Vaxtahækkunin niðurlægjandi fyrir verkalýðshreyfinguna Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. júní 2019 08:45 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sést hér við undirritun kjarasamninga þann 3. apríl síðastliðinn. Eitt af meginmarkmiðum samninganna var að skapa svigrúm fyrir vaxtalækkanir. vísir/vilhelm Rök stjórnarmanna í Lífeyrissjóði verzlunarmanna (LV) fyrir vaxtahækkun halda hvorki vatni né vindum að sögn formanns VR. Hann hvetur Fjármálaeftirlitið til að kanna forsendur hækkunarinnar sem hann telur hafa byggst á geðþótta og óljósri tilfinningu stjórnarmannanna. Hækkunin hafi verið niðurlægjandi fyrir verkalýðshreyfinguna, sem hafi lagt allt kapp á að lækka vexti í landinu.Fulltrúaráð VR samþykkti á fundi sínum í gærkvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í stjórn LV. Ástæða er óánægja stjórnar VR með boðaða hækkun á breytilegum vöxtum verðtryggðra sjóðfélagalána úr 2,06% í 2,26%. Meðal þeirra sem misstu umboð sitt er Ólafur Reimar Gunnarsson, sem var stjórnarformaður LV, en hann sagði jafnframt af sér sem stjórnarmaður í VR. Hann sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem hann segir illa vegið að sér og öðrum stjórnarmönnum LV með ákvörðun fulltrúaráðs VR. Vinnubrögð Ragnars Þórs hafi verið forkastanleg að mati Ólafs. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist þó í samtali við Bítið lítið kippa sér upp við slíkar yfirlýsingar, lífeyrissjóðirnir hafi til þessa verið reknir á forsendum atvinnulífsins og fjármálakerfisins. Þannig sé eðlilegt að almenningur spyrji sig hvort það sé yfirhöfuð eðlilegt að atvinnurekendur séu með sína fulltrúa í stjórnum lífeyrissjóða.Ólafur Reimar Gunnarsson sagði skilið við VR í gærkvöldi.Ragnar segir grundvallaratriðið í ákvörðun VR í gærkvöldi lúta að vaxtastiginu, enda hafi verið lögð rík áhersla á það við undirritun Lífskjarasamninganna svonefndu að ná niður vaxtastiginu í landinu. Þannig hafi verkalýðshreyfingin gefið eftir launahækkanir til að búa til svigrúm fyrir stýrivaxtalækkun, sem svo gæti skilað sér í lægri markaðsvöxtum. „Það sem gerist svo í kjölfarið, stuttu eftir stýrivaxtalækkun Seðlabankans upp á 50 punkta, þá kemur stjórnin [LV] saman og ákveður að hækka vexti á breytilegum vöxtum á verðtryggðum lánum. Fyrir mér var þetta ekki aðeins blaut tauska í andlitið á stjórn VR heldur verkalýðshreyfingunni allri og þetta var niðurlægjandi fyrir það sem við vorum að gera,“ segir Ragnar Þór. Vísar hann til þess að hækkunin hafi verið ákvörðuð af fólki sem VR skipaði í stjórn LV. Hækkunin sé þar að auki á skjön við þá almennu lækkun vaxta sem greina má á undanförnum fjórum árum. Rök lífeyrissjóðsins haldi því ekki vatni að sögn Ragnars, sem meðal annars er drepið á í fyrrnefndri yfirlýsingu ÓlafsReimars.Hagsmunir fólgnir í lægra vaxtastigi Ragnar Þór skorar á Fjármálaeftirlitið að kanna hækkunarákvörðun LV og hvaða útreikningar búa þar að baki. Hann lætur í veðri vaka að ákvörðunin hafi markast af óljósri tilfinningu stjórnarmanna fyrir því að vextir kynnu að hækka. Þar að auki hvetur hann einstaklinga sem eru með umrædd lán til að kanna réttarstöðu sína. Í yfirlýsingu Ólafs Reimars segir að það sé hlutverk stjórnar LV að standa vörð um hagsmuni allra sjóðsfélaga. Ragnar Þór tekur í sama streng en segir að hagsmunir sjóðsfélaga séu ekki síst fólgnir í því að halda vaxtastiginu lágu, það lækki afborganir af lánum sem svo leiðir til annarra verðlækkana. Spjall Ragnars Þórs við þáttastjórnendur Bítisins má heyra hér að neðan. Kjaramál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Fráfarandi stjórnarformaður LV telur illa að sér og öðrum stjórnarmönnum vegið Ólafur Reimar Gunnarsson, fráfarandi stjórnarmaður í VR og fráfarandi stjórnarformaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hefur sagt af sér sem stjórnarmaður í VR eftir að fulltrúaráð VR ákvað að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í stjórn LV. Hann telur illa vegið sér og öðrum stjórnarmönnum LV með ákvörðun fulltrúaráðs VR. 20. júní 2019 21:49 VR afturkallar umboð stjórnarmanna félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna Fulltrúaráð VR samþykkti í kvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða var samþykkt. 20. júní 2019 21:15 Svara Ragnari Þór og VR fullum hálsi Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna vísar fullyrðingum um annarlegan tilgang vaxtabreytinga sjóðsins til föðurhúsanna. 19. júní 2019 17:02 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Rök stjórnarmanna í Lífeyrissjóði verzlunarmanna (LV) fyrir vaxtahækkun halda hvorki vatni né vindum að sögn formanns VR. Hann hvetur Fjármálaeftirlitið til að kanna forsendur hækkunarinnar sem hann telur hafa byggst á geðþótta og óljósri tilfinningu stjórnarmannanna. Hækkunin hafi verið niðurlægjandi fyrir verkalýðshreyfinguna, sem hafi lagt allt kapp á að lækka vexti í landinu.Fulltrúaráð VR samþykkti á fundi sínum í gærkvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í stjórn LV. Ástæða er óánægja stjórnar VR með boðaða hækkun á breytilegum vöxtum verðtryggðra sjóðfélagalána úr 2,06% í 2,26%. Meðal þeirra sem misstu umboð sitt er Ólafur Reimar Gunnarsson, sem var stjórnarformaður LV, en hann sagði jafnframt af sér sem stjórnarmaður í VR. Hann sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem hann segir illa vegið að sér og öðrum stjórnarmönnum LV með ákvörðun fulltrúaráðs VR. Vinnubrögð Ragnars Þórs hafi verið forkastanleg að mati Ólafs. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist þó í samtali við Bítið lítið kippa sér upp við slíkar yfirlýsingar, lífeyrissjóðirnir hafi til þessa verið reknir á forsendum atvinnulífsins og fjármálakerfisins. Þannig sé eðlilegt að almenningur spyrji sig hvort það sé yfirhöfuð eðlilegt að atvinnurekendur séu með sína fulltrúa í stjórnum lífeyrissjóða.Ólafur Reimar Gunnarsson sagði skilið við VR í gærkvöldi.Ragnar segir grundvallaratriðið í ákvörðun VR í gærkvöldi lúta að vaxtastiginu, enda hafi verið lögð rík áhersla á það við undirritun Lífskjarasamninganna svonefndu að ná niður vaxtastiginu í landinu. Þannig hafi verkalýðshreyfingin gefið eftir launahækkanir til að búa til svigrúm fyrir stýrivaxtalækkun, sem svo gæti skilað sér í lægri markaðsvöxtum. „Það sem gerist svo í kjölfarið, stuttu eftir stýrivaxtalækkun Seðlabankans upp á 50 punkta, þá kemur stjórnin [LV] saman og ákveður að hækka vexti á breytilegum vöxtum á verðtryggðum lánum. Fyrir mér var þetta ekki aðeins blaut tauska í andlitið á stjórn VR heldur verkalýðshreyfingunni allri og þetta var niðurlægjandi fyrir það sem við vorum að gera,“ segir Ragnar Þór. Vísar hann til þess að hækkunin hafi verið ákvörðuð af fólki sem VR skipaði í stjórn LV. Hækkunin sé þar að auki á skjön við þá almennu lækkun vaxta sem greina má á undanförnum fjórum árum. Rök lífeyrissjóðsins haldi því ekki vatni að sögn Ragnars, sem meðal annars er drepið á í fyrrnefndri yfirlýsingu ÓlafsReimars.Hagsmunir fólgnir í lægra vaxtastigi Ragnar Þór skorar á Fjármálaeftirlitið að kanna hækkunarákvörðun LV og hvaða útreikningar búa þar að baki. Hann lætur í veðri vaka að ákvörðunin hafi markast af óljósri tilfinningu stjórnarmanna fyrir því að vextir kynnu að hækka. Þar að auki hvetur hann einstaklinga sem eru með umrædd lán til að kanna réttarstöðu sína. Í yfirlýsingu Ólafs Reimars segir að það sé hlutverk stjórnar LV að standa vörð um hagsmuni allra sjóðsfélaga. Ragnar Þór tekur í sama streng en segir að hagsmunir sjóðsfélaga séu ekki síst fólgnir í því að halda vaxtastiginu lágu, það lækki afborganir af lánum sem svo leiðir til annarra verðlækkana. Spjall Ragnars Þórs við þáttastjórnendur Bítisins má heyra hér að neðan.
Kjaramál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Fráfarandi stjórnarformaður LV telur illa að sér og öðrum stjórnarmönnum vegið Ólafur Reimar Gunnarsson, fráfarandi stjórnarmaður í VR og fráfarandi stjórnarformaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hefur sagt af sér sem stjórnarmaður í VR eftir að fulltrúaráð VR ákvað að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í stjórn LV. Hann telur illa vegið sér og öðrum stjórnarmönnum LV með ákvörðun fulltrúaráðs VR. 20. júní 2019 21:49 VR afturkallar umboð stjórnarmanna félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna Fulltrúaráð VR samþykkti í kvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða var samþykkt. 20. júní 2019 21:15 Svara Ragnari Þór og VR fullum hálsi Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna vísar fullyrðingum um annarlegan tilgang vaxtabreytinga sjóðsins til föðurhúsanna. 19. júní 2019 17:02 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Fráfarandi stjórnarformaður LV telur illa að sér og öðrum stjórnarmönnum vegið Ólafur Reimar Gunnarsson, fráfarandi stjórnarmaður í VR og fráfarandi stjórnarformaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hefur sagt af sér sem stjórnarmaður í VR eftir að fulltrúaráð VR ákvað að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í stjórn LV. Hann telur illa vegið sér og öðrum stjórnarmönnum LV með ákvörðun fulltrúaráðs VR. 20. júní 2019 21:49
VR afturkallar umboð stjórnarmanna félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna Fulltrúaráð VR samþykkti í kvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða var samþykkt. 20. júní 2019 21:15
Svara Ragnari Þór og VR fullum hálsi Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna vísar fullyrðingum um annarlegan tilgang vaxtabreytinga sjóðsins til föðurhúsanna. 19. júní 2019 17:02