Dæmdur fyrir að grípa um „flott“ brjóst konu á sjómannadaginn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júní 2019 14:32 Héraðsdómur Vestfjarða á Ísafirði dæmdi manninn í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Vísir/pjetur Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni með því að grípa um brjóst nær ókunnugrar konu á dansleik á sjómannadaginn í fyrra. Héraðsdómur Vestfjarða kvað upp dóm sinn á dögunum. Lýsing hins dæmda karlmanns og konunnar á atvikum var æði ólík. Karlinn sagðist hafa komið að hjónum aftan frá og knúsað karlinn. Það væri kveðja sem hann framkvæmdi oft en hann þekkti hann. Konan hafi spurt hvort hún fengi ekki viðlíka kveðju og hann varð við því. Knúsaði hann hana aftan frá og hafi tilgangurinn verið allt annar en kynferðislegur. Hann útilokaði ekki að hafa tekið utan um bæði brjóst konunnar með lófum sínum. Konan hafi hins vegar tekið í fingur hans og spurt hvort hún ætti að fingurbrjóta hann. Hún hefði verið æst og það hefði honum þótt leiðinlegt og beðist afsökunar.Því hún var með svo flott brjóst Framburður konunnar, eiginmanns hennar og annarra vitna var á annan veg. Konan lýsti því hvernig hún hefði staðið og horft á sviðið með manni sínum þegar einhver kom að henni aftan frá, greip um bæði brjóst hennar og þrýsti sér upp að henni svo hann hélt henni fastri. Tókst henni að losa sig og spurði karlinn hvers vegna hann hefði gert þetta. Svarið hefði verið að hún væri með svo flott brjóst. Þá hefði hinn dæmdi ekki knúsað karl hennar og hún kannaðist ekkert við að hafa beðið um faðmlag. Framburður eiginmannsins var á sama veg og konunnar. Framburður konunnar um atvik fyrir dómi var að mati dómsins trúverðugur og studdist við framburð vitna. Frásögn hennar fær líka stoð í læknisvottorði sem er meðal gagna málsins. Þá báru bæði vitni og ákærði að konan hefði brugðist illa við framkomu karlsins og verið brugðið. Þá kannaðist eiginmaðurinn ekki við að ákærði hefði faðmað sig með þeim hætti sem ákærði hélt fram. Í skýrslutöku hjá lögreglu, tveimur mánuðum eftir atvikið, bar hinn dæmdi að brotaþoli hefði tekið svo fast á fingri sér, þegar hann tók utan um hana, að hann væri enn þá bólginn. Að mati dómsins renndi það stoðum undir fullyrðingar konunnar að hún hefði þurft að beita hörku til að losa sig. Faðmlagið hefði því verið óumbeðið. Í niðurstöðu dómsins segir að karlinum hefði mátt gera sér ljóst að háttsemin væri í óþökk konunnar. Það gæti valdið henni ótta.Brjóst mjög tengd kynlífi „Slík háttsemi geti ekki talist eðlileg í samskiptum fólks sem ekki er vel til vina. Brjóst eru líkamshlutar sem mjög eru tengd kynlífi og þá kynfrelsi fólks, sjálfsákvörðunarrétti og frelsi og friðhelgi einstaklings á sviði kynlífs, sem ákvæði 199. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1040 er ætlað að standa vörð um,“ segir í dómnum. Sömuleiðis gildi í samskiptum manna reglur, siðir og venjur um samskiptahætti þegar í hlut eiga nefndir líkamshlutar. „Það að ákærði hafi tamið sér slíka háttsemi sem málið varðar eða viðhafi við sérstakar aðstæður, eins og á sjómannadaginn, getur að mati dómsins ekki leyst hann undan sök.“ Var karlinn dæmdur í tveggja mánaða fangelsi og til að greiða konunni rúmlega 300 þúsund krónur auk sakarkostnaðar. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Fleiri fréttir Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Sjá meira
Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni með því að grípa um brjóst nær ókunnugrar konu á dansleik á sjómannadaginn í fyrra. Héraðsdómur Vestfjarða kvað upp dóm sinn á dögunum. Lýsing hins dæmda karlmanns og konunnar á atvikum var æði ólík. Karlinn sagðist hafa komið að hjónum aftan frá og knúsað karlinn. Það væri kveðja sem hann framkvæmdi oft en hann þekkti hann. Konan hafi spurt hvort hún fengi ekki viðlíka kveðju og hann varð við því. Knúsaði hann hana aftan frá og hafi tilgangurinn verið allt annar en kynferðislegur. Hann útilokaði ekki að hafa tekið utan um bæði brjóst konunnar með lófum sínum. Konan hafi hins vegar tekið í fingur hans og spurt hvort hún ætti að fingurbrjóta hann. Hún hefði verið æst og það hefði honum þótt leiðinlegt og beðist afsökunar.Því hún var með svo flott brjóst Framburður konunnar, eiginmanns hennar og annarra vitna var á annan veg. Konan lýsti því hvernig hún hefði staðið og horft á sviðið með manni sínum þegar einhver kom að henni aftan frá, greip um bæði brjóst hennar og þrýsti sér upp að henni svo hann hélt henni fastri. Tókst henni að losa sig og spurði karlinn hvers vegna hann hefði gert þetta. Svarið hefði verið að hún væri með svo flott brjóst. Þá hefði hinn dæmdi ekki knúsað karl hennar og hún kannaðist ekkert við að hafa beðið um faðmlag. Framburður eiginmannsins var á sama veg og konunnar. Framburður konunnar um atvik fyrir dómi var að mati dómsins trúverðugur og studdist við framburð vitna. Frásögn hennar fær líka stoð í læknisvottorði sem er meðal gagna málsins. Þá báru bæði vitni og ákærði að konan hefði brugðist illa við framkomu karlsins og verið brugðið. Þá kannaðist eiginmaðurinn ekki við að ákærði hefði faðmað sig með þeim hætti sem ákærði hélt fram. Í skýrslutöku hjá lögreglu, tveimur mánuðum eftir atvikið, bar hinn dæmdi að brotaþoli hefði tekið svo fast á fingri sér, þegar hann tók utan um hana, að hann væri enn þá bólginn. Að mati dómsins renndi það stoðum undir fullyrðingar konunnar að hún hefði þurft að beita hörku til að losa sig. Faðmlagið hefði því verið óumbeðið. Í niðurstöðu dómsins segir að karlinum hefði mátt gera sér ljóst að háttsemin væri í óþökk konunnar. Það gæti valdið henni ótta.Brjóst mjög tengd kynlífi „Slík háttsemi geti ekki talist eðlileg í samskiptum fólks sem ekki er vel til vina. Brjóst eru líkamshlutar sem mjög eru tengd kynlífi og þá kynfrelsi fólks, sjálfsákvörðunarrétti og frelsi og friðhelgi einstaklings á sviði kynlífs, sem ákvæði 199. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1040 er ætlað að standa vörð um,“ segir í dómnum. Sömuleiðis gildi í samskiptum manna reglur, siðir og venjur um samskiptahætti þegar í hlut eiga nefndir líkamshlutar. „Það að ákærði hafi tamið sér slíka háttsemi sem málið varðar eða viðhafi við sérstakar aðstæður, eins og á sjómannadaginn, getur að mati dómsins ekki leyst hann undan sök.“ Var karlinn dæmdur í tveggja mánaða fangelsi og til að greiða konunni rúmlega 300 þúsund krónur auk sakarkostnaðar.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Fleiri fréttir Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Sjá meira