Undirbúningur fyrir Secret Solstice 2020 hafinn eftir vel heppnaða hátíð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. júní 2019 13:56 Undirbúningur fyrir hátíð næsta árs er hafinn. Secret Solstice Secret Solstice-tónlistarhátíðin sem haldin var um helgina og lauk í gær gekk vel að sögn Jóns Bjarna Steinssonar, upplýsingafulltrúa hátíðarinnar. Gestafjöldi var á því bili sem skipuleggjendur bjuggust við og ríkti almenn ánægja meðal íbúa í nágrenni við hátíðina. Skipuleggjendur kunna lögreglu, slökkviliði og borgarstarfsmönnum sérstakar þakkir fyrir gott samstarf. „Mér fannst almenn gleði í dalnum. Nágrannarnir virðast vera mjög sáttir miðað við umræður í nágrannagrúbbum. Það er góð tilbreyting,“ segir Jón Bjarni. Síðustu ár, og þá sérstaklega í fyrra, gætti nokkurrar óánægju með hátíðina meðal íbúa Laugardalsins. Hávaði, eiturlyfjaneysla og slæm umgengi voru þá helstu umkvörtunarefni íbúa í grennd við hátíðarsvæðið.Sjá einnig: Helmingi færri fíkniefnamál og engin hávaðakvörtun „Við erum bara mjög sátt. Gæslan gekk vel, kannski var hún extra hörð í ár, einhverjir kvörtuðu yfir því en það er bara ágætt. Það eru bara menn að vinna vinnuna sína.“Gestafjöldi og fjármál í takt við áætlanir skipuleggjenda Aðspurður segir Jón Bjarni að fjöldi gesta hafi verið einhvers staðar á bilinu tíu til ellefu þúsund manns. „Það var það sem við áætluðum. Þetta var bara allt eftir bókinni.“Jón Bjarni Steinsson, upplýsingafulltrúi Secret Solstice.Þá hafi tekjur hátíðarinnar einnig stemmt við það sem lagt var upp með, miðað við fyrstu tölur. Þó er ekki endanlega búið að gera alla hátíðina upp og því ekki komin nákvæm lokatala á afkomu hátíðarinnar. „Þetta er bara sirka það sem við áttum von á, það er enn þá verið að gera upp barin og svona. Þetta lítur allavega þannig út að við erum bara í góðum málum,“ segir Jón Bjarni.Undirbúningur fyrir næsta ár hafinn Aðspurður hvort Solstice-hátíðin haldi velli og verði sett upp aftur á sama tíma að ári svarar Jón Bjarni því játandi. „Að sjálfsögðu. Við erum búin að setja tilboð í listamenn til að headline-a þetta [stærstu nöfnin sem koma fram á hátíðinni] næsta sumar. Það er bara allt í gangi,“ segir Jón Bjarni og bætir við að senn fari að koma að miðasölu fyrir Solstice 2020. „Þetta verður stórt,“ hefur Jón Bjarni að segja um hátíðina á næsta ári. Kann samstarfsaðilum bestu þakkir Jón Bjarni segir samstarf við alla utanaðkomandi aðila hafa verið til fyrirmyndar. „Mig langar að þakka sérstaklega fyrir frábært samstarf við borgina, starfsfólk frístundamiðstöðva, lögregluna og slökkviliðið. Þetta er búið að ganga ofboðslega vel. Samstarfið var frábært og mig langar að þakka þessum aðilum sérstaklega fyrir.“ Reykjavík Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Will.i.am. gáttaður á kvöldsólinni "Klukkan er 23:11, við erum á Íslandi og sólin er enn á lofti!“ sagði tónlistarmaðurinn will.i.am í sögu á Instagram. 22. júní 2019 16:11 10 þúsund manns á Secret Solstice í gær Talið er að um 10.000 manns hafi verið á Secret Solstice í gærkvöldi 23. júní 2019 07:11 Lögreglan hafi gengið of langt í Laugardalnum Samtök um borgaraleg réttindi gagnrýna framgöngu lögreglu á Secret Solstice í gær. 22. júní 2019 14:02 Helmingi færri fíkniefnamál og engin hávaðakvörtun Helmingi færri fíkniefnamál hafa komið upp á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í ár en í fyrra og lögreglu hefur ekki borist nein hávaðakvörtun. Lögregla telur hátíðina hafa farið vel fram enda voru færri á svæðinu og mikil gæsla. Tvö fíkniefnamál eru til rannsóknar en í öðrum tilvikum var um neysluskammta að ræða. 23. júní 2019 19:15 Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Secret Solstice-tónlistarhátíðin sem haldin var um helgina og lauk í gær gekk vel að sögn Jóns Bjarna Steinssonar, upplýsingafulltrúa hátíðarinnar. Gestafjöldi var á því bili sem skipuleggjendur bjuggust við og ríkti almenn ánægja meðal íbúa í nágrenni við hátíðina. Skipuleggjendur kunna lögreglu, slökkviliði og borgarstarfsmönnum sérstakar þakkir fyrir gott samstarf. „Mér fannst almenn gleði í dalnum. Nágrannarnir virðast vera mjög sáttir miðað við umræður í nágrannagrúbbum. Það er góð tilbreyting,“ segir Jón Bjarni. Síðustu ár, og þá sérstaklega í fyrra, gætti nokkurrar óánægju með hátíðina meðal íbúa Laugardalsins. Hávaði, eiturlyfjaneysla og slæm umgengi voru þá helstu umkvörtunarefni íbúa í grennd við hátíðarsvæðið.Sjá einnig: Helmingi færri fíkniefnamál og engin hávaðakvörtun „Við erum bara mjög sátt. Gæslan gekk vel, kannski var hún extra hörð í ár, einhverjir kvörtuðu yfir því en það er bara ágætt. Það eru bara menn að vinna vinnuna sína.“Gestafjöldi og fjármál í takt við áætlanir skipuleggjenda Aðspurður segir Jón Bjarni að fjöldi gesta hafi verið einhvers staðar á bilinu tíu til ellefu þúsund manns. „Það var það sem við áætluðum. Þetta var bara allt eftir bókinni.“Jón Bjarni Steinsson, upplýsingafulltrúi Secret Solstice.Þá hafi tekjur hátíðarinnar einnig stemmt við það sem lagt var upp með, miðað við fyrstu tölur. Þó er ekki endanlega búið að gera alla hátíðina upp og því ekki komin nákvæm lokatala á afkomu hátíðarinnar. „Þetta er bara sirka það sem við áttum von á, það er enn þá verið að gera upp barin og svona. Þetta lítur allavega þannig út að við erum bara í góðum málum,“ segir Jón Bjarni.Undirbúningur fyrir næsta ár hafinn Aðspurður hvort Solstice-hátíðin haldi velli og verði sett upp aftur á sama tíma að ári svarar Jón Bjarni því játandi. „Að sjálfsögðu. Við erum búin að setja tilboð í listamenn til að headline-a þetta [stærstu nöfnin sem koma fram á hátíðinni] næsta sumar. Það er bara allt í gangi,“ segir Jón Bjarni og bætir við að senn fari að koma að miðasölu fyrir Solstice 2020. „Þetta verður stórt,“ hefur Jón Bjarni að segja um hátíðina á næsta ári. Kann samstarfsaðilum bestu þakkir Jón Bjarni segir samstarf við alla utanaðkomandi aðila hafa verið til fyrirmyndar. „Mig langar að þakka sérstaklega fyrir frábært samstarf við borgina, starfsfólk frístundamiðstöðva, lögregluna og slökkviliðið. Þetta er búið að ganga ofboðslega vel. Samstarfið var frábært og mig langar að þakka þessum aðilum sérstaklega fyrir.“
Reykjavík Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Will.i.am. gáttaður á kvöldsólinni "Klukkan er 23:11, við erum á Íslandi og sólin er enn á lofti!“ sagði tónlistarmaðurinn will.i.am í sögu á Instagram. 22. júní 2019 16:11 10 þúsund manns á Secret Solstice í gær Talið er að um 10.000 manns hafi verið á Secret Solstice í gærkvöldi 23. júní 2019 07:11 Lögreglan hafi gengið of langt í Laugardalnum Samtök um borgaraleg réttindi gagnrýna framgöngu lögreglu á Secret Solstice í gær. 22. júní 2019 14:02 Helmingi færri fíkniefnamál og engin hávaðakvörtun Helmingi færri fíkniefnamál hafa komið upp á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í ár en í fyrra og lögreglu hefur ekki borist nein hávaðakvörtun. Lögregla telur hátíðina hafa farið vel fram enda voru færri á svæðinu og mikil gæsla. Tvö fíkniefnamál eru til rannsóknar en í öðrum tilvikum var um neysluskammta að ræða. 23. júní 2019 19:15 Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Will.i.am. gáttaður á kvöldsólinni "Klukkan er 23:11, við erum á Íslandi og sólin er enn á lofti!“ sagði tónlistarmaðurinn will.i.am í sögu á Instagram. 22. júní 2019 16:11
10 þúsund manns á Secret Solstice í gær Talið er að um 10.000 manns hafi verið á Secret Solstice í gærkvöldi 23. júní 2019 07:11
Lögreglan hafi gengið of langt í Laugardalnum Samtök um borgaraleg réttindi gagnrýna framgöngu lögreglu á Secret Solstice í gær. 22. júní 2019 14:02
Helmingi færri fíkniefnamál og engin hávaðakvörtun Helmingi færri fíkniefnamál hafa komið upp á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í ár en í fyrra og lögreglu hefur ekki borist nein hávaðakvörtun. Lögregla telur hátíðina hafa farið vel fram enda voru færri á svæðinu og mikil gæsla. Tvö fíkniefnamál eru til rannsóknar en í öðrum tilvikum var um neysluskammta að ræða. 23. júní 2019 19:15