Mikil fólksfækkun í Evrópu til 2100 Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. júní 2019 06:00 Meðalaldur í Evrópu er hár og er von á fólksfækkun. Nordicphotos/AFP Íbúar Evrópu verða um 630 milljónir árið 2100. Það er 117 milljónum færra en í ár. Þetta er á meðal þess sem kom fram í nýrri mannfjöldaskýrslu sem mannfjöldadeild Sameinuðu þjóðanna birti fyrr í vikunni. Hins vegar mun íbúum heims fjölga talsvert heilt yfir. Búist er við því að jarðarbúar verði 9,7 milljarðar um miðja öld og að fjölgunin muni ná hápunkti árið 2100, verða 10,9 milljarðar. Á meðan Evrópubúum mun fækka er talið að það verði fólksfjöldasprenging í Afríku sunnan Sahara. Þar gæti fólksfjöldi tvöfaldast á næstu þrjátíu árum. Indverjum heldur áfram að fjölga og verður þjóðin sú fjölmennasta í heimi í kringum árið 2027. Fæðingartíðni í heiminum hefur lækkað undanfarna áratugi og lítur því út, eins og áður segir, að fjölgunin toppi um næstu aldamót. Meðalkonan átti 3,2 börn árið 1990, 2,5 barn í ár og um miðja öld mun talan standa í 2,2. Ríki Evrópusambandsins og Japan hafa verið á undan þessari þróun og er fæðingatíðni þar vel undir þeim 2,1 sem sagt er nauðsynlegt til að viðhalda fólksfjölda í skýrslunni. Fæðingartíðni í Evrópusambandinu er um 1,6 og um 1,8 í Japan. Á Íslandi stóð talan í 1,7 á síðasta ári. Þessi þróun sem nú þegar má greina í Evrópu, Japan og víðar þýðir að samfélög verða eldri. Samkvæmt skýrslu sem framkvæmdastjórn ESB birti á síðasta ári er horft fram á að fólki á milli fimmtán og 64 ára, það er að segja sá hluti samfélagsins sem tekur hvað virkastan þátt í atvinnulífinu, muni fækka úr 333 milljónum árið 2016 í 292 milljónir árið 2070. „Spár gera ráð fyrir því að fjárhagsleg áhrif þessa verði mikil fyrir öll aðildarríki og að áhrifin verði strax ljós á næstu tveimur áratugum. Innan Evrópusambandsins er búist við því að heildarkostnaður öldrunar, það er eftirlaunagreiðslna, heilbrigðisþjónustu, menntunar og atvinnuleysisbóta, aukist um um 1,7 prósentustig og verði því 26,7 prósent af vergri landsframleiðslu,“ sagði í tilkynningu um þá skýrslu. Þessi lága fæðingartíðni og hækkandi meðalaldur hefur í för með sér, samkvæmt umfjöllun The New York Times um skýrslu SÞ, erfiðleika við að viðhalda grunnstoðum velferðarkerfis vegna þess aukna álags sem von er á. Og að því er kemur fram í umfjöllun Sameinuðu þjóðanna um þau vandamál sem fylgja öldrun samfélaga er um að ræða eina stærstu breytingu 21. aldarinnar „sem hefur áhrif á nærri öll svið samfélagsins, þar á meðal atvinnumál, fjármálakerfi og eftirspurn eftir vörum og þjónustu“. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Íbúar Evrópu verða um 630 milljónir árið 2100. Það er 117 milljónum færra en í ár. Þetta er á meðal þess sem kom fram í nýrri mannfjöldaskýrslu sem mannfjöldadeild Sameinuðu þjóðanna birti fyrr í vikunni. Hins vegar mun íbúum heims fjölga talsvert heilt yfir. Búist er við því að jarðarbúar verði 9,7 milljarðar um miðja öld og að fjölgunin muni ná hápunkti árið 2100, verða 10,9 milljarðar. Á meðan Evrópubúum mun fækka er talið að það verði fólksfjöldasprenging í Afríku sunnan Sahara. Þar gæti fólksfjöldi tvöfaldast á næstu þrjátíu árum. Indverjum heldur áfram að fjölga og verður þjóðin sú fjölmennasta í heimi í kringum árið 2027. Fæðingartíðni í heiminum hefur lækkað undanfarna áratugi og lítur því út, eins og áður segir, að fjölgunin toppi um næstu aldamót. Meðalkonan átti 3,2 börn árið 1990, 2,5 barn í ár og um miðja öld mun talan standa í 2,2. Ríki Evrópusambandsins og Japan hafa verið á undan þessari þróun og er fæðingatíðni þar vel undir þeim 2,1 sem sagt er nauðsynlegt til að viðhalda fólksfjölda í skýrslunni. Fæðingartíðni í Evrópusambandinu er um 1,6 og um 1,8 í Japan. Á Íslandi stóð talan í 1,7 á síðasta ári. Þessi þróun sem nú þegar má greina í Evrópu, Japan og víðar þýðir að samfélög verða eldri. Samkvæmt skýrslu sem framkvæmdastjórn ESB birti á síðasta ári er horft fram á að fólki á milli fimmtán og 64 ára, það er að segja sá hluti samfélagsins sem tekur hvað virkastan þátt í atvinnulífinu, muni fækka úr 333 milljónum árið 2016 í 292 milljónir árið 2070. „Spár gera ráð fyrir því að fjárhagsleg áhrif þessa verði mikil fyrir öll aðildarríki og að áhrifin verði strax ljós á næstu tveimur áratugum. Innan Evrópusambandsins er búist við því að heildarkostnaður öldrunar, það er eftirlaunagreiðslna, heilbrigðisþjónustu, menntunar og atvinnuleysisbóta, aukist um um 1,7 prósentustig og verði því 26,7 prósent af vergri landsframleiðslu,“ sagði í tilkynningu um þá skýrslu. Þessi lága fæðingartíðni og hækkandi meðalaldur hefur í för með sér, samkvæmt umfjöllun The New York Times um skýrslu SÞ, erfiðleika við að viðhalda grunnstoðum velferðarkerfis vegna þess aukna álags sem von er á. Og að því er kemur fram í umfjöllun Sameinuðu þjóðanna um þau vandamál sem fylgja öldrun samfélaga er um að ræða eina stærstu breytingu 21. aldarinnar „sem hefur áhrif á nærri öll svið samfélagsins, þar á meðal atvinnumál, fjármálakerfi og eftirspurn eftir vörum og þjónustu“.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira