Síðasti sénsinn með Duran Duran Þórarinn Þórarinsson skrifar 24. júní 2019 09:00 Bassaleikarinn John Taylor og hinir í Duran Duran eru hæstánægðir með að vera komnir til Íslands eftir fjórtán ár. Þeir eru mjög spenntir fyrir að stíga á svið á Íslandi, í það sem örugglega verður síðasta sinn. Fréttablaðið/Valli John Taylor var sjálfum sér líkur þegar Fréttablaðið hitti hann í gær þegar hann var nýkominn til landsins og fór hvergi leynt með að hann væri mjög spenntur fyrir því að vera kominn hingað aftur en fjórtán ár eru liðin síðan hljómsveitin hélt sína fyrstu og það sem flestir töldu þá víst, síðustu tónleika á Íslandi. „Við erum allir mjög spenntir fyrir þessu og veðrið núna er miklu betra en síðast. Hluti af forréttindunum sem fylgja því að vera í hljómsveit með Simon Le Bon er að hvar sem við komum þá býður okkur alltaf einhver afnot af bát,“ segir John með vísan til þess að söngvari hljómsveitarinnar er annálaður siglingakappi en þetta áhugamál kostaði hann næstum lífið þegar skútan hans, Drum, sökk í miðri kappsiglingu 1985. „Ég man að við sigldum út héðan frá Reykjavík og það var allt svo grátt og kalt. Óvenjulega drungalegt.“Seint komu sumir?… Eftir Íslandsheimsóknina í júní 2005 eru þeir félagar vel meðvitaðir um að hér höfðu aðdáendur þeirra beðið þeirra í tvo áratugi. Hann bendir þó á að sú langa bið geti ekki skrifast alfarið á hljómsveitina sjálfa. „Þegar þú ert á þessum stað sem við vorum þá er rík tilhneiging til þess að fara þangað sem plötufyrirtækin vilja senda þig og það er þá auðvitað á stærri markaðina. Þannig að það var fullt af löndum út um allan heim sem við heimsóttum ekki árum saman og í raun ekki fyrr en að hljómsveitin var búin að klára fyrsta vinsældahringinn.John þótti helst til kalt og grátt þegar Duran Duran kom hingað í júní 2005 en er hæstánægður með veðurblíðuna sem tók á móti þeim að þessu sinni.Fréttablaðið/ValliEn það er virkilega frábært að vera hérna núna og við erum allir mjög spenntir fyrir þessu,“ segir John og glottir þegar hann bætir við að íslenskum aðdáendum þeirra sé fyrir bestu að gera sem mest úr þessum tónleikum. „Vegna þess að þetta er síðasti séns.“Þrúgandi vinsældir Gríðarlegar vinsældir Duran Duran í byrjun níunda áratugarins keyrðu ungu tónlistarmennina frá Birmingham á Englandi hratt út en allt í lífinu leitar jafnvægis og yfirvegaðir og reynslunni ríkari standa þeir fjórir sem eftir eru þétt saman og hafa sjaldan verið betri á sviði en þessi árin. „Við keyrðum okkur hart í nokkur ár. Framleiddum mikið af tónlist og vorum á endalausum tónleikaferðum. Þetta byrjaði að rúlla fyrir alvöru 1981 en sumarið 1985 þegar kom að Live Aid vorum við eiginlega útbrunnir. Það var rosalega mikið í gangi og orkan var mikil. Þetta var bara eins og að fara í gegnum fellibyl. Bransinn var einhvern veginn tilbúinn fyrir okkur þarna í upphafi og vissi alveg hvernig átti að sprengja okkur út. Og við fylgdum því bara þangað til við gátum það ekki lengur.“ En þið haldið enn dampi og eruð býsna öflugir. „Já. Ég meina fjórir eftir af fimm. Það er ekki slæmt.“John er ánægður með tónlistina á fyrstu plötunni sem bar einfaldlega nafn hljómsveitarinnar. Hann er hins vegar óhress með plötuumslagið þar sem hann er aftastur á myndinni.Rio er meistaraverkið Þegar talið berst að fyrstu þremur plötum Duran Duran sem þeyttu þeim upp á stjörnuhimininn segist John telja Rio þá bestu. „Ég held að Rio sé líklega sú sem helst megi segja að sé svo gott sem gallalaus.“ Jújú, hún er auðvitað óumdeilda meistaraverkið. „Hún er það. ,Ég er ánægður með fyrstu plötuna en óánægður með umslagið vegna þess að ég er aftastur á myndinni. En ég er mjög, mjög ánægður með tónlistina á henni. En Rio, þú veist, hver nóta, hvert atriði eru fullkomið.“ John segir þá Simon Le Bon, Andy Taylor, Nick Rhodes og Roger Taylor alla hafa deilt aðdáun á nútíma poppi og það hafi verið mikið lán að leiðir þeirra hafi legið saman. „Þessir fimm upprunalegu meðlimir í Duran Duran voru óstöðvandi afl og við gerðum í raun ekki slæma plötu. Sú er arfleifð okkar, það sem við afrekuðum í raun og veru, og er ástæðan fyrir því að við erum enn að og komnir aftur til Reykjavíkur.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Fleiri fréttir Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Sjá meira
John Taylor var sjálfum sér líkur þegar Fréttablaðið hitti hann í gær þegar hann var nýkominn til landsins og fór hvergi leynt með að hann væri mjög spenntur fyrir því að vera kominn hingað aftur en fjórtán ár eru liðin síðan hljómsveitin hélt sína fyrstu og það sem flestir töldu þá víst, síðustu tónleika á Íslandi. „Við erum allir mjög spenntir fyrir þessu og veðrið núna er miklu betra en síðast. Hluti af forréttindunum sem fylgja því að vera í hljómsveit með Simon Le Bon er að hvar sem við komum þá býður okkur alltaf einhver afnot af bát,“ segir John með vísan til þess að söngvari hljómsveitarinnar er annálaður siglingakappi en þetta áhugamál kostaði hann næstum lífið þegar skútan hans, Drum, sökk í miðri kappsiglingu 1985. „Ég man að við sigldum út héðan frá Reykjavík og það var allt svo grátt og kalt. Óvenjulega drungalegt.“Seint komu sumir?… Eftir Íslandsheimsóknina í júní 2005 eru þeir félagar vel meðvitaðir um að hér höfðu aðdáendur þeirra beðið þeirra í tvo áratugi. Hann bendir þó á að sú langa bið geti ekki skrifast alfarið á hljómsveitina sjálfa. „Þegar þú ert á þessum stað sem við vorum þá er rík tilhneiging til þess að fara þangað sem plötufyrirtækin vilja senda þig og það er þá auðvitað á stærri markaðina. Þannig að það var fullt af löndum út um allan heim sem við heimsóttum ekki árum saman og í raun ekki fyrr en að hljómsveitin var búin að klára fyrsta vinsældahringinn.John þótti helst til kalt og grátt þegar Duran Duran kom hingað í júní 2005 en er hæstánægður með veðurblíðuna sem tók á móti þeim að þessu sinni.Fréttablaðið/ValliEn það er virkilega frábært að vera hérna núna og við erum allir mjög spenntir fyrir þessu,“ segir John og glottir þegar hann bætir við að íslenskum aðdáendum þeirra sé fyrir bestu að gera sem mest úr þessum tónleikum. „Vegna þess að þetta er síðasti séns.“Þrúgandi vinsældir Gríðarlegar vinsældir Duran Duran í byrjun níunda áratugarins keyrðu ungu tónlistarmennina frá Birmingham á Englandi hratt út en allt í lífinu leitar jafnvægis og yfirvegaðir og reynslunni ríkari standa þeir fjórir sem eftir eru þétt saman og hafa sjaldan verið betri á sviði en þessi árin. „Við keyrðum okkur hart í nokkur ár. Framleiddum mikið af tónlist og vorum á endalausum tónleikaferðum. Þetta byrjaði að rúlla fyrir alvöru 1981 en sumarið 1985 þegar kom að Live Aid vorum við eiginlega útbrunnir. Það var rosalega mikið í gangi og orkan var mikil. Þetta var bara eins og að fara í gegnum fellibyl. Bransinn var einhvern veginn tilbúinn fyrir okkur þarna í upphafi og vissi alveg hvernig átti að sprengja okkur út. Og við fylgdum því bara þangað til við gátum það ekki lengur.“ En þið haldið enn dampi og eruð býsna öflugir. „Já. Ég meina fjórir eftir af fimm. Það er ekki slæmt.“John er ánægður með tónlistina á fyrstu plötunni sem bar einfaldlega nafn hljómsveitarinnar. Hann er hins vegar óhress með plötuumslagið þar sem hann er aftastur á myndinni.Rio er meistaraverkið Þegar talið berst að fyrstu þremur plötum Duran Duran sem þeyttu þeim upp á stjörnuhimininn segist John telja Rio þá bestu. „Ég held að Rio sé líklega sú sem helst megi segja að sé svo gott sem gallalaus.“ Jújú, hún er auðvitað óumdeilda meistaraverkið. „Hún er það. ,Ég er ánægður með fyrstu plötuna en óánægður með umslagið vegna þess að ég er aftastur á myndinni. En ég er mjög, mjög ánægður með tónlistina á henni. En Rio, þú veist, hver nóta, hvert atriði eru fullkomið.“ John segir þá Simon Le Bon, Andy Taylor, Nick Rhodes og Roger Taylor alla hafa deilt aðdáun á nútíma poppi og það hafi verið mikið lán að leiðir þeirra hafi legið saman. „Þessir fimm upprunalegu meðlimir í Duran Duran voru óstöðvandi afl og við gerðum í raun ekki slæma plötu. Sú er arfleifð okkar, það sem við afrekuðum í raun og veru, og er ástæðan fyrir því að við erum enn að og komnir aftur til Reykjavíkur.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Fleiri fréttir Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”