Inni í tjaldi Haukur Örn Birgisson skrifar 10. júní 2019 07:45 Erlendir vinir spurðu eitt sinn hvort við færum líka í útilegur á veturna eins og þeir. Þeir voru að fletta í gegnum myndaalbúm og sáu vinafólk okkar dúðað í teppi og ullarklæði fyrir framan kúlutjald. „Alls ekki, þessi mynd var tekin í byrjun júlí,“ var svarið. Útilegur á Íslandi eru furðulegt fyrirbæri. Jafnvel óskiljanlegt. Að fólk skuli velja að gista utandyra í sjö gráðu hita (kulda), roki og yfirleitt einhvers konar úrkomu hlýtur að vera einhver tegund masókisma. Álíka rómantískt og hópefli í frystiklefa. Ísland er ekki hannað fyrir útilegur. Okkur er ætlað að gera annað utandyra en að sofa þar. Fyrir hverja útilegu ríkir mikil spenna og við liggjum yfir veðurspánni. Það versta er hins var að á Íslandi er ekki hægt að spá fyrir um veðrið, einungis segja af því fréttir. Ef þið hugsið út í það, þá heitir dagskrárliðurinn í fjölmiðlunum „veðurfréttir“ en ekki „veðurspá“. Það er engin tilviljun. Íslenskir veðurfræðingar vita bara hvernig veðrið var áðan. Það er útilokað að segja til um hvernig það verður á eftir. Í útilegunni sjálfri er svo ekki rætt um neitt annað en veðrið. Stundum er það geggjað og það eru augnablikin sem við leggjum á minnið. En geggjaða veðrið varir skammt. „Hann er að fara að snúa sér,“ heyrist brátt í einhverjum stuttbuxnaklæddum manni í dúnúlpu og sandölum. Svo breytist vindáttin og pappadiskarnir fjúka af borðinu. Pikknikkið dreifist um grasið og við leitum skjóls í fortjaldinu. Það er yfirleitt ekki langt liðið á sunnudagsmorguninn þegar klassískasta setning íslenskrar útilegumenningar fer að óma um tjaldsvæðið: „Jæja, eigum við ekki að fara að bruna í bæinn?“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Erlendir vinir spurðu eitt sinn hvort við færum líka í útilegur á veturna eins og þeir. Þeir voru að fletta í gegnum myndaalbúm og sáu vinafólk okkar dúðað í teppi og ullarklæði fyrir framan kúlutjald. „Alls ekki, þessi mynd var tekin í byrjun júlí,“ var svarið. Útilegur á Íslandi eru furðulegt fyrirbæri. Jafnvel óskiljanlegt. Að fólk skuli velja að gista utandyra í sjö gráðu hita (kulda), roki og yfirleitt einhvers konar úrkomu hlýtur að vera einhver tegund masókisma. Álíka rómantískt og hópefli í frystiklefa. Ísland er ekki hannað fyrir útilegur. Okkur er ætlað að gera annað utandyra en að sofa þar. Fyrir hverja útilegu ríkir mikil spenna og við liggjum yfir veðurspánni. Það versta er hins var að á Íslandi er ekki hægt að spá fyrir um veðrið, einungis segja af því fréttir. Ef þið hugsið út í það, þá heitir dagskrárliðurinn í fjölmiðlunum „veðurfréttir“ en ekki „veðurspá“. Það er engin tilviljun. Íslenskir veðurfræðingar vita bara hvernig veðrið var áðan. Það er útilokað að segja til um hvernig það verður á eftir. Í útilegunni sjálfri er svo ekki rætt um neitt annað en veðrið. Stundum er það geggjað og það eru augnablikin sem við leggjum á minnið. En geggjaða veðrið varir skammt. „Hann er að fara að snúa sér,“ heyrist brátt í einhverjum stuttbuxnaklæddum manni í dúnúlpu og sandölum. Svo breytist vindáttin og pappadiskarnir fjúka af borðinu. Pikknikkið dreifist um grasið og við leitum skjóls í fortjaldinu. Það er yfirleitt ekki langt liðið á sunnudagsmorguninn þegar klassískasta setning íslenskrar útilegumenningar fer að óma um tjaldsvæðið: „Jæja, eigum við ekki að fara að bruna í bæinn?“
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar