Sjálfsmyndin Davíð Stefánsson skrifar 23. júní 2019 08:00 Dagleg orðræða vill oft einkennast af neikvæðni og átökum. Þetta á við of marga af talsmönnum einangrunar og þjóðrembu sem draga í efa nauðsyn alþjóðasamvinnu. Þeir finna sér stöðugt tilefni til að mótmæla alþjóðlegum skuldbindingum og Evrópusamvinnu. Tilhneigingin er reyndar oft sú að væringar og óvissa á alþjóðavettvangi verði til þess að þjóðir beini sjónum sínum inn á við. Þetta þarf ekki að vera neikvætt en verður það samt oft. Óttinn rekur fólk og jafnvel þjóðir til einangrunar með tilheyrandi fordómum og heift í garð þeirra sem fylgja öðrum siðum og venjum. Þetta hafa innflytjendur víðs vegar um heim fengið að reyna, ekki síst þeir er hafa önnur trúarbrögð en heimamenn. Þessi viðhorf ganga gegn tímans takti enda kalla áskoranir dagsins á samvinnu þjóða. Við Íslendingar erum æ meira tengdir. Misskipting auðs og valda í öðrum heimsálfum kann jafnvel að hafa áhrif á þjóðaröryggi okkar. Áskoranir varðandi upplýsingamengun og loftslagsmál eru okkar allra, svo eitthvað sé nefnt. Lífskjör þjóðarinnar verða ekki bætt án virkrar alþjóðaþátttöku og aðgangi að mörkuðum. Það voru því góðar fréttir er bárust af niðurstöðum könnunar, sem gerð var fyrir utanríkisráðuneytið, um viðhorf Íslendinga til alþjóðasamstarfs. Þar kemur fram að þorri Íslendinga er jákvæður í garð alþjóðastofnana og þátttöku Íslands almennt í alþjóðlegu samstarfi. Drjúgur meirihluti Íslendinga telur hagsæld landsins byggjast að miklu leyti á alþjóðlegri samvinnu, eða um 73,6 prósent. Þá telja 78,3 prósent hagsæld Íslands byggja á alþjóðaviðskiptum. Íslendingar eru sérlega jákvæðir í garð norræns samstarfs en 92 prósent landsmanna eru jákvæð gagnvart virkri þátttöku Íslands í Norðurlandasamstarfi. Þetta liggur í sameiginlegri sögu og gildum Norðurlandanna og svipaðri samfélagsgerð. Sama gildir um þátttöku Íslands í störfum Sameinuðu þjóðanna þar sem 77,9 prósent þjóðarinnar styðja það starf. Stuðningurinn við Evrópska efnahagssvæðið var einnig afgerandi. Um 55 prósent landsmanna eru jákvæð í garð samningsins um Evrópska efnahagssvæðið en einungis 11,8 prósent eru neikvæð. Utanríkisráðherra Guðlaugur Þór var að vonum ánægður. „Það er ánægjulegt að sjá hversu alþjóðlega sinnaðir Íslendingar eru almennt og greinilegt að flestir vilja að Ísland taki áfram virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi, sérstaklega norrænu samstarfi og á vettvangi Sameinuðu þjóðanna,“ segir hann. Umfram allt dregur könnunin fram jákvæða sjálfsmynd þjóðar. Þetta er frjálslynd, bjartsýn og alþjóðasinnuð þjóð. Talsmenn grámósku, einangrunarhyggju og ótta við hið óþekkta kunna að vera háværir á torgum en þeir tala ekki í nafni þjóðarinnar. Hér skiptir engu þótt þeir leiði stjórnmálaflokka eða fara fyrir fjölmiðlum. Þetta er þjóð sem þorir, vill og getur, svo vitnað sé til forsætisráðherra á þjóðhátíðardegi. Það er harla gott veganesti til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Dagleg orðræða vill oft einkennast af neikvæðni og átökum. Þetta á við of marga af talsmönnum einangrunar og þjóðrembu sem draga í efa nauðsyn alþjóðasamvinnu. Þeir finna sér stöðugt tilefni til að mótmæla alþjóðlegum skuldbindingum og Evrópusamvinnu. Tilhneigingin er reyndar oft sú að væringar og óvissa á alþjóðavettvangi verði til þess að þjóðir beini sjónum sínum inn á við. Þetta þarf ekki að vera neikvætt en verður það samt oft. Óttinn rekur fólk og jafnvel þjóðir til einangrunar með tilheyrandi fordómum og heift í garð þeirra sem fylgja öðrum siðum og venjum. Þetta hafa innflytjendur víðs vegar um heim fengið að reyna, ekki síst þeir er hafa önnur trúarbrögð en heimamenn. Þessi viðhorf ganga gegn tímans takti enda kalla áskoranir dagsins á samvinnu þjóða. Við Íslendingar erum æ meira tengdir. Misskipting auðs og valda í öðrum heimsálfum kann jafnvel að hafa áhrif á þjóðaröryggi okkar. Áskoranir varðandi upplýsingamengun og loftslagsmál eru okkar allra, svo eitthvað sé nefnt. Lífskjör þjóðarinnar verða ekki bætt án virkrar alþjóðaþátttöku og aðgangi að mörkuðum. Það voru því góðar fréttir er bárust af niðurstöðum könnunar, sem gerð var fyrir utanríkisráðuneytið, um viðhorf Íslendinga til alþjóðasamstarfs. Þar kemur fram að þorri Íslendinga er jákvæður í garð alþjóðastofnana og þátttöku Íslands almennt í alþjóðlegu samstarfi. Drjúgur meirihluti Íslendinga telur hagsæld landsins byggjast að miklu leyti á alþjóðlegri samvinnu, eða um 73,6 prósent. Þá telja 78,3 prósent hagsæld Íslands byggja á alþjóðaviðskiptum. Íslendingar eru sérlega jákvæðir í garð norræns samstarfs en 92 prósent landsmanna eru jákvæð gagnvart virkri þátttöku Íslands í Norðurlandasamstarfi. Þetta liggur í sameiginlegri sögu og gildum Norðurlandanna og svipaðri samfélagsgerð. Sama gildir um þátttöku Íslands í störfum Sameinuðu þjóðanna þar sem 77,9 prósent þjóðarinnar styðja það starf. Stuðningurinn við Evrópska efnahagssvæðið var einnig afgerandi. Um 55 prósent landsmanna eru jákvæð í garð samningsins um Evrópska efnahagssvæðið en einungis 11,8 prósent eru neikvæð. Utanríkisráðherra Guðlaugur Þór var að vonum ánægður. „Það er ánægjulegt að sjá hversu alþjóðlega sinnaðir Íslendingar eru almennt og greinilegt að flestir vilja að Ísland taki áfram virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi, sérstaklega norrænu samstarfi og á vettvangi Sameinuðu þjóðanna,“ segir hann. Umfram allt dregur könnunin fram jákvæða sjálfsmynd þjóðar. Þetta er frjálslynd, bjartsýn og alþjóðasinnuð þjóð. Talsmenn grámósku, einangrunarhyggju og ótta við hið óþekkta kunna að vera háværir á torgum en þeir tala ekki í nafni þjóðarinnar. Hér skiptir engu þótt þeir leiði stjórnmálaflokka eða fara fyrir fjölmiðlum. Þetta er þjóð sem þorir, vill og getur, svo vitnað sé til forsætisráðherra á þjóðhátíðardegi. Það er harla gott veganesti til framtíðar.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun