Eftirtektarsamir nágrannar vöktu íbúa í brennandi húsi Kolbeinn Tumi Daðason og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 29. júní 2019 09:14 Eldur kom upp í íbúðarhúsi að Stýrimannastíg í Vesturbæ Reykjavíkur á níunda tímanum í morgun. Mikill viðbúnaður er á vettvangi og var allt tiltækt slökkvilið kallað út. Íbúum hússins varð ekki meint af þökk sé eftirtektarsömum nágrönnum sem náðu að vekja íbúana í tæka tíð. Þetta segir Ari Jóhannes Hauksson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu sem ræddi við fréttamann á vettvangi. „Við fengum tilkynningu um eld í þessu húsi hérna við hliðina á okkur og við sendum reykkafara inn. Það var eldur í einu rými þarna. Það leit út fyrir að eldur væri kominn í þakið en við náðum að slökkva eldinn tiltölulega fljótt í þessu eina rými og nú erum við að reykræsta húsið og að ganga úr skugga um að enginn eldur sé enn til staðar,“ segir Ari Jóhannes. Húsið, sem stendur á horni Stýrimannastígs og Ránargötu er timburhús að hluta. „Já, fyrsta hæðin er steypt og svo er timburhús ofan á og það er alltaf hætta þegar timburhús eru annars vegar,“ segir Ari Jóhannes. „Nú erum við bara komnir í að reykræsta húsið og vonandi er þetta bara að klárast.“ Íbúar í hverfinu fylgjast með störfum slökkviliðsmanna úr görðum og gangstéttinni. Lögreglan hefur þó girt vettvanginn af.Fréttin var síðast uppfærð kl. 10:07Slökkviliðsmenn að störfum.Vísir/Kolbeinn TumiMinnst tveir sjúkrabílar eru á vettvangi en talið er að enginn sé innandyra.Vísir/Kolbeinn TumiÍbúar í hverfinu fylgjast með störfum slökkviliðsmanna.Vísir/Kolbeinn TumiVísir/Kolbeinn TumiAllt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað út.Vísir/Kolbeinn Tumi Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Eldur kom upp í íbúðarhúsi að Stýrimannastíg í Vesturbæ Reykjavíkur á níunda tímanum í morgun. Mikill viðbúnaður er á vettvangi og var allt tiltækt slökkvilið kallað út. Íbúum hússins varð ekki meint af þökk sé eftirtektarsömum nágrönnum sem náðu að vekja íbúana í tæka tíð. Þetta segir Ari Jóhannes Hauksson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu sem ræddi við fréttamann á vettvangi. „Við fengum tilkynningu um eld í þessu húsi hérna við hliðina á okkur og við sendum reykkafara inn. Það var eldur í einu rými þarna. Það leit út fyrir að eldur væri kominn í þakið en við náðum að slökkva eldinn tiltölulega fljótt í þessu eina rými og nú erum við að reykræsta húsið og að ganga úr skugga um að enginn eldur sé enn til staðar,“ segir Ari Jóhannes. Húsið, sem stendur á horni Stýrimannastígs og Ránargötu er timburhús að hluta. „Já, fyrsta hæðin er steypt og svo er timburhús ofan á og það er alltaf hætta þegar timburhús eru annars vegar,“ segir Ari Jóhannes. „Nú erum við bara komnir í að reykræsta húsið og vonandi er þetta bara að klárast.“ Íbúar í hverfinu fylgjast með störfum slökkviliðsmanna úr görðum og gangstéttinni. Lögreglan hefur þó girt vettvanginn af.Fréttin var síðast uppfærð kl. 10:07Slökkviliðsmenn að störfum.Vísir/Kolbeinn TumiMinnst tveir sjúkrabílar eru á vettvangi en talið er að enginn sé innandyra.Vísir/Kolbeinn TumiÍbúar í hverfinu fylgjast með störfum slökkviliðsmanna.Vísir/Kolbeinn TumiVísir/Kolbeinn TumiAllt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað út.Vísir/Kolbeinn Tumi
Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira