Hvert er fyrsta skrefið í átt að sjálfbæru háskólasamfélagi? Eyrún Baldursdóttir skrifar 28. júní 2019 15:40 Öll þurfum við að leggja okkar af mörkum ef árangur í loftslagsmálum á að nást. Í því felst meðal annars að breyta lifnaðarháttum okkar í átt að sjálfbærari og umhverfisvænni lífstíl sem gengur ekki um of á auðlindir og lífríki jarðar. Háskólasamfélagið er ekki undanskilið þeirri ábyrgð sem hvílir á stjórnvöldum, fyrirtækjum sem og einstaklingum í þessari baráttu við loftslagsbreytingar. Háskóli Íslands, Reykjavíkurborg, Félagsstofnun stúdenta ásamt öllum þeim aðilum sem koma að mótun háskólasvæðisins ber að hafa umhverfisvernd og sjálfbærni að leiðarljósi við alla ákvarðanatöku um framtíð háskólasvæðisins. Vilji Röskvuliða er skýr. Við viljum umhverfisvæna og sjálfbæra stúdentagarða þar sem hægt er flokka lífrænan úrgang. Við viljum öflugar almenningssamgöngur. Við viljum háskólasvæði þar sem eru upplýstir göngu- og hjólastígar milli bygginga. Öll uppbygging á háskólasvæðinu á að miða að sjálfbæru samfélagi þar sem stúdentar geta lifað bíllausum lífstíl og sótt grunnþjónustu í sínu nærumhverfi. Einn mikilvægasti þáttur þess er að matvöruverslun opni á svæðinu, en næstu lágvöruverslanir er að finna í 2,5- 4 km fjarlægð frá stúdentagörðum. Það þýðir að stúdentar þurfa að ganga í u.þ.b. 40 mínútur ætli þeir sér ekki að nota einkabíl eða strætó, nú eða versla við einu búðina á háskólasvæðinu, Háskólabúðina, sem rekin er af 10-11 og mun seint teljast hagkvæm fyrir veski stúdenta og býður ekki uppá fullnægjandi matvöruúrval. Matvöruverslun á háskólasvæðinu myndi auðvelda stúdentum og starfsfólki háskólans að sporna gegn loftslagsbreytingum og styðja við bíllausan lífstíl stúdenta og sjálfbært háskólasamfélag, auk þess að rekstur einkabíls er gríðarlega kostnaðarsamur og ekki á færi allra stúdenta. Svo má ekki gleyma því að lágvöruverslun á svæðinu myndi þjónusta fleiri en stúdenta, og nágrannar háskólasvæðisins í Vesturbænum og Skerjafirði myndu njóta góðs af. Ég skora því á eigendur lágvöruverslanakeðja að láta til skarar skríða og svara kalli stúdenta um almennilega matvöruverslun á háskólasvæðið. Húsnæði er í boði, t.d. í nýju húsnæði Grósku sem rís á Vísindagörðunum. Svona uppbygging er hluti af stefnu stúdentahreyfingarinnar Röskvu um framtíð háskólasvæðisins og átti fylkingin meðal annars fund með framkvæmdastjóra Vísindagarða í upphafi árs um málið og fékk mjög jákvæð viðbrögð. Á sama fundi var einnig rætt um fleiri atriði sem er að finna í stefnu Röskvu um framtíð háskólasvæðisins, til dæmis að fá heilsugæslu fyrir stúdenta á háskólasvæðið og líkamsræktarstöð með aðgengi. Í greinagerð með samþykktu deiliskipulagi frá 12.maí 2016 liggur fyrir heimild til þess að starfrækja matvöruverslun á svæði Vísindagarða. Fulltrúar Vísindagarða eru jákvæðir og gera ráð fyrir þjónustunni í sínu deiliskipulagi. Eina sem vantar er vilji búðareiganda til að koma til móts við þarfir stúdenta.Höfundur er oddviti Röskvu í Stúdentaráði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyrún Baldursdóttir Loftslagsmál Skóla - og menntamál Umhverfismál Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Skoðun Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Sjá meira
Öll þurfum við að leggja okkar af mörkum ef árangur í loftslagsmálum á að nást. Í því felst meðal annars að breyta lifnaðarháttum okkar í átt að sjálfbærari og umhverfisvænni lífstíl sem gengur ekki um of á auðlindir og lífríki jarðar. Háskólasamfélagið er ekki undanskilið þeirri ábyrgð sem hvílir á stjórnvöldum, fyrirtækjum sem og einstaklingum í þessari baráttu við loftslagsbreytingar. Háskóli Íslands, Reykjavíkurborg, Félagsstofnun stúdenta ásamt öllum þeim aðilum sem koma að mótun háskólasvæðisins ber að hafa umhverfisvernd og sjálfbærni að leiðarljósi við alla ákvarðanatöku um framtíð háskólasvæðisins. Vilji Röskvuliða er skýr. Við viljum umhverfisvæna og sjálfbæra stúdentagarða þar sem hægt er flokka lífrænan úrgang. Við viljum öflugar almenningssamgöngur. Við viljum háskólasvæði þar sem eru upplýstir göngu- og hjólastígar milli bygginga. Öll uppbygging á háskólasvæðinu á að miða að sjálfbæru samfélagi þar sem stúdentar geta lifað bíllausum lífstíl og sótt grunnþjónustu í sínu nærumhverfi. Einn mikilvægasti þáttur þess er að matvöruverslun opni á svæðinu, en næstu lágvöruverslanir er að finna í 2,5- 4 km fjarlægð frá stúdentagörðum. Það þýðir að stúdentar þurfa að ganga í u.þ.b. 40 mínútur ætli þeir sér ekki að nota einkabíl eða strætó, nú eða versla við einu búðina á háskólasvæðinu, Háskólabúðina, sem rekin er af 10-11 og mun seint teljast hagkvæm fyrir veski stúdenta og býður ekki uppá fullnægjandi matvöruúrval. Matvöruverslun á háskólasvæðinu myndi auðvelda stúdentum og starfsfólki háskólans að sporna gegn loftslagsbreytingum og styðja við bíllausan lífstíl stúdenta og sjálfbært háskólasamfélag, auk þess að rekstur einkabíls er gríðarlega kostnaðarsamur og ekki á færi allra stúdenta. Svo má ekki gleyma því að lágvöruverslun á svæðinu myndi þjónusta fleiri en stúdenta, og nágrannar háskólasvæðisins í Vesturbænum og Skerjafirði myndu njóta góðs af. Ég skora því á eigendur lágvöruverslanakeðja að láta til skarar skríða og svara kalli stúdenta um almennilega matvöruverslun á háskólasvæðið. Húsnæði er í boði, t.d. í nýju húsnæði Grósku sem rís á Vísindagörðunum. Svona uppbygging er hluti af stefnu stúdentahreyfingarinnar Röskvu um framtíð háskólasvæðisins og átti fylkingin meðal annars fund með framkvæmdastjóra Vísindagarða í upphafi árs um málið og fékk mjög jákvæð viðbrögð. Á sama fundi var einnig rætt um fleiri atriði sem er að finna í stefnu Röskvu um framtíð háskólasvæðisins, til dæmis að fá heilsugæslu fyrir stúdenta á háskólasvæðið og líkamsræktarstöð með aðgengi. Í greinagerð með samþykktu deiliskipulagi frá 12.maí 2016 liggur fyrir heimild til þess að starfrækja matvöruverslun á svæði Vísindagarða. Fulltrúar Vísindagarða eru jákvæðir og gera ráð fyrir þjónustunni í sínu deiliskipulagi. Eina sem vantar er vilji búðareiganda til að koma til móts við þarfir stúdenta.Höfundur er oddviti Röskvu í Stúdentaráði
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun