Ólýsanleg töfrastund í Eyjum Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 21. júní 2019 06:00 Sigga spilar með Stjórninni á föstudagskvöld og Palli lýkur hátíðinni á sunnudagskvöld. Ketchup Creative Í dag verður tilkynnt að Stjórnin og Páll Óskar komi fram á Þjóðhátíð í Eyjum. Palli er öllu vanur þegar kemur að hátíðinni og hefur haldið sín margrómuðu Palla-böll. Sigríður Beinteinsdóttir, betur þekkt sem Sigga Beinteins, er að mæta á sína aðra Þjóðhátíð. Hún spilaði síðast, einmitt með Stjórninni, fyrir tæpum tuttugu árum. Sigga segir það enn vera að skýrast á hve miklu flakki hún verður um verslunarmannahelgina. „Þetta er bara allt að koma í ljós en við verðum í Eyjum á föstudagskvöldinu,“ segir Sigga og heldur svo áfram: „Við í Stjórninni erum að spila núna nánast hverja einustu helgi, erum bara á fullu úti um allt land. En ég er spennt að koma til Eyja, ég kom síðast þangað þegar ég spilaði einmitt með Stjórninni 1990. Ég hef einhvern veginn alltaf verið að spila bara allt annars staðar og ekki haft tækifæri til að mæta þangað til að skemmta mér.“ Hún segir markmið þeirra vera að skemmta fólki. „Við munum spila okkar þekktustu lög og keyra þetta upp á stuði,“ segir hún.xxxxxxxxxxxxxxxxPalli var nýkominn úr „sándtékki“ í Hörpu. „Ég mun ljúka Þjóðhátíð og verð síðastur á svið á stóra sviðinu. Ég byrja að spila að mig minnir í kringum klukkan þrjú um nóttina. Þetta hef ég gert margoft áður.“ Þetta er svo sannarlega ekki fyrsta Þjóðhátíð Palla og alveg 100% ekki sú síðasta ef marka má hve fallega hann talar um stemninguna. „Ég er oftast á sunnudeginum og þá er dagurinn hjá mér tvískiptur. Ég tek barnaskemmtun fyrst um daginn. Svo tek ég smástund í að jafna mig. Síðan byrja ég bara að gíra mig upp fyrir kvöldskemmtunina. Þá tek ég tveggja tíma Palla-ball.“ Hann segir að sér finnist þetta alltaf vera sama töfrastundin. „Mér finnst svo skemmtilegt að fá að gera þetta svona. Ég byrja að spila í myrkri og svo fæ ég að spila fyrir fólkið þar til að það tekur að birta. Stundum hef ég spilað undir stjörnubjörtum himninum og þegar ég er að taka síðasta lagið er sólin að rísa.“ Hann segir að sér finnist sólarupprásin vera svo túlkandi fyrir Þjóðhátíð í Eyjum og stemninguna sem þar er. „Þetta er eitthvað sem hvergi annars staðar er hægt að upplifa. Að fá að spila úti og það er æðislegt þegar það er fallegt veður, en það er líka alltaf frábær stemning þótt það rigni. Mér finnst það stórkostlegt. Og að vera með þessa brekku fyrir framan sig, það er ólýsanlegt.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Í dag verður tilkynnt að Stjórnin og Páll Óskar komi fram á Þjóðhátíð í Eyjum. Palli er öllu vanur þegar kemur að hátíðinni og hefur haldið sín margrómuðu Palla-böll. Sigríður Beinteinsdóttir, betur þekkt sem Sigga Beinteins, er að mæta á sína aðra Þjóðhátíð. Hún spilaði síðast, einmitt með Stjórninni, fyrir tæpum tuttugu árum. Sigga segir það enn vera að skýrast á hve miklu flakki hún verður um verslunarmannahelgina. „Þetta er bara allt að koma í ljós en við verðum í Eyjum á föstudagskvöldinu,“ segir Sigga og heldur svo áfram: „Við í Stjórninni erum að spila núna nánast hverja einustu helgi, erum bara á fullu úti um allt land. En ég er spennt að koma til Eyja, ég kom síðast þangað þegar ég spilaði einmitt með Stjórninni 1990. Ég hef einhvern veginn alltaf verið að spila bara allt annars staðar og ekki haft tækifæri til að mæta þangað til að skemmta mér.“ Hún segir markmið þeirra vera að skemmta fólki. „Við munum spila okkar þekktustu lög og keyra þetta upp á stuði,“ segir hún.xxxxxxxxxxxxxxxxPalli var nýkominn úr „sándtékki“ í Hörpu. „Ég mun ljúka Þjóðhátíð og verð síðastur á svið á stóra sviðinu. Ég byrja að spila að mig minnir í kringum klukkan þrjú um nóttina. Þetta hef ég gert margoft áður.“ Þetta er svo sannarlega ekki fyrsta Þjóðhátíð Palla og alveg 100% ekki sú síðasta ef marka má hve fallega hann talar um stemninguna. „Ég er oftast á sunnudeginum og þá er dagurinn hjá mér tvískiptur. Ég tek barnaskemmtun fyrst um daginn. Svo tek ég smástund í að jafna mig. Síðan byrja ég bara að gíra mig upp fyrir kvöldskemmtunina. Þá tek ég tveggja tíma Palla-ball.“ Hann segir að sér finnist þetta alltaf vera sama töfrastundin. „Mér finnst svo skemmtilegt að fá að gera þetta svona. Ég byrja að spila í myrkri og svo fæ ég að spila fyrir fólkið þar til að það tekur að birta. Stundum hef ég spilað undir stjörnubjörtum himninum og þegar ég er að taka síðasta lagið er sólin að rísa.“ Hann segir að sér finnist sólarupprásin vera svo túlkandi fyrir Þjóðhátíð í Eyjum og stemninguna sem þar er. „Þetta er eitthvað sem hvergi annars staðar er hægt að upplifa. Að fá að spila úti og það er æðislegt þegar það er fallegt veður, en það er líka alltaf frábær stemning þótt það rigni. Mér finnst það stórkostlegt. Og að vera með þessa brekku fyrir framan sig, það er ólýsanlegt.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“