„Klikkuð“ goggunarröð í leiklistarheiminum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. júní 2019 11:03 Bandaríski leikarinn George Clooney segir að nú sé rétti tíminn til að dusta rykið af pólitísku satírunni Catch 22. Vísir/getty Bandaríski leikarinn George Clooney segir að í leiklistarheiminum sé skaðlegt stigveldi við lýði sem hann hafi aldrei getað vanist. Hann hafi fengið að finna fyrir goggunarröðinni því þegar hann hóf að leikstýra, leika og framleiða þáttaröðina Catch 22 fyrir streymisveituna Hulu eftir að hafa um langt skeið leikið í kvikmyndum. „Leikarar eru með einhverja klikkaða goggunarröð. Kvikmyndaleikarar líta niður til sjónvarpsleikara sem síðan hæðast að þeim sem leika í auglýsingum. Síðan líta leikhúsleikarar niður til kvikmyndaleikara,“ segir Clooney sem reynir að útskýra hinn flókna virðingarstiga leiklistarheimsins. „Jafnvel hérna í LA eru leikarar, upprunalega frá New York, sem hafa búið hérna hátt í þrjátíu ár sem finna sig knúna til að segjast samt raunverulega vera New York leikarar,“ segir Clooney sem bendir á að það þyki fínna að vera New York leikari. Sjálfur segist Clooney blessunarlega vera laus við slíka fordóma. Honum þyki enginn einn miðill fínni en annar því það sé fyrst og fremst verkefnið sjáft sem skipti mestu máli. Þannig skiptir það engu máli hvort Clooney leiki í kvikmynd, sjónvarpi eða leikhúsi.Brjálsemi að takmarka sig við kvikmyndaformið Það mætti segja að Clooney sé allt í öllu í þáttaröðinni Catch 22 en þættirnir eru sex talsins. Vart þarf að taka fram að þáttaröðin er aðlögun á samnefndri skáldsögu eftir Joseph Heller sem kom út árið 1961 og fjallar um styrjaldaræðið og það ástand sem skapaðist í seinni heimsstyrjöldinni sem einkennist af því að vera gjörsamlega á milli steins og sleggju. Clooney segir að streymisveiturnar bjóði uppi á aukna möguleika. Þær séu góður vettvangur til að segja lengri og flóknari sögur. Það hefði raun verið brjálsemi að takmarka sig við kvikmyndaformið því þessar sex klukkustundir væru nauðsynlegar til þess að gera persónunum í skáldsögunni góð skil.Ákvarðanir hinna eldri sem unga kynslóðin mun gjalda fyrir Clooney tekur mið af stjórnmálaástandinu í Bandaríkjunum sem hann lýsir sem „súrrealísku“ og „klikkuðu“ þegar hann segir að nú sér fullkominn tími til að dusta rykið af pólitísku satírunni Catch 22. Hún sé til þess fallin að minna okkur á að allt í þessum heimi sé hverfult og að sagan eigi það til að endurtaka sig. „Nú er 74 ára forseti við völd sem óskar sér að árið væri 1950 þegar það var afskaplega gott að vera hvítur karlmaður“. Clooney segir að inntakið í Catch 22 sé einmitt það ástand sem skapast þegar miðaldra hvítir karlmenn taka ákvarðanir sem ungt fólk geldur fyrir.Amal og George Clooney gengu í hjónaband árið 2015 og eignuðust tvíburana Alexander og Ellu þremur árum síðar.Vísir/gettyAllt breyttist þegar Amal kom til skjalanna Clooney segist sjálfur ekki muna eftir því að hafa tekið neinar stórar afdrifaríkar ákvarðanir í lífi sínu. Þvert á móti hafi hann leyft lífi sínu að þróast í áhugaverðar áttir án mikilla inngripa af sinni hálfu. Upphaflega hafi staðið til að hann myndi feta í fótspor föður síns sem var blaðamaður. Frændi hans hefði síðan beðið Clooney um að leika í kvikmynd sem hann hafi þáð. Eitt hafi síðan leitt af öðru. Það sama hafi verið uppi á teningnum í tilhugalífinu. „Ég bjóst hvorki við því að kvænast né eignast börn en svo birtist Amal. Allt breyttist hjá mér á einhvern ótrúlega fallegan og óvæntan hátt,“ segir Clooney um eiginkonu sína mannréttindalögfræðinginn Amal Clooney. Þau gengu í hjónaband árið 2015 og eignuðust tvíburana Alexander og Ellu þremur árum síðar. „Ég stefni bara í þá átt sem alheimurinn ætlar mér,“ segir Clooney um viðhorf sitt til lífsins. Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Tvíburar George og Amal Clooney komnir í heiminn Hafa fengið nöfnin Ella og Alexendar Clooney 6. júní 2017 16:40 Tvíburar á leiðinni hjá Clooney Barnalánið í Hollywood ætlar engan enda að taka en George og Amal Clooney eiga von á tvíburum. 9. febrúar 2017 21:45 Misheppnaðir endurfundir ER George Clooney var sá eini sem mætti. 3. febrúar 2016 15:58 Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið FM Belfast bætir við aukatónleikum Lífið Fleiri fréttir Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Sjá meira
Bandaríski leikarinn George Clooney segir að í leiklistarheiminum sé skaðlegt stigveldi við lýði sem hann hafi aldrei getað vanist. Hann hafi fengið að finna fyrir goggunarröðinni því þegar hann hóf að leikstýra, leika og framleiða þáttaröðina Catch 22 fyrir streymisveituna Hulu eftir að hafa um langt skeið leikið í kvikmyndum. „Leikarar eru með einhverja klikkaða goggunarröð. Kvikmyndaleikarar líta niður til sjónvarpsleikara sem síðan hæðast að þeim sem leika í auglýsingum. Síðan líta leikhúsleikarar niður til kvikmyndaleikara,“ segir Clooney sem reynir að útskýra hinn flókna virðingarstiga leiklistarheimsins. „Jafnvel hérna í LA eru leikarar, upprunalega frá New York, sem hafa búið hérna hátt í þrjátíu ár sem finna sig knúna til að segjast samt raunverulega vera New York leikarar,“ segir Clooney sem bendir á að það þyki fínna að vera New York leikari. Sjálfur segist Clooney blessunarlega vera laus við slíka fordóma. Honum þyki enginn einn miðill fínni en annar því það sé fyrst og fremst verkefnið sjáft sem skipti mestu máli. Þannig skiptir það engu máli hvort Clooney leiki í kvikmynd, sjónvarpi eða leikhúsi.Brjálsemi að takmarka sig við kvikmyndaformið Það mætti segja að Clooney sé allt í öllu í þáttaröðinni Catch 22 en þættirnir eru sex talsins. Vart þarf að taka fram að þáttaröðin er aðlögun á samnefndri skáldsögu eftir Joseph Heller sem kom út árið 1961 og fjallar um styrjaldaræðið og það ástand sem skapaðist í seinni heimsstyrjöldinni sem einkennist af því að vera gjörsamlega á milli steins og sleggju. Clooney segir að streymisveiturnar bjóði uppi á aukna möguleika. Þær séu góður vettvangur til að segja lengri og flóknari sögur. Það hefði raun verið brjálsemi að takmarka sig við kvikmyndaformið því þessar sex klukkustundir væru nauðsynlegar til þess að gera persónunum í skáldsögunni góð skil.Ákvarðanir hinna eldri sem unga kynslóðin mun gjalda fyrir Clooney tekur mið af stjórnmálaástandinu í Bandaríkjunum sem hann lýsir sem „súrrealísku“ og „klikkuðu“ þegar hann segir að nú sér fullkominn tími til að dusta rykið af pólitísku satírunni Catch 22. Hún sé til þess fallin að minna okkur á að allt í þessum heimi sé hverfult og að sagan eigi það til að endurtaka sig. „Nú er 74 ára forseti við völd sem óskar sér að árið væri 1950 þegar það var afskaplega gott að vera hvítur karlmaður“. Clooney segir að inntakið í Catch 22 sé einmitt það ástand sem skapast þegar miðaldra hvítir karlmenn taka ákvarðanir sem ungt fólk geldur fyrir.Amal og George Clooney gengu í hjónaband árið 2015 og eignuðust tvíburana Alexander og Ellu þremur árum síðar.Vísir/gettyAllt breyttist þegar Amal kom til skjalanna Clooney segist sjálfur ekki muna eftir því að hafa tekið neinar stórar afdrifaríkar ákvarðanir í lífi sínu. Þvert á móti hafi hann leyft lífi sínu að þróast í áhugaverðar áttir án mikilla inngripa af sinni hálfu. Upphaflega hafi staðið til að hann myndi feta í fótspor föður síns sem var blaðamaður. Frændi hans hefði síðan beðið Clooney um að leika í kvikmynd sem hann hafi þáð. Eitt hafi síðan leitt af öðru. Það sama hafi verið uppi á teningnum í tilhugalífinu. „Ég bjóst hvorki við því að kvænast né eignast börn en svo birtist Amal. Allt breyttist hjá mér á einhvern ótrúlega fallegan og óvæntan hátt,“ segir Clooney um eiginkonu sína mannréttindalögfræðinginn Amal Clooney. Þau gengu í hjónaband árið 2015 og eignuðust tvíburana Alexander og Ellu þremur árum síðar. „Ég stefni bara í þá átt sem alheimurinn ætlar mér,“ segir Clooney um viðhorf sitt til lífsins.
Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Tvíburar George og Amal Clooney komnir í heiminn Hafa fengið nöfnin Ella og Alexendar Clooney 6. júní 2017 16:40 Tvíburar á leiðinni hjá Clooney Barnalánið í Hollywood ætlar engan enda að taka en George og Amal Clooney eiga von á tvíburum. 9. febrúar 2017 21:45 Misheppnaðir endurfundir ER George Clooney var sá eini sem mætti. 3. febrúar 2016 15:58 Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið FM Belfast bætir við aukatónleikum Lífið Fleiri fréttir Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Sjá meira
Tvíburar George og Amal Clooney komnir í heiminn Hafa fengið nöfnin Ella og Alexendar Clooney 6. júní 2017 16:40
Tvíburar á leiðinni hjá Clooney Barnalánið í Hollywood ætlar engan enda að taka en George og Amal Clooney eiga von á tvíburum. 9. febrúar 2017 21:45