Viðhorf Íslendinga til alþjóðasamstarfs Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar 26. júní 2019 12:02 Utanríkisráðuneytið lét nýverið gera könnun á viðhorfi Íslendinga til alþjóðasamstarfs. Niðurstöðurnar voru að mörgu leyti mjög jákvæðar. Þar má nefna það viðhorf stórs meirihluta svarenda að hagsæld Íslands byggjast að miklu leyti á alþjóðlegri samvinnu (73,6%) og alþjóðaviðskiptum (78,3%). Sama má segja um jákvætt viðhorf gagnvart norrænu samstarfi (92%) og þátttöku Íslands í Sameinuðu þjóðunum (77,9%) og mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna (80,8%). Loks var gott að sjá hversu hátt hlufall svarenda telur mikilvægt að Ísland veiti þróunarríkjum aðstoð (79,1%) og veiti mannúðaraðstoð (84%). Viðhorf svarenda gagnvart þátttöku Íslands í svæðisbundnu samstarfi Evrópuríkja lofar hins vegar ekki jafn góðu. Það getur varla talist fullnægjandi að 55% svarenda séu jákvæðir gagnvart EES-samningnum, umfangsmesta og mikilvægasta milliríkjasamningi sem Ísland á aðild að. Þarna vantar greinilega eitthvað upp á. Sömuleiðis er það afar langt frá því að vera fullnægjandi að einungis 50,8% svarenda séu jákvæðir gagnvart virkri þátttöku Íslands í Evrópuráðinu í Strassborg, mikilvægustu mannréttindastofnun Evrópu. Þar spilar stefna íslenskra stjórnvalda vafalaust inn í en starfi ráðsins er ekki sinnt af meiri festu en svo að Ísland er eina aðildarríki ráðsins sem ekki starfrækir fastanefnd í Strassborg. Áætlað var að enduropna fastanefndina árið 2016 en þess í stað var fyrirsvar Íslands gagnvart Evrópuráðinu fært hingað heim á síðasta ári. Ísland tekur við formennsku í Evrópuráðinu í lok árs 2021 og því ekki seinna vænna að spýta verulega í lófana, bæði hvað varðar virka þátttöku í starfi Evrópuráðsins en ekki síður þegar kemur að því að auka þekkingu og skilning almennings á starfi og mikilvægi ráðsins. Í þessu samhengi er þó rétt að nefna að alþingismenn hafa í gegnum tíðina látið vel til sín taka innan Evrópuráðsþingsins, einnar helstu stofnunar Evrópuráðsins, og það ekki síst núverandi formaður og varaformaður Íslandsdeildar. Loks verður að teljast áhugavert, í ljósi aukinnar viðveru Bandaríkjahers á Íslandi og áforma um milljarðafjárfestingar hersins á Keflavíkurflugvelli á næstu árum, að einungis 37,1% svarenda séu jákvæðir í garð varnarsamstarfsins við Bandaríkin og 49% gagnvart aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu (NATO). Kannanir sem þessar varpa að mörgu leyti ljósi á þau tengsl sem geta verið á milli þekkingar fólks á viðfangsefni og viðhorfi þess gagnvart því. Þörf er á aukinni umræðu um utanríkismál á Íslandi, bæði meðal almennings og ekki síður meðal kjörinna fulltrúa. Mikilvægi utanríkismála fyrir Ísland er ótvírætt. Nauðsynlegt er að lögð sé tilhlýðileg áhersla á og unnið gagngert að því að auka þekkingu, umræðu og skilning á málaflokknum. Það mun ótvírætt skila sér í bæði upplýstari og lýðræðislegri ákvarðanatöku um utanríkismál. Það er af nægu að taka í niðurstöðum umræddrar könnunnar sem verður vonandi uppspretta frekari umræðna um utanríkismál á komandi misserum. Þá væri í sjálfu sér vissum tilgangi náð.Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Utanríkismál Vilborg Ása Guðjónsdóttir Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Utanríkisráðuneytið lét nýverið gera könnun á viðhorfi Íslendinga til alþjóðasamstarfs. Niðurstöðurnar voru að mörgu leyti mjög jákvæðar. Þar má nefna það viðhorf stórs meirihluta svarenda að hagsæld Íslands byggjast að miklu leyti á alþjóðlegri samvinnu (73,6%) og alþjóðaviðskiptum (78,3%). Sama má segja um jákvætt viðhorf gagnvart norrænu samstarfi (92%) og þátttöku Íslands í Sameinuðu þjóðunum (77,9%) og mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna (80,8%). Loks var gott að sjá hversu hátt hlufall svarenda telur mikilvægt að Ísland veiti þróunarríkjum aðstoð (79,1%) og veiti mannúðaraðstoð (84%). Viðhorf svarenda gagnvart þátttöku Íslands í svæðisbundnu samstarfi Evrópuríkja lofar hins vegar ekki jafn góðu. Það getur varla talist fullnægjandi að 55% svarenda séu jákvæðir gagnvart EES-samningnum, umfangsmesta og mikilvægasta milliríkjasamningi sem Ísland á aðild að. Þarna vantar greinilega eitthvað upp á. Sömuleiðis er það afar langt frá því að vera fullnægjandi að einungis 50,8% svarenda séu jákvæðir gagnvart virkri þátttöku Íslands í Evrópuráðinu í Strassborg, mikilvægustu mannréttindastofnun Evrópu. Þar spilar stefna íslenskra stjórnvalda vafalaust inn í en starfi ráðsins er ekki sinnt af meiri festu en svo að Ísland er eina aðildarríki ráðsins sem ekki starfrækir fastanefnd í Strassborg. Áætlað var að enduropna fastanefndina árið 2016 en þess í stað var fyrirsvar Íslands gagnvart Evrópuráðinu fært hingað heim á síðasta ári. Ísland tekur við formennsku í Evrópuráðinu í lok árs 2021 og því ekki seinna vænna að spýta verulega í lófana, bæði hvað varðar virka þátttöku í starfi Evrópuráðsins en ekki síður þegar kemur að því að auka þekkingu og skilning almennings á starfi og mikilvægi ráðsins. Í þessu samhengi er þó rétt að nefna að alþingismenn hafa í gegnum tíðina látið vel til sín taka innan Evrópuráðsþingsins, einnar helstu stofnunar Evrópuráðsins, og það ekki síst núverandi formaður og varaformaður Íslandsdeildar. Loks verður að teljast áhugavert, í ljósi aukinnar viðveru Bandaríkjahers á Íslandi og áforma um milljarðafjárfestingar hersins á Keflavíkurflugvelli á næstu árum, að einungis 37,1% svarenda séu jákvæðir í garð varnarsamstarfsins við Bandaríkin og 49% gagnvart aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu (NATO). Kannanir sem þessar varpa að mörgu leyti ljósi á þau tengsl sem geta verið á milli þekkingar fólks á viðfangsefni og viðhorfi þess gagnvart því. Þörf er á aukinni umræðu um utanríkismál á Íslandi, bæði meðal almennings og ekki síður meðal kjörinna fulltrúa. Mikilvægi utanríkismála fyrir Ísland er ótvírætt. Nauðsynlegt er að lögð sé tilhlýðileg áhersla á og unnið gagngert að því að auka þekkingu, umræðu og skilning á málaflokknum. Það mun ótvírætt skila sér í bæði upplýstari og lýðræðislegri ákvarðanatöku um utanríkismál. Það er af nægu að taka í niðurstöðum umræddrar könnunnar sem verður vonandi uppspretta frekari umræðna um utanríkismál á komandi misserum. Þá væri í sjálfu sér vissum tilgangi náð.Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun