Tyrkneskir hakkarar réðust á Sunnlenska Jakob Bjarnar skrifar 11. júní 2019 13:50 Guðmundur Karl, ritstjóri Sunnlenska, biðlar til sinna manna að þeir svari fyrir árásina á vellinum í kvöld. „Eins og við segjum í boltanum: Við svörum fyrir þetta innan vallar,“ segir Guðmundur Karl Sigurdórsson ritstjóri Sunnlenska. Tyrkneskir hakkarar létu til skara skríða gegn fréttavefnum Sunnlenska. Og lá miðillinn niðri í tæpa 14 tíma vegna þessa eða frá klukkan 19:09 í gærkvöldi þar til um klukkan níu í morgun. „Einhverjir þrjótar þefuðu upp holu í kerfinu hjá mér og breyttu tveimur skrám inni í grunninum á síðunni. Og það verður til þess að beina allri umferðinni af minni síðu inná einhverja síðu hjá þeim,“ segir ritstjórinn.Tyrkneski hakkarinn Turk Siber Ordu Þau hjá Sunnlenska tókum vefinn niður, en meðan hann var uppi voru þar skilaboð á tyrknesku, sem Guðmundi Karli tókst ekki að googletranslate-a, að sögn.„En voru eitthvað á þá leið: Þetta er alvöru! Sá sem skrifar sig fyrir þessu, hakkarinn, heitir í Turk Siber Ordu.“Ritstjórinn kallar eftir því að Selfyssingarnir tveir svari fyrir sitt byggðarlag í leiknum á eftir.vísir/vilhelmGuðmundur Karl gefur sig ekki út fyrir að vera mikill tölvu- eða netsérfræðingur en segir að þeir sem hýsa vefinn hafi talað um að ekki væri um skipulagða hópárás að ræða þar sem allt fer á hliðina. Þetta sé öllu einfaldara. „Eina sem við þurftum að gera var að uppfæra þessar skemmdu skrár, endurræsa vefinn og þetta hefur verið vandræðalaust síðan.“Engin tilviljun að Selfyssingar fá hakkara í hausinn Líklegt má heita að árásin tengist væringum sem snúa að leiknum í kvöld og uppákomu á Leifsstöð þar sem uppþvottabursta var veifað framan í tyrknesku leikmennina auk kvartana um að þeir hafi verið teknir í óeðlilega langa tollskoðun við komuna til landsins. Stuðningsmenn tyrkneska liðsins eru æfir og tyrkneskir hakkarar, sem hafa sýnt sig í því að vera skæðir, réðust meðal annars á vef Isavia og svo Sunnlenska fréttablaðinu. Guðmundur Karl telur einsýnt að árásin sem Sunnlenska varð fyrir sé afsprengi þessa.Skilaboðin sem þau á Sunnlenska fengu frá hakkaranum.„Ég held að það sé alveg ljóst. Þessi gusa kemur í kjölfar þessarar uppákomu þarna í Leifsstöð. Þetta er allt að koma núna frá Tyrklandi og getur ekki verið tilviljun.“ Í íslenska landsliðinu eru tveir Selfyssingar og Guðmundur Karl telur, án ábyrgðar, að það tengist því að Sunnlenska lenti í Turk Siber Ordu: „Ég held að það hljóti að vera málið og ég vona að mínir menn, þeir Viðar Örn Kjartansson og Jón Daði Böðvarsson, svari fyrir þetta í kvöld.“ Ritstjórinn er sem aðrir spenntur fyrir leiknum, sérstaklega eftir þennan aðdraganda; nú er heldur betur hiti að færast í leikinn. EM 2020 í fótbolta Fjölmiðlar Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir aldrei unnið á Laugardalsvelli Tyrkneska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki sótt gull í greipar þess íslenska á Laugardalsvelli í gegnum tíðina. 11. júní 2019 07:00 Belginn með burstann ætlaði ekki að móðga neinn Líf Belgans Corentin Siamang hefur ekki verið það sama síðan það uppgötvaðist að hann hefði verið maðurinn með þvottaburstann er tyrkneska fótboltalandsliðið kom til Íslands. 11. júní 2019 12:00 Uppþvottaburstar teknir af stuðningsmönnum á Laugardalsvelli Allir uppþvottaburstar verða gerðir upptækir á Laugardalsvelli í kvöld, mæti stuðningsmenn með bursta á leikinn gæti KSÍ þurft að sæta þunga refsingu frá UEFA. RÚV greindi frá þessu nú í hádeginu. 11. júní 2019 13:36 Heimasíða KSÍ varð fyrir árás tölvuþrjóta Heimasíða Knattspyrnusambands Íslands, ksi.is, lá niðri upp úr ellefu í morgun og er líklegt að síðan hafi orðið fyrir árás. 11. júní 2019 11:18 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Sjá meira
