á Íslandi með forsætisráðherra sem er andstæðingur NATO-aðildar. Hann taldi það þó ekki hafa truflað. „Þetta er ekkert vandamál, þetta endurspeglar að það eru mismunandi flokkar í lýðræðisríkjum, eins og við sjáum á Íslandi og í öðrum NATO-ríkjum,“ sagði Jens Stoltenberg. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: NATO Utanríkismál Tengdar fréttir Ávarpaði sameinaðan þingfund fyrstur framkvæmdastjóra NATO Jens Stoltenberg sagði bandalagið standa sterkara en áður. 3. apríl 2019 19:00 Samstaða á sjötíu ára afmæli NATO Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sótti fund utanríkisráðherra NATO í Washington. Rætt um samskiptin við Rússa, hryðjuverkaógnina og stöðuna í Úkraínu. 5. apríl 2019 08:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, kom til Íslands í morgun í boði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Öryggismál á norðurslóðum, netógnir og framlag Íslendinga til NATO-samstarfsins voru meðal umræðuefna en Katrín sagði þó eldfimasta málið hafa verið hverrar þjóðar Leifur Eiríksson væri. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Jens Stoltenberg byrjaði á því að heimsækja öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli þar sem hann skoðaði bandaríska P-8 Poseidon eftirlitsflugvél en hélt síðan til fundar í utanríkisráðuneytinu í Reykjavík. Mikil öryggisgæsla fylgir komu framkvæmdastjóra NATO, raunar svo mikil að öryggisverðir lentu í erfiðleikum með að opna dyrnar á bíl Stoltenbergs. Eftir vandræðalega bið gat Jens loksins stigið út til að heilsa upp á Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem gerði grín að uppákomunni. „Þeir verða að hleypa þér út,“ sagði Guðlaugur Þór.Guðlaugur Þór Þórðarson og Jens Stoltenberg fyrir framan utanríkisráðuneytið í morgun.Mynd/NATO.Að loknum klukkustundar hádegisverðarfundi með utanríkisráðherra hélt Stoltenberg í Ráðherrabústaðinn við Tjörnina til fundar við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Katrín sagði þau deila áhyggjum af pólitískri spennu vegna norðurslóða og vegna útbreiðslu kjarnavopna í heiminum. Þau ræddu einnig um netógnir. Þá lýsti Jens ánægju með margvíslegt framlag Íslands til NATO-samstarfsins. „Skilaboð mín í dag eru þau að við búum í óútreiknanlegri heimi, á óvissum og ófyrirsjánlegum tímum. Við þurfum sterkar fjölþjóðlegar stofnanir eins og NATO og Ísland leggur sitt af mörkum til að styrkja bandalagið okkar, svo kærar þakkir fyrir það,“ sagði Stoltenberg. „Svo töluðum við um þjóðerni Leifs Eiríkssonar. Við sköpuðum öryggisaðstæður hérna uppi á annarri hæð. Ég held að þetta hafi verið hættulegasta efnið sem við ræddum,“ sagði Katrín í léttum dúr. Og meðan færi gafst á ljósmyndun lýsti Jens óvenjulegri reynslu af efri hæðinni í Ráðherrabústaðnum. „Fundurinn uppi á annarri hæð var fyrsti NATO-fundurinn með þjóðarleiðtoga og öðrum forystumönnum ríkis sem ég hef tekið þátt í þar sem ég var eini karlmaðurinn í herberginu,“ sagði hann. „Hann var eini karlinn í herberginu. Það var nýlunda,“ bætti Katrín við. Þetta er í fyrsta sinn sem framkvæmdastjóri NATO fundar á Íslandi með forsætisráðherra sem er andstæðingur NATO-aðildar. Hann taldi það þó ekki hafa truflað. „Þetta er ekkert vandamál, þetta endurspeglar að það eru mismunandi flokkar í lýðræðisríkjum, eins og við sjáum á Íslandi og í öðrum NATO-ríkjum,“ sagði Jens Stoltenberg. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
NATO Utanríkismál Tengdar fréttir Ávarpaði sameinaðan þingfund fyrstur framkvæmdastjóra NATO Jens Stoltenberg sagði bandalagið standa sterkara en áður. 3. apríl 2019 19:00 Samstaða á sjötíu ára afmæli NATO Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sótti fund utanríkisráðherra NATO í Washington. Rætt um samskiptin við Rússa, hryðjuverkaógnina og stöðuna í Úkraínu. 5. apríl 2019 08:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Ávarpaði sameinaðan þingfund fyrstur framkvæmdastjóra NATO Jens Stoltenberg sagði bandalagið standa sterkara en áður. 3. apríl 2019 19:00
Samstaða á sjötíu ára afmæli NATO Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sótti fund utanríkisráðherra NATO í Washington. Rætt um samskiptin við Rússa, hryðjuverkaógnina og stöðuna í Úkraínu. 5. apríl 2019 08:00
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels