Helmingi færri fíkniefnamál og engin hávaðakvörtun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. júní 2019 19:15 Lögregla hefur verið með umfangsmikla gæslu á hátíðarsvæðinu. Helmingi færri fíkniefnamál hafa komið upp á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í ár en í fyrra og lögreglu hefur ekki borist nein hávaðakvörtun. Lögregla telur hátíðina hafa farið vel fram enda voru færri á svæðinu og mikil gæsla. Tvö fíkniefnamál eru til rannsóknar en í öðrum tilvikum var um neysluskammta að ræða. Á fyrsta degi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice á föstudag komu upp átján fíkniefnamál. Það eru töluvert færri en í fyrra þegar málin voru um þrjátíu á sama kvöldi. Í gær voru málin fimmtán á móti þrjátíu á sama kvöldi í fyrra. Málunum hefur því fækkað um helming milli ára og telur lögregla að það megi meðal annars rekja til þess að færri hafi verið á svæðinu í ár. Þegar mest lét í fyrra voru fimmtán þúsund manns í Laugardalnum. „Það voru í kringum sex þúsund manns á föstudagskvöldið og svo voru um tíu þúsund manns þarna í gær. Vonandi verður þetta eitthvað svipað í kvöld," segir Rafn Hilmar Guðmundsson, yfirvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tvö fíkniefnamál eru til rannsóknar hjá lögreglu eftir helgina þar sem gestir voru teknir með stærri skammta sem ætla má að hafi verið til sölu. Í öðrum málum var um neysluskammta að ræða. Þá er skýrsla tekin af viðkomandi á svæðinu og sekt fylgir. „Það er bara öll flóran, mest um kannabis en einnig amfetamín og kókaín," segir Rafn, aðspurður um efnin sem voru haldlögð. Lögregla hefur verið með mikinn viðbúnað á svæðinu, vopnað teymi frá sérsveit ríkislögreglustjóra auk tveggja hópa einkennisklæddra lögreglumanna og tveggja óeinkennisklæddra hópa. Þá hefur lögregla verið með tvö fíkniefnahunda á svæðinu auk tveggja hunda á vegum Tollstjóra sem eru í þjálfun. Flest fíkniefnamálin komust upp með hjálp hundanna. Hópur íbúa í Laugardalnum hefur beitt sér fyrir því að hátíðin hverfi úr Laugardalnum vegna ónæðis. Í fyrra bárust lögreglu sautján kvartanir vegna hávaða frá hátíðinni en í ár hefur engin kvörtun borist. „Enda er hátíðin núna búin fyrir miðnætti, segir Rafn og bætir við að það sé góð breyting. Lögreglumál Reykjavík Secret Solstice Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira
Helmingi færri fíkniefnamál hafa komið upp á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í ár en í fyrra og lögreglu hefur ekki borist nein hávaðakvörtun. Lögregla telur hátíðina hafa farið vel fram enda voru færri á svæðinu og mikil gæsla. Tvö fíkniefnamál eru til rannsóknar en í öðrum tilvikum var um neysluskammta að ræða. Á fyrsta degi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice á föstudag komu upp átján fíkniefnamál. Það eru töluvert færri en í fyrra þegar málin voru um þrjátíu á sama kvöldi. Í gær voru málin fimmtán á móti þrjátíu á sama kvöldi í fyrra. Málunum hefur því fækkað um helming milli ára og telur lögregla að það megi meðal annars rekja til þess að færri hafi verið á svæðinu í ár. Þegar mest lét í fyrra voru fimmtán þúsund manns í Laugardalnum. „Það voru í kringum sex þúsund manns á föstudagskvöldið og svo voru um tíu þúsund manns þarna í gær. Vonandi verður þetta eitthvað svipað í kvöld," segir Rafn Hilmar Guðmundsson, yfirvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tvö fíkniefnamál eru til rannsóknar hjá lögreglu eftir helgina þar sem gestir voru teknir með stærri skammta sem ætla má að hafi verið til sölu. Í öðrum málum var um neysluskammta að ræða. Þá er skýrsla tekin af viðkomandi á svæðinu og sekt fylgir. „Það er bara öll flóran, mest um kannabis en einnig amfetamín og kókaín," segir Rafn, aðspurður um efnin sem voru haldlögð. Lögregla hefur verið með mikinn viðbúnað á svæðinu, vopnað teymi frá sérsveit ríkislögreglustjóra auk tveggja hópa einkennisklæddra lögreglumanna og tveggja óeinkennisklæddra hópa. Þá hefur lögregla verið með tvö fíkniefnahunda á svæðinu auk tveggja hunda á vegum Tollstjóra sem eru í þjálfun. Flest fíkniefnamálin komust upp með hjálp hundanna. Hópur íbúa í Laugardalnum hefur beitt sér fyrir því að hátíðin hverfi úr Laugardalnum vegna ónæðis. Í fyrra bárust lögreglu sautján kvartanir vegna hávaða frá hátíðinni en í ár hefur engin kvörtun borist. „Enda er hátíðin núna búin fyrir miðnætti, segir Rafn og bætir við að það sé góð breyting.
Lögreglumál Reykjavík Secret Solstice Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira