Ólýsanleg töfrastund í Eyjum Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 21. júní 2019 06:00 Sigga spilar með Stjórninni á föstudagskvöld og Palli lýkur hátíðinni á sunnudagskvöld. Ketchup Creative Í dag verður tilkynnt að Stjórnin og Páll Óskar komi fram á Þjóðhátíð í Eyjum. Palli er öllu vanur þegar kemur að hátíðinni og hefur haldið sín margrómuðu Palla-böll. Sigríður Beinteinsdóttir, betur þekkt sem Sigga Beinteins, er að mæta á sína aðra Þjóðhátíð. Hún spilaði síðast, einmitt með Stjórninni, fyrir tæpum tuttugu árum. Sigga segir það enn vera að skýrast á hve miklu flakki hún verður um verslunarmannahelgina. „Þetta er bara allt að koma í ljós en við verðum í Eyjum á föstudagskvöldinu,“ segir Sigga og heldur svo áfram: „Við í Stjórninni erum að spila núna nánast hverja einustu helgi, erum bara á fullu úti um allt land. En ég er spennt að koma til Eyja, ég kom síðast þangað þegar ég spilaði einmitt með Stjórninni 1990. Ég hef einhvern veginn alltaf verið að spila bara allt annars staðar og ekki haft tækifæri til að mæta þangað til að skemmta mér.“ Hún segir markmið þeirra vera að skemmta fólki. „Við munum spila okkar þekktustu lög og keyra þetta upp á stuði,“ segir hún.xxxxxxxxxxxxxxxxPalli var nýkominn úr „sándtékki“ í Hörpu. „Ég mun ljúka Þjóðhátíð og verð síðastur á svið á stóra sviðinu. Ég byrja að spila að mig minnir í kringum klukkan þrjú um nóttina. Þetta hef ég gert margoft áður.“ Þetta er svo sannarlega ekki fyrsta Þjóðhátíð Palla og alveg 100% ekki sú síðasta ef marka má hve fallega hann talar um stemninguna. „Ég er oftast á sunnudeginum og þá er dagurinn hjá mér tvískiptur. Ég tek barnaskemmtun fyrst um daginn. Svo tek ég smástund í að jafna mig. Síðan byrja ég bara að gíra mig upp fyrir kvöldskemmtunina. Þá tek ég tveggja tíma Palla-ball.“ Hann segir að sér finnist þetta alltaf vera sama töfrastundin. „Mér finnst svo skemmtilegt að fá að gera þetta svona. Ég byrja að spila í myrkri og svo fæ ég að spila fyrir fólkið þar til að það tekur að birta. Stundum hef ég spilað undir stjörnubjörtum himninum og þegar ég er að taka síðasta lagið er sólin að rísa.“ Hann segir að sér finnist sólarupprásin vera svo túlkandi fyrir Þjóðhátíð í Eyjum og stemninguna sem þar er. „Þetta er eitthvað sem hvergi annars staðar er hægt að upplifa. Að fá að spila úti og það er æðislegt þegar það er fallegt veður, en það er líka alltaf frábær stemning þótt það rigni. Mér finnst það stórkostlegt. Og að vera með þessa brekku fyrir framan sig, það er ólýsanlegt.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Fleiri fréttir Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Sjá meira
Í dag verður tilkynnt að Stjórnin og Páll Óskar komi fram á Þjóðhátíð í Eyjum. Palli er öllu vanur þegar kemur að hátíðinni og hefur haldið sín margrómuðu Palla-böll. Sigríður Beinteinsdóttir, betur þekkt sem Sigga Beinteins, er að mæta á sína aðra Þjóðhátíð. Hún spilaði síðast, einmitt með Stjórninni, fyrir tæpum tuttugu árum. Sigga segir það enn vera að skýrast á hve miklu flakki hún verður um verslunarmannahelgina. „Þetta er bara allt að koma í ljós en við verðum í Eyjum á föstudagskvöldinu,“ segir Sigga og heldur svo áfram: „Við í Stjórninni erum að spila núna nánast hverja einustu helgi, erum bara á fullu úti um allt land. En ég er spennt að koma til Eyja, ég kom síðast þangað þegar ég spilaði einmitt með Stjórninni 1990. Ég hef einhvern veginn alltaf verið að spila bara allt annars staðar og ekki haft tækifæri til að mæta þangað til að skemmta mér.“ Hún segir markmið þeirra vera að skemmta fólki. „Við munum spila okkar þekktustu lög og keyra þetta upp á stuði,“ segir hún.xxxxxxxxxxxxxxxxPalli var nýkominn úr „sándtékki“ í Hörpu. „Ég mun ljúka Þjóðhátíð og verð síðastur á svið á stóra sviðinu. Ég byrja að spila að mig minnir í kringum klukkan þrjú um nóttina. Þetta hef ég gert margoft áður.“ Þetta er svo sannarlega ekki fyrsta Þjóðhátíð Palla og alveg 100% ekki sú síðasta ef marka má hve fallega hann talar um stemninguna. „Ég er oftast á sunnudeginum og þá er dagurinn hjá mér tvískiptur. Ég tek barnaskemmtun fyrst um daginn. Svo tek ég smástund í að jafna mig. Síðan byrja ég bara að gíra mig upp fyrir kvöldskemmtunina. Þá tek ég tveggja tíma Palla-ball.“ Hann segir að sér finnist þetta alltaf vera sama töfrastundin. „Mér finnst svo skemmtilegt að fá að gera þetta svona. Ég byrja að spila í myrkri og svo fæ ég að spila fyrir fólkið þar til að það tekur að birta. Stundum hef ég spilað undir stjörnubjörtum himninum og þegar ég er að taka síðasta lagið er sólin að rísa.“ Hann segir að sér finnist sólarupprásin vera svo túlkandi fyrir Þjóðhátíð í Eyjum og stemninguna sem þar er. „Þetta er eitthvað sem hvergi annars staðar er hægt að upplifa. Að fá að spila úti og það er æðislegt þegar það er fallegt veður, en það er líka alltaf frábær stemning þótt það rigni. Mér finnst það stórkostlegt. Og að vera með þessa brekku fyrir framan sig, það er ólýsanlegt.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Fleiri fréttir Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Sjá meira