„Eins og við segjum í boltanum: Við svörum fyrir þetta innan vallar,“ segir Guðmundur Karl Sigurdórsson ritstjóri Sunnlenska. Tyrkneskir hakkarar létu til skara skríða gegn fréttavefnum Sunnlenska. Og lá miðillinn niðri í tæpa 14 tíma vegna þessa eða frá klukkan 19:09 í gærkvöldi þar til um klukkan níu í morgun. „Einhverjir þrjótar þefuðu upp holu í kerfinu hjá mér og breyttu tveimur skrám inni í grunninum á síðunni. Og það verður til þess að beina allri umferðinni af minni síðu inná einhverja síðu hjá þeim,“ segir ritstjórinn.Tyrkneski hakkarinn Turk Siber Ordu Þau hjá Sunnlenska tókum vefinn niður, en meðan hann var uppi voru þar skilaboð á tyrknesku, sem Guðmundi Karli tókst ekki að googletranslate-a, að sögn.„En voru eitthvað á þá leið: Þetta er alvöru! Sá sem skrifar sig fyrir þessu, hakkarinn, heitir í Turk Siber Ordu.“Ritstjórinn kallar eftir því að Selfyssingarnir tveir svari fyrir sitt byggðarlag í leiknum á eftir.vísir/vilhelmGuðmundur Karl gefur sig ekki út fyrir að vera mikill tölvu- eða netsérfræðingur en segir að þeir sem hýsa vefinn hafi talað um að ekki væri um skipulagða hópárás að ræða þar sem allt fer á hliðina. Þetta sé öllu einfaldara. „Eina sem við þurftum að gera var að uppfæra þessar skemmdu skrár, endurræsa vefinn og þetta hefur verið vandræðalaust síðan.“Engin tilviljun að Selfyssingar fá hakkara í hausinn Líklegt má heita að árásin tengist væringum sem snúa að leiknum í kvöld og uppákomu á Leifsstöð þar sem uppþvottabursta var veifað framan í tyrknesku leikmennina auk kvartana um að þeir hafi verið teknir í óeðlilega langa tollskoðun við komuna til landsins. Stuðningsmenn tyrkneska liðsins eru æfir og tyrkneskir hakkarar, sem hafa sýnt sig í því að vera skæðir, réðust meðal annars á vef Isavia og svo Sunnlenska fréttablaðinu. Guðmundur Karl telur einsýnt að árásin sem Sunnlenska varð fyrir sé afsprengi þessa.Skilaboðin sem þau á Sunnlenska fengu frá hakkaranum.„Ég held að það sé alveg ljóst. Þessi gusa kemur í kjölfar þessarar uppákomu þarna í Leifsstöð. Þetta er allt að koma núna frá Tyrklandi og getur ekki verið tilviljun.“ Í íslenska landsliðinu eru tveir Selfyssingar og Guðmundur Karl telur, án ábyrgðar, að það tengist því að Sunnlenska lenti í Turk Siber Ordu: „Ég held að það hljóti að vera málið og ég vona að mínir menn, þeir Viðar Örn Kjartansson og Jón Daði Böðvarsson, svari fyrir þetta í kvöld.“ Ritstjórinn er sem aðrir spenntur fyrir leiknum, sérstaklega eftir þennan aðdraganda; nú er heldur betur hiti að færast í leikinn.
EM 2020 í fótbolta Fjölmiðlar Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir aldrei unnið á Laugardalsvelli Tyrkneska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki sótt gull í greipar þess íslenska á Laugardalsvelli í gegnum tíðina. 11. júní 2019 07:00 Belginn með burstann ætlaði ekki að móðga neinn Líf Belgans Corentin Siamang hefur ekki verið það sama síðan það uppgötvaðist að hann hefði verið maðurinn með þvottaburstann er tyrkneska fótboltalandsliðið kom til Íslands. 11. júní 2019 12:00 Uppþvottaburstar teknir af stuðningsmönnum á Laugardalsvelli Allir uppþvottaburstar verða gerðir upptækir á Laugardalsvelli í kvöld, mæti stuðningsmenn með bursta á leikinn gæti KSÍ þurft að sæta þunga refsingu frá UEFA. RÚV greindi frá þessu nú í hádeginu. 11. júní 2019 13:36 Heimasíða KSÍ varð fyrir árás tölvuþrjóta Heimasíða Knattspyrnusambands Íslands, ksi.is, lá niðri upp úr ellefu í morgun og er líklegt að síðan hafi orðið fyrir árás. 11. júní 2019 11:18 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Sjá meira
Tyrkir aldrei unnið á Laugardalsvelli Tyrkneska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki sótt gull í greipar þess íslenska á Laugardalsvelli í gegnum tíðina. 11. júní 2019 07:00
Belginn með burstann ætlaði ekki að móðga neinn Líf Belgans Corentin Siamang hefur ekki verið það sama síðan það uppgötvaðist að hann hefði verið maðurinn með þvottaburstann er tyrkneska fótboltalandsliðið kom til Íslands. 11. júní 2019 12:00
Uppþvottaburstar teknir af stuðningsmönnum á Laugardalsvelli Allir uppþvottaburstar verða gerðir upptækir á Laugardalsvelli í kvöld, mæti stuðningsmenn með bursta á leikinn gæti KSÍ þurft að sæta þunga refsingu frá UEFA. RÚV greindi frá þessu nú í hádeginu. 11. júní 2019 13:36
Heimasíða KSÍ varð fyrir árás tölvuþrjóta Heimasíða Knattspyrnusambands Íslands, ksi.is, lá niðri upp úr ellefu í morgun og er líklegt að síðan hafi orðið fyrir árás. 11. júní 2019 11:18