Krakkarnir úr Stranger Things hræddu líftóruna úr grunlausum aðdáendum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júní 2019 09:30 Ljóst er að mörgum hefði brugðið við hrekk sem þennan. YouTube/Skjáskot Þættina Stranger Things þarf vart að kynna fyrir sjónvarpsáhugafólki landsins en þættirnir hafa farið sigurför um heiminn. Stór hluti leikarahópsins eru á unglingsaldri en þættirnir segja einmitt frá hópi ungmenna sem komast oft í hann krappan í baráttu við ýmis ónáttúruleg öfl. Á dögunum brugðu krakkarnir úr þáttunum á leik í tilefni af því að þriðja sería Stranger Things kemur út á Netflix innan skamms, nánar til tekið þann 4. júlí næstkomandi, og fengu í lið með sér Jimmy Fallon, einn frægasta spjallþáttastjórnanda Bandaríkjanna. Krakkarnir ákváðu að hrekkja nokkra grunlausa aðdáendur þáttanna með því að þykjast vera vaxmyndir á nýrri Stranger Things-sýningu á hinu fræga vaxmyndasafni Madame Tussauds í New York. Þegar aðdáendurnir settust niður til þess að láta taka af sér myndir með „vaxmyndirnar“ í bakgrunni stukku krakkarnir til og skutu aðdáendunum sannarlega skelk í bringu. Sjón er sögu ríkari en myndbandið má sjá hér að neðan. Stranger Things hafa eins og áður sagði fengið jákvæðar umsagnir áhorfenda og mikið lof frá gagnrýnendum. Þáttaröðin er hugverk Duffer-bræðranna Matt og Ross og lýst sem yfirnáttúrlegum vísindaskáldskap með hrollvekjuívafi. Sögusviðið er bærinn Hawkins árið 1983 en Duffer-bræðurnir hafa sagt í viðtölum að þættirnir sé virðingarvottur þeirra til bandarískra dægurmenningar á níunda áratug síðustu aldar. Með aðalhlutverk í þáttunum fara þau Finn Wolfhard, Millie Bobby Brown, Gaten Matarazzo, Caleb McLaughlin, Noah Schnapp og Sadie Sink, en þeim bregður einmitt öllum fyrir í myndbandinu hér að ofan. Meðalaldur þeirra sexmenninga er rúmlega 15 ár. Meðal annarra leikara sem sjá má bregða fyrir í þáttunum eru stórleikkonan Winona Ryder og hörkutólið David Harbour. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira
Þættina Stranger Things þarf vart að kynna fyrir sjónvarpsáhugafólki landsins en þættirnir hafa farið sigurför um heiminn. Stór hluti leikarahópsins eru á unglingsaldri en þættirnir segja einmitt frá hópi ungmenna sem komast oft í hann krappan í baráttu við ýmis ónáttúruleg öfl. Á dögunum brugðu krakkarnir úr þáttunum á leik í tilefni af því að þriðja sería Stranger Things kemur út á Netflix innan skamms, nánar til tekið þann 4. júlí næstkomandi, og fengu í lið með sér Jimmy Fallon, einn frægasta spjallþáttastjórnanda Bandaríkjanna. Krakkarnir ákváðu að hrekkja nokkra grunlausa aðdáendur þáttanna með því að þykjast vera vaxmyndir á nýrri Stranger Things-sýningu á hinu fræga vaxmyndasafni Madame Tussauds í New York. Þegar aðdáendurnir settust niður til þess að láta taka af sér myndir með „vaxmyndirnar“ í bakgrunni stukku krakkarnir til og skutu aðdáendunum sannarlega skelk í bringu. Sjón er sögu ríkari en myndbandið má sjá hér að neðan. Stranger Things hafa eins og áður sagði fengið jákvæðar umsagnir áhorfenda og mikið lof frá gagnrýnendum. Þáttaröðin er hugverk Duffer-bræðranna Matt og Ross og lýst sem yfirnáttúrlegum vísindaskáldskap með hrollvekjuívafi. Sögusviðið er bærinn Hawkins árið 1983 en Duffer-bræðurnir hafa sagt í viðtölum að þættirnir sé virðingarvottur þeirra til bandarískra dægurmenningar á níunda áratug síðustu aldar. Með aðalhlutverk í þáttunum fara þau Finn Wolfhard, Millie Bobby Brown, Gaten Matarazzo, Caleb McLaughlin, Noah Schnapp og Sadie Sink, en þeim bregður einmitt öllum fyrir í myndbandinu hér að ofan. Meðalaldur þeirra sexmenninga er rúmlega 15 ár. Meðal annarra leikara sem sjá má bregða fyrir í þáttunum eru stórleikkonan Winona Ryder og hörkutólið David Harbour.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira