„Mér er alveg sama þótt ég móðgi aðra“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. júní 2019 14:01 Donald Trump, Bandaríkjaforseta, var stillt upp við vegg á blaðamannafundi G20-ríkjanna sem lauk í Osaka í Japan í dag. Á fundinum var hann spurður hvers vegna hann hefði ekki getað svarað spurningum um blaðamanninn Jamal Khashoggi að krónprinsinum í Sádi-Arabíu viðstöddum. Vísir/ap Donald Trump, Bandaríkjaforseta, var stillt upp við vegg á blaðamannafundi G20-ríkjanna sem lauk í Osaka í Japan í dag. Á fundinum var hann spurður hvers vegna hann hefði ekki getað svarað spurningum um blaðamanninn Jamal Khashoggi að krónprinsinum í Sádi-Arabíu viðstöddum.Varstu hræddur um að móðga hann með því að tala um þetta?„Nei, alls ekki,“ svaraði Trump um hæl og bætti við. „Mér er alveg sama þótt ég móðgi aðra. Ég hélt einhvern veginn að þú vissir það,“ sagði Trump og beini orðum sínum að blaðamanninum. „Mér semur við alla. Fyrir utan ykkur reyndar,“ sagði Trump um blaðamannastéttina. Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem gerð var opinber í síðustu viku kom fram að raunveruleg sönnunargögn væru fyrir því að krónprinsinn og aðrir hátt settir embættismenn hefðu skipulagt morðið á Khashoggi. Blaðamaðurinn var myrtur á ræðisskrifstofu Sádi-Araba í tyrknesku borginni Istanbúl. Málið vakti mikinn óhug þegar það kom upp í haust og kom illa við samvisku heimsbyggðarinnar. Trump var þá spurður hvort honum þætti morð stjórnvalda á blaðamönnum ekki fyrirlitleg. Hann sagði svo vera. „Mér finnst það hræðilegt,“ sagði Trump og bætti við að það væri sama hver ætti í hlut. Það væri alltaf hræðilegt.Trump og Xi Jinping á góðri stundu fyrir rúmu ári síðan. Forsetarnir hafa nú ákveðið að taka upp þráðinn í samningaviðræðum eftir mikið kuldatímabil í milliríkjasamskiptum.getty/bloombergTaka upp þráðinn í samningaviðræðum Donald Trump, Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, forseti Kína sættust á að hefja samningaviðræður að nýju um mögulega lausn á viðskiptadeilunni. Þetta var niðurstaða fundar sem var utan aðaldagskrár leiðtogafundar G20-ríkjanna í Osaka í Japan. Að fundinum loknum sagði Trump að samræðurnar hefðu verið frábærar. Hann hafði áður boðað frekari tolla á kínverskan innflutning en ákvað að láta af þeim áformum eftir fund þeirra, að minnsta kosti í bili. Trump sagði þá að bandarísk fyrirtæki gætu selt vörur til kínverska tæknirisans Huawei en bandarísk yfirvöld höfðu áður sett hann á bannlista. Trump fundar með forseta Suður-Kóreu í dag.Vísir/apHittir mögulega Kim í dag Donald Trump flaug frá Japan til Suður-Kóreu í dag en á dagskránni er fundur með Moon Jaw-in, forseta Suður-Kóreu. Trump er nýlentur í Suður-Kóreu en hann bauðst einnig til þess að hitta Kim Jong Un, leiðtoga Norður-Kóreu í ferðinni. Óvíst er hvort Kim þiggur boð Bandaríkjaforseta. Donald Trump Kína Morðið á Khashoggi Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseta, var stillt upp við vegg á blaðamannafundi G20-ríkjanna sem lauk í Osaka í Japan í dag. Á fundinum var hann spurður hvers vegna hann hefði ekki getað svarað spurningum um blaðamanninn Jamal Khashoggi að krónprinsinum í Sádi-Arabíu viðstöddum.Varstu hræddur um að móðga hann með því að tala um þetta?„Nei, alls ekki,“ svaraði Trump um hæl og bætti við. „Mér er alveg sama þótt ég móðgi aðra. Ég hélt einhvern veginn að þú vissir það,“ sagði Trump og beini orðum sínum að blaðamanninum. „Mér semur við alla. Fyrir utan ykkur reyndar,“ sagði Trump um blaðamannastéttina. Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem gerð var opinber í síðustu viku kom fram að raunveruleg sönnunargögn væru fyrir því að krónprinsinn og aðrir hátt settir embættismenn hefðu skipulagt morðið á Khashoggi. Blaðamaðurinn var myrtur á ræðisskrifstofu Sádi-Araba í tyrknesku borginni Istanbúl. Málið vakti mikinn óhug þegar það kom upp í haust og kom illa við samvisku heimsbyggðarinnar. Trump var þá spurður hvort honum þætti morð stjórnvalda á blaðamönnum ekki fyrirlitleg. Hann sagði svo vera. „Mér finnst það hræðilegt,“ sagði Trump og bætti við að það væri sama hver ætti í hlut. Það væri alltaf hræðilegt.Trump og Xi Jinping á góðri stundu fyrir rúmu ári síðan. Forsetarnir hafa nú ákveðið að taka upp þráðinn í samningaviðræðum eftir mikið kuldatímabil í milliríkjasamskiptum.getty/bloombergTaka upp þráðinn í samningaviðræðum Donald Trump, Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, forseti Kína sættust á að hefja samningaviðræður að nýju um mögulega lausn á viðskiptadeilunni. Þetta var niðurstaða fundar sem var utan aðaldagskrár leiðtogafundar G20-ríkjanna í Osaka í Japan. Að fundinum loknum sagði Trump að samræðurnar hefðu verið frábærar. Hann hafði áður boðað frekari tolla á kínverskan innflutning en ákvað að láta af þeim áformum eftir fund þeirra, að minnsta kosti í bili. Trump sagði þá að bandarísk fyrirtæki gætu selt vörur til kínverska tæknirisans Huawei en bandarísk yfirvöld höfðu áður sett hann á bannlista. Trump fundar með forseta Suður-Kóreu í dag.Vísir/apHittir mögulega Kim í dag Donald Trump flaug frá Japan til Suður-Kóreu í dag en á dagskránni er fundur með Moon Jaw-in, forseta Suður-Kóreu. Trump er nýlentur í Suður-Kóreu en hann bauðst einnig til þess að hitta Kim Jong Un, leiðtoga Norður-Kóreu í ferðinni. Óvíst er hvort Kim þiggur boð Bandaríkjaforseta.
Donald Trump Kína Morðið á Khashoggi Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Sjá meira