Helmingi færri fíkniefnamál og engin hávaðakvörtun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. júní 2019 19:15 Lögregla hefur verið með umfangsmikla gæslu á hátíðarsvæðinu. Helmingi færri fíkniefnamál hafa komið upp á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í ár en í fyrra og lögreglu hefur ekki borist nein hávaðakvörtun. Lögregla telur hátíðina hafa farið vel fram enda voru færri á svæðinu og mikil gæsla. Tvö fíkniefnamál eru til rannsóknar en í öðrum tilvikum var um neysluskammta að ræða. Á fyrsta degi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice á föstudag komu upp átján fíkniefnamál. Það eru töluvert færri en í fyrra þegar málin voru um þrjátíu á sama kvöldi. Í gær voru málin fimmtán á móti þrjátíu á sama kvöldi í fyrra. Málunum hefur því fækkað um helming milli ára og telur lögregla að það megi meðal annars rekja til þess að færri hafi verið á svæðinu í ár. Þegar mest lét í fyrra voru fimmtán þúsund manns í Laugardalnum. „Það voru í kringum sex þúsund manns á föstudagskvöldið og svo voru um tíu þúsund manns þarna í gær. Vonandi verður þetta eitthvað svipað í kvöld," segir Rafn Hilmar Guðmundsson, yfirvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tvö fíkniefnamál eru til rannsóknar hjá lögreglu eftir helgina þar sem gestir voru teknir með stærri skammta sem ætla má að hafi verið til sölu. Í öðrum málum var um neysluskammta að ræða. Þá er skýrsla tekin af viðkomandi á svæðinu og sekt fylgir. „Það er bara öll flóran, mest um kannabis en einnig amfetamín og kókaín," segir Rafn, aðspurður um efnin sem voru haldlögð. Lögregla hefur verið með mikinn viðbúnað á svæðinu, vopnað teymi frá sérsveit ríkislögreglustjóra auk tveggja hópa einkennisklæddra lögreglumanna og tveggja óeinkennisklæddra hópa. Þá hefur lögregla verið með tvö fíkniefnahunda á svæðinu auk tveggja hunda á vegum Tollstjóra sem eru í þjálfun. Flest fíkniefnamálin komust upp með hjálp hundanna. Hópur íbúa í Laugardalnum hefur beitt sér fyrir því að hátíðin hverfi úr Laugardalnum vegna ónæðis. Í fyrra bárust lögreglu sautján kvartanir vegna hávaða frá hátíðinni en í ár hefur engin kvörtun borist. „Enda er hátíðin núna búin fyrir miðnætti, segir Rafn og bætir við að það sé góð breyting. Lögreglumál Reykjavík Secret Solstice Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Sjá meira
Helmingi færri fíkniefnamál hafa komið upp á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í ár en í fyrra og lögreglu hefur ekki borist nein hávaðakvörtun. Lögregla telur hátíðina hafa farið vel fram enda voru færri á svæðinu og mikil gæsla. Tvö fíkniefnamál eru til rannsóknar en í öðrum tilvikum var um neysluskammta að ræða. Á fyrsta degi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice á föstudag komu upp átján fíkniefnamál. Það eru töluvert færri en í fyrra þegar málin voru um þrjátíu á sama kvöldi. Í gær voru málin fimmtán á móti þrjátíu á sama kvöldi í fyrra. Málunum hefur því fækkað um helming milli ára og telur lögregla að það megi meðal annars rekja til þess að færri hafi verið á svæðinu í ár. Þegar mest lét í fyrra voru fimmtán þúsund manns í Laugardalnum. „Það voru í kringum sex þúsund manns á föstudagskvöldið og svo voru um tíu þúsund manns þarna í gær. Vonandi verður þetta eitthvað svipað í kvöld," segir Rafn Hilmar Guðmundsson, yfirvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tvö fíkniefnamál eru til rannsóknar hjá lögreglu eftir helgina þar sem gestir voru teknir með stærri skammta sem ætla má að hafi verið til sölu. Í öðrum málum var um neysluskammta að ræða. Þá er skýrsla tekin af viðkomandi á svæðinu og sekt fylgir. „Það er bara öll flóran, mest um kannabis en einnig amfetamín og kókaín," segir Rafn, aðspurður um efnin sem voru haldlögð. Lögregla hefur verið með mikinn viðbúnað á svæðinu, vopnað teymi frá sérsveit ríkislögreglustjóra auk tveggja hópa einkennisklæddra lögreglumanna og tveggja óeinkennisklæddra hópa. Þá hefur lögregla verið með tvö fíkniefnahunda á svæðinu auk tveggja hunda á vegum Tollstjóra sem eru í þjálfun. Flest fíkniefnamálin komust upp með hjálp hundanna. Hópur íbúa í Laugardalnum hefur beitt sér fyrir því að hátíðin hverfi úr Laugardalnum vegna ónæðis. Í fyrra bárust lögreglu sautján kvartanir vegna hávaða frá hátíðinni en í ár hefur engin kvörtun borist. „Enda er hátíðin núna búin fyrir miðnætti, segir Rafn og bætir við að það sé góð breyting.
Lögreglumál Reykjavík Secret Solstice Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Sjá meira