Gunnlaugur Th. Einarsson hefur verið ráðinn upplýsingatæknistjóri Origo. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.
„Upplýsingatæknistjóri hefur snertifleti við alla starfssemi Origo, þvert á svið og stjórnskipulag. Hann starfar náið með fjölda upplýsingatæknisérfræðinga við að endurmeta viðskiptaferla, innleiða stefnu og markmið fyrirtækisins í tæknimálum og kortleggja framtíðarsýn þess,“ segir í tilkynningunni.
Gunnlaugur, sem er með BS í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands, hóf störf hjá forvera Origo, Nýherja, árið 2001. Nú síðast hefur hann starfað sem tæknistjóri hjá viðskiptalausnum Origo.
Upplýsingar bætast við titilinn
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

„Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart
Viðskipti innlent

Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni
Viðskipti innlent


Þórdís til dómsmálaráðuneytisins
Viðskipti innlent

Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“
Viðskipti innlent

Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO
Viðskipti innlent



