Fjölskylda greiddi 1,3 milljónir fyrir íbúð sem reyndist ekki vera til staðar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. júní 2019 19:00 Þrjár fjölskyldur sem leigt hafa íbúð af íslenskum leigusala á Tenerife sitja eftir með sárt ennið. Fjölskyldurnar lentu í því að hafa ekkert húsnæði þegar komið var í fríið. Dæmi er um að fjölskylda hafi greitt 1,3 milljónir fyrir íbúð sem ekki var til staðar. Ein fjölskyldan hefur lagt fram kæru í málinu og íhugar önnur að leita réttar síns. Síðastliðinn vetur fór Gunnhildur til Tenerife með fjölskyldunni í frí. Ákveðið var að leigja íbúð í gegnum íslenska þjónustu að nafni Tenerife Leigumiðlun. Fjölskyldan millifærði á leigusalann tæpa hálfa milljón fyrir vikudvöl í húsnæðinu. Þegar út var komið tók leigusalinn á móti fjölskyldunni og tjáði þeim að húsnæðið sem þau höfðu leigt væri ekki hæft til notkunar. Þess í stað hefði hann útvegað fjölskyldunni annarri íbúð, en eins og sjá má á myndunum eru íbúðirnar ekki sambærilegar. „Við vildum fá að sjá húsin og þau voru mjög langt frá því sem við vorum búin að borga fyrir. Við gátum ekki einu sinni setið öll og fengið okkur kvöldmat saman því það voru hvorki stólar né borðbúnaður til að gera það,“ sagði Gunnhildur Guðnýjardóttir, innanhússarkitekt. Leigusalinn sem um ræðir er íslenskur en íbúi á Tenerife segir algengt að Íslendingar leitist við að leigja íbúðir af öðrum Íslendingum. „Við trúðum þessu eiginlega ekki. Þetta lá á manni allan tímann. Þrátt fyrir að hafa fundið aðra íbúð þá vorum við búin að borga mikið og þurftum svo að borga enn meira til að vera á einhverjum almennilegum stað,“ sagði Gunnhildur.Íbúðirnar eru auglýstar í hinum ýmsu hópumSKJÁSKOT ÚR FRÉTTÖnnur fjölskylda sem fréttastofa náði tali af og leigði íbúð í gegnum sömu leigumiðlun, greiddi 1.3 milljónir fyrir gistingu. Þegar þau lentu á Tenerife var engin íbúð til staðar og fjölskyldan á götunni. Tóku þau upp á því að kanna málið frekar og fóru að skráðu heimilisfangi leigumiðlunarinnar en þar kannaðist enginn við leigusalann sem þau höfðu verið í sambandi við. Þurftu þau því að greiða hótelkostnað en að þeirra sögn hafa þau enn ekki fengið íbúðina endurgreidda. Fjölskyldan hefur leitað til lögmanns og er búið að leggja fram kæru í málinu. Að sögn lögmannsins hefur önnur fjölskylda sett sig í samband við hann í dag. Gunnhildur segir mikilvægt að fólk sé varað við umræddum viðskiptum. „Við viljum ekki að fleiri lendi í því sama og við. Þetta er bara hræðilegt að lenda í þessu og vera svo í stappi við manneskju sem ekki er hægt að treysta á neinn hátt,“ sagði Gunnhildur. Ekki náðist í leigusalann við vinnslu fréttarinnar. Ferðalög Lögreglumál Neytendur Spánn Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Sjá meira
Þrjár fjölskyldur sem leigt hafa íbúð af íslenskum leigusala á Tenerife sitja eftir með sárt ennið. Fjölskyldurnar lentu í því að hafa ekkert húsnæði þegar komið var í fríið. Dæmi er um að fjölskylda hafi greitt 1,3 milljónir fyrir íbúð sem ekki var til staðar. Ein fjölskyldan hefur lagt fram kæru í málinu og íhugar önnur að leita réttar síns. Síðastliðinn vetur fór Gunnhildur til Tenerife með fjölskyldunni í frí. Ákveðið var að leigja íbúð í gegnum íslenska þjónustu að nafni Tenerife Leigumiðlun. Fjölskyldan millifærði á leigusalann tæpa hálfa milljón fyrir vikudvöl í húsnæðinu. Þegar út var komið tók leigusalinn á móti fjölskyldunni og tjáði þeim að húsnæðið sem þau höfðu leigt væri ekki hæft til notkunar. Þess í stað hefði hann útvegað fjölskyldunni annarri íbúð, en eins og sjá má á myndunum eru íbúðirnar ekki sambærilegar. „Við vildum fá að sjá húsin og þau voru mjög langt frá því sem við vorum búin að borga fyrir. Við gátum ekki einu sinni setið öll og fengið okkur kvöldmat saman því það voru hvorki stólar né borðbúnaður til að gera það,“ sagði Gunnhildur Guðnýjardóttir, innanhússarkitekt. Leigusalinn sem um ræðir er íslenskur en íbúi á Tenerife segir algengt að Íslendingar leitist við að leigja íbúðir af öðrum Íslendingum. „Við trúðum þessu eiginlega ekki. Þetta lá á manni allan tímann. Þrátt fyrir að hafa fundið aðra íbúð þá vorum við búin að borga mikið og þurftum svo að borga enn meira til að vera á einhverjum almennilegum stað,“ sagði Gunnhildur.Íbúðirnar eru auglýstar í hinum ýmsu hópumSKJÁSKOT ÚR FRÉTTÖnnur fjölskylda sem fréttastofa náði tali af og leigði íbúð í gegnum sömu leigumiðlun, greiddi 1.3 milljónir fyrir gistingu. Þegar þau lentu á Tenerife var engin íbúð til staðar og fjölskyldan á götunni. Tóku þau upp á því að kanna málið frekar og fóru að skráðu heimilisfangi leigumiðlunarinnar en þar kannaðist enginn við leigusalann sem þau höfðu verið í sambandi við. Þurftu þau því að greiða hótelkostnað en að þeirra sögn hafa þau enn ekki fengið íbúðina endurgreidda. Fjölskyldan hefur leitað til lögmanns og er búið að leggja fram kæru í málinu. Að sögn lögmannsins hefur önnur fjölskylda sett sig í samband við hann í dag. Gunnhildur segir mikilvægt að fólk sé varað við umræddum viðskiptum. „Við viljum ekki að fleiri lendi í því sama og við. Þetta er bara hræðilegt að lenda í þessu og vera svo í stappi við manneskju sem ekki er hægt að treysta á neinn hátt,“ sagði Gunnhildur. Ekki náðist í leigusalann við vinnslu fréttarinnar.
Ferðalög Lögreglumál Neytendur Spánn Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Sjá meira