Krakkarnir úr Stranger Things hræddu líftóruna úr grunlausum aðdáendum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júní 2019 09:30 Ljóst er að mörgum hefði brugðið við hrekk sem þennan. YouTube/Skjáskot Þættina Stranger Things þarf vart að kynna fyrir sjónvarpsáhugafólki landsins en þættirnir hafa farið sigurför um heiminn. Stór hluti leikarahópsins eru á unglingsaldri en þættirnir segja einmitt frá hópi ungmenna sem komast oft í hann krappan í baráttu við ýmis ónáttúruleg öfl. Á dögunum brugðu krakkarnir úr þáttunum á leik í tilefni af því að þriðja sería Stranger Things kemur út á Netflix innan skamms, nánar til tekið þann 4. júlí næstkomandi, og fengu í lið með sér Jimmy Fallon, einn frægasta spjallþáttastjórnanda Bandaríkjanna. Krakkarnir ákváðu að hrekkja nokkra grunlausa aðdáendur þáttanna með því að þykjast vera vaxmyndir á nýrri Stranger Things-sýningu á hinu fræga vaxmyndasafni Madame Tussauds í New York. Þegar aðdáendurnir settust niður til þess að láta taka af sér myndir með „vaxmyndirnar“ í bakgrunni stukku krakkarnir til og skutu aðdáendunum sannarlega skelk í bringu. Sjón er sögu ríkari en myndbandið má sjá hér að neðan. Stranger Things hafa eins og áður sagði fengið jákvæðar umsagnir áhorfenda og mikið lof frá gagnrýnendum. Þáttaröðin er hugverk Duffer-bræðranna Matt og Ross og lýst sem yfirnáttúrlegum vísindaskáldskap með hrollvekjuívafi. Sögusviðið er bærinn Hawkins árið 1983 en Duffer-bræðurnir hafa sagt í viðtölum að þættirnir sé virðingarvottur þeirra til bandarískra dægurmenningar á níunda áratug síðustu aldar. Með aðalhlutverk í þáttunum fara þau Finn Wolfhard, Millie Bobby Brown, Gaten Matarazzo, Caleb McLaughlin, Noah Schnapp og Sadie Sink, en þeim bregður einmitt öllum fyrir í myndbandinu hér að ofan. Meðalaldur þeirra sexmenninga er rúmlega 15 ár. Meðal annarra leikara sem sjá má bregða fyrir í þáttunum eru stórleikkonan Winona Ryder og hörkutólið David Harbour. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Þættina Stranger Things þarf vart að kynna fyrir sjónvarpsáhugafólki landsins en þættirnir hafa farið sigurför um heiminn. Stór hluti leikarahópsins eru á unglingsaldri en þættirnir segja einmitt frá hópi ungmenna sem komast oft í hann krappan í baráttu við ýmis ónáttúruleg öfl. Á dögunum brugðu krakkarnir úr þáttunum á leik í tilefni af því að þriðja sería Stranger Things kemur út á Netflix innan skamms, nánar til tekið þann 4. júlí næstkomandi, og fengu í lið með sér Jimmy Fallon, einn frægasta spjallþáttastjórnanda Bandaríkjanna. Krakkarnir ákváðu að hrekkja nokkra grunlausa aðdáendur þáttanna með því að þykjast vera vaxmyndir á nýrri Stranger Things-sýningu á hinu fræga vaxmyndasafni Madame Tussauds í New York. Þegar aðdáendurnir settust niður til þess að láta taka af sér myndir með „vaxmyndirnar“ í bakgrunni stukku krakkarnir til og skutu aðdáendunum sannarlega skelk í bringu. Sjón er sögu ríkari en myndbandið má sjá hér að neðan. Stranger Things hafa eins og áður sagði fengið jákvæðar umsagnir áhorfenda og mikið lof frá gagnrýnendum. Þáttaröðin er hugverk Duffer-bræðranna Matt og Ross og lýst sem yfirnáttúrlegum vísindaskáldskap með hrollvekjuívafi. Sögusviðið er bærinn Hawkins árið 1983 en Duffer-bræðurnir hafa sagt í viðtölum að þættirnir sé virðingarvottur þeirra til bandarískra dægurmenningar á níunda áratug síðustu aldar. Með aðalhlutverk í þáttunum fara þau Finn Wolfhard, Millie Bobby Brown, Gaten Matarazzo, Caleb McLaughlin, Noah Schnapp og Sadie Sink, en þeim bregður einmitt öllum fyrir í myndbandinu hér að ofan. Meðalaldur þeirra sexmenninga er rúmlega 15 ár. Meðal annarra leikara sem sjá má bregða fyrir í þáttunum eru stórleikkonan Winona Ryder og hörkutólið David Harbour.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira