Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna hættu á gróðureldum Sylvía Hall skrifar 11. júní 2019 17:40 Að sögn slökkviliðsstjóra Borgarbyggðar er mikilvægt að fólk hugi bæði að sér og nágrannanum þegar eldhætta er svona mikil. Vísir/Pjetur Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samráði við lögreglustjórann á Vesturlandi hefur lýst yfir óvissustigi vegna hættu á gróðureldum. Langvarandi þurrkar á Vesturlandi og hlýnandi veðurfar valda viðbragðsaðilum töluverðum áhyggjum. Gróðureldahættan hefur aukist undanfarin ár en þetta kom fram í áhættuskoðun almannavarna árið 2011. Hlýnandi veðurfar, breytingar í landbúnaði og aukin skógrækt eru helstu þættir í því að hættan hefur aukist. Samkvæmt veðurspá er ekki úrkoma í kortunum næstu vikuna en áframhaldandi hlýindi líkt og hefur verið undanfarnar vikur. Því er fólk beðið um að sýna aðgát með opin eld og eldunartæki á gróðursælum svæðum, sérstaklega í Skorradal.Fólk hugi að sér og nágrannanum Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, segir stöðuna vera sambærilega og annars staðar á landinu. Mikill þurrkur er á svæðinu eftir blíðuna undanfarnar vikur og ekki rigningardropi fallið á svæðinu. Hann segir mikilvægt að fólk sé á tánum og fari varlega við meðferð eldfæra. „Það verða allir að leggjast á eitt og gæta að sjálfum sér og nágrannanum. Ef eitthvað er óeðlilegt hjá nágrannanum í svona sumarhúsahverfum þá á bara að skipta sér af því,“ segir Bjarni í samtali við Vísi enda þurfi lítið til að stórslys verði ef eldur breiðist út á gróðursælum svæðum. „Það þurfa allir að passa upp á þetta, sérstaklega að börn eða unglingar séu ekki að fikta með eldfæri,“ segir Bjarni. Hann hvetur fólk til þess að gæta ítrustu varúðar og leggur áherslu á að fólk sé ekki að nota einnota grill þar sem mikil eldhætta fylgi þeim. Almannavarnir Borgarbyggð Slökkvilið Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samráði við lögreglustjórann á Vesturlandi hefur lýst yfir óvissustigi vegna hættu á gróðureldum. Langvarandi þurrkar á Vesturlandi og hlýnandi veðurfar valda viðbragðsaðilum töluverðum áhyggjum. Gróðureldahættan hefur aukist undanfarin ár en þetta kom fram í áhættuskoðun almannavarna árið 2011. Hlýnandi veðurfar, breytingar í landbúnaði og aukin skógrækt eru helstu þættir í því að hættan hefur aukist. Samkvæmt veðurspá er ekki úrkoma í kortunum næstu vikuna en áframhaldandi hlýindi líkt og hefur verið undanfarnar vikur. Því er fólk beðið um að sýna aðgát með opin eld og eldunartæki á gróðursælum svæðum, sérstaklega í Skorradal.Fólk hugi að sér og nágrannanum Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, segir stöðuna vera sambærilega og annars staðar á landinu. Mikill þurrkur er á svæðinu eftir blíðuna undanfarnar vikur og ekki rigningardropi fallið á svæðinu. Hann segir mikilvægt að fólk sé á tánum og fari varlega við meðferð eldfæra. „Það verða allir að leggjast á eitt og gæta að sjálfum sér og nágrannanum. Ef eitthvað er óeðlilegt hjá nágrannanum í svona sumarhúsahverfum þá á bara að skipta sér af því,“ segir Bjarni í samtali við Vísi enda þurfi lítið til að stórslys verði ef eldur breiðist út á gróðursælum svæðum. „Það þurfa allir að passa upp á þetta, sérstaklega að börn eða unglingar séu ekki að fikta með eldfæri,“ segir Bjarni. Hann hvetur fólk til þess að gæta ítrustu varúðar og leggur áherslu á að fólk sé ekki að nota einnota grill þar sem mikil eldhætta fylgi þeim.
Almannavarnir Borgarbyggð Slökkvilið Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira