Gat ekki hafnað þessu boði Hjörvar Ólafsson skrifar 22. júní 2019 11:30 Hilmar Smári Henningsson. vísir/bára Hinn ungi og afar efnilegi körfuboltamaður Hilmar Smári Henningsson er á leið til spænska stórliðsins Valencia en hann lék einkar vel með uppeldisfélagi sínu Haukum á síðasta keppnistímabili. Þá hefur hann leikið vel í þeim leikjum sem hann hefur leikið með yngri landsliðum Íslands og var valinn í A-landsliðið sem lék á Smáþjóðleikunum fyrr í þessum mánuði. „Ég veit ekki hvernig þeir fréttu af mér eða í hvaða leikjum þeir skoðuðu mig. Þeir buðu mér hins vegar til æfinga í mars og ég varð sjokkeraður að félag af þeirri stærðargráðu sem Valencia er hefði áhuga á að sjá mig á æfingum. Þetta er lið sem ég hef fylgst með síðan ég var lítill strákur og er sterkt lið á spænskan og evrópskan mælikvarða. Liðið hefur undanfarin ár gert harða atlögu að spænska meistaratitlinum og komist langt í Evrópukeppnum,“ segir Hilmar Smári en Valencia vann Evrópubikarinn í vor. Var það fjórði sigur Valencia í Evrópubikarnum en liðið vann keppnina 2003, 2010 og 2014. Valencia varð Spánarmeistari árið 2017. „Ég stefndi alltaf að því að fara til Bandaríkjanna, fara þar í háskóla og spila körfubolta á háskólastyrk. Það var erfið ákvörðun að skipta um stefnu á ferlinum en þegar jafn stórt og sterkt lið og Valencia býður þér samning þá er ómögulegt að hafna því. Þetta eru tveir góðir kostir og erfitt var að velja hvorn ætti að taka,“ segir þessi frábæri leikstjórnandi um ákvörðun sína. „Ég æfði með aðalliðinu og líka varaliðinu þegar ég æfði hjá þeim í mars og tempóið og gæðin á æfingunum voru í ofboðslega háum gæðaflokki. Það eru allir leikmenn komnir til þess að leggja sig alla fram á æfingum og enginn afsláttur gefinn. Þetta eru frábærir körfuboltamenn og það var mjög gaman að æfa með þeim,“ segir Hilmar Smári um fyrstu kynni sín af Valencia. „Fyrsta árið mun ég einungis æfa og spila með varaliðinu sem er rekið sjálfstætt og spilar í B-deildinni. Það er hins vegar gott samstarf við aðallið Valencia og mikil samskipti á milli aðal- og varaliðsins. Þeir gerðu tveggja ára samning við mig með möguleika á framlengingu og staðan verður metin eftir hverja leiktíð fyrir sig,“ segir hann um fyrstu skrefin hjá nýju félagi. „Ég er á leiðinni með U-20 ára landsliðinu á Evrópumótið í júlí og þar ætla forráðamenn Valencia að horfa á mig spila og setja nánara plan fyrir mig. Ég veit ekki hversu vel þeir þekkja mig og það verður spennandi að sjá hvaða hugmyndir þeir hafa um mína framtíð hjá þeim. Ég mun flytja einn til Valencia í byrjun ágúst og það verða örugglega svolítið erfitt að standa á eigin fótum. Það verður aftur á móti það mikið í gangi hjá mér við að kynnast nýjum áherslum og auknu æfingaálagi þannig að mér mun pottþétt ekki leiðast,“ segir Hafnfirðingurinn. Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Sjá meira
Hinn ungi og afar efnilegi körfuboltamaður Hilmar Smári Henningsson er á leið til spænska stórliðsins Valencia en hann lék einkar vel með uppeldisfélagi sínu Haukum á síðasta keppnistímabili. Þá hefur hann leikið vel í þeim leikjum sem hann hefur leikið með yngri landsliðum Íslands og var valinn í A-landsliðið sem lék á Smáþjóðleikunum fyrr í þessum mánuði. „Ég veit ekki hvernig þeir fréttu af mér eða í hvaða leikjum þeir skoðuðu mig. Þeir buðu mér hins vegar til æfinga í mars og ég varð sjokkeraður að félag af þeirri stærðargráðu sem Valencia er hefði áhuga á að sjá mig á æfingum. Þetta er lið sem ég hef fylgst með síðan ég var lítill strákur og er sterkt lið á spænskan og evrópskan mælikvarða. Liðið hefur undanfarin ár gert harða atlögu að spænska meistaratitlinum og komist langt í Evrópukeppnum,“ segir Hilmar Smári en Valencia vann Evrópubikarinn í vor. Var það fjórði sigur Valencia í Evrópubikarnum en liðið vann keppnina 2003, 2010 og 2014. Valencia varð Spánarmeistari árið 2017. „Ég stefndi alltaf að því að fara til Bandaríkjanna, fara þar í háskóla og spila körfubolta á háskólastyrk. Það var erfið ákvörðun að skipta um stefnu á ferlinum en þegar jafn stórt og sterkt lið og Valencia býður þér samning þá er ómögulegt að hafna því. Þetta eru tveir góðir kostir og erfitt var að velja hvorn ætti að taka,“ segir þessi frábæri leikstjórnandi um ákvörðun sína. „Ég æfði með aðalliðinu og líka varaliðinu þegar ég æfði hjá þeim í mars og tempóið og gæðin á æfingunum voru í ofboðslega háum gæðaflokki. Það eru allir leikmenn komnir til þess að leggja sig alla fram á æfingum og enginn afsláttur gefinn. Þetta eru frábærir körfuboltamenn og það var mjög gaman að æfa með þeim,“ segir Hilmar Smári um fyrstu kynni sín af Valencia. „Fyrsta árið mun ég einungis æfa og spila með varaliðinu sem er rekið sjálfstætt og spilar í B-deildinni. Það er hins vegar gott samstarf við aðallið Valencia og mikil samskipti á milli aðal- og varaliðsins. Þeir gerðu tveggja ára samning við mig með möguleika á framlengingu og staðan verður metin eftir hverja leiktíð fyrir sig,“ segir hann um fyrstu skrefin hjá nýju félagi. „Ég er á leiðinni með U-20 ára landsliðinu á Evrópumótið í júlí og þar ætla forráðamenn Valencia að horfa á mig spila og setja nánara plan fyrir mig. Ég veit ekki hversu vel þeir þekkja mig og það verður spennandi að sjá hvaða hugmyndir þeir hafa um mína framtíð hjá þeim. Ég mun flytja einn til Valencia í byrjun ágúst og það verða örugglega svolítið erfitt að standa á eigin fótum. Það verður aftur á móti það mikið í gangi hjá mér við að kynnast nýjum áherslum og auknu æfingaálagi þannig að mér mun pottþétt ekki leiðast,“ segir Hafnfirðingurinn.
Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Sjá meira