Ólýsanleg töfrastund í Eyjum Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 21. júní 2019 06:00 Sigga spilar með Stjórninni á föstudagskvöld og Palli lýkur hátíðinni á sunnudagskvöld. Ketchup Creative Í dag verður tilkynnt að Stjórnin og Páll Óskar komi fram á Þjóðhátíð í Eyjum. Palli er öllu vanur þegar kemur að hátíðinni og hefur haldið sín margrómuðu Palla-böll. Sigríður Beinteinsdóttir, betur þekkt sem Sigga Beinteins, er að mæta á sína aðra Þjóðhátíð. Hún spilaði síðast, einmitt með Stjórninni, fyrir tæpum tuttugu árum. Sigga segir það enn vera að skýrast á hve miklu flakki hún verður um verslunarmannahelgina. „Þetta er bara allt að koma í ljós en við verðum í Eyjum á föstudagskvöldinu,“ segir Sigga og heldur svo áfram: „Við í Stjórninni erum að spila núna nánast hverja einustu helgi, erum bara á fullu úti um allt land. En ég er spennt að koma til Eyja, ég kom síðast þangað þegar ég spilaði einmitt með Stjórninni 1990. Ég hef einhvern veginn alltaf verið að spila bara allt annars staðar og ekki haft tækifæri til að mæta þangað til að skemmta mér.“ Hún segir markmið þeirra vera að skemmta fólki. „Við munum spila okkar þekktustu lög og keyra þetta upp á stuði,“ segir hún.xxxxxxxxxxxxxxxxPalli var nýkominn úr „sándtékki“ í Hörpu. „Ég mun ljúka Þjóðhátíð og verð síðastur á svið á stóra sviðinu. Ég byrja að spila að mig minnir í kringum klukkan þrjú um nóttina. Þetta hef ég gert margoft áður.“ Þetta er svo sannarlega ekki fyrsta Þjóðhátíð Palla og alveg 100% ekki sú síðasta ef marka má hve fallega hann talar um stemninguna. „Ég er oftast á sunnudeginum og þá er dagurinn hjá mér tvískiptur. Ég tek barnaskemmtun fyrst um daginn. Svo tek ég smástund í að jafna mig. Síðan byrja ég bara að gíra mig upp fyrir kvöldskemmtunina. Þá tek ég tveggja tíma Palla-ball.“ Hann segir að sér finnist þetta alltaf vera sama töfrastundin. „Mér finnst svo skemmtilegt að fá að gera þetta svona. Ég byrja að spila í myrkri og svo fæ ég að spila fyrir fólkið þar til að það tekur að birta. Stundum hef ég spilað undir stjörnubjörtum himninum og þegar ég er að taka síðasta lagið er sólin að rísa.“ Hann segir að sér finnist sólarupprásin vera svo túlkandi fyrir Þjóðhátíð í Eyjum og stemninguna sem þar er. „Þetta er eitthvað sem hvergi annars staðar er hægt að upplifa. Að fá að spila úti og það er æðislegt þegar það er fallegt veður, en það er líka alltaf frábær stemning þótt það rigni. Mér finnst það stórkostlegt. Og að vera með þessa brekku fyrir framan sig, það er ólýsanlegt.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
Í dag verður tilkynnt að Stjórnin og Páll Óskar komi fram á Þjóðhátíð í Eyjum. Palli er öllu vanur þegar kemur að hátíðinni og hefur haldið sín margrómuðu Palla-böll. Sigríður Beinteinsdóttir, betur þekkt sem Sigga Beinteins, er að mæta á sína aðra Þjóðhátíð. Hún spilaði síðast, einmitt með Stjórninni, fyrir tæpum tuttugu árum. Sigga segir það enn vera að skýrast á hve miklu flakki hún verður um verslunarmannahelgina. „Þetta er bara allt að koma í ljós en við verðum í Eyjum á föstudagskvöldinu,“ segir Sigga og heldur svo áfram: „Við í Stjórninni erum að spila núna nánast hverja einustu helgi, erum bara á fullu úti um allt land. En ég er spennt að koma til Eyja, ég kom síðast þangað þegar ég spilaði einmitt með Stjórninni 1990. Ég hef einhvern veginn alltaf verið að spila bara allt annars staðar og ekki haft tækifæri til að mæta þangað til að skemmta mér.“ Hún segir markmið þeirra vera að skemmta fólki. „Við munum spila okkar þekktustu lög og keyra þetta upp á stuði,“ segir hún.xxxxxxxxxxxxxxxxPalli var nýkominn úr „sándtékki“ í Hörpu. „Ég mun ljúka Þjóðhátíð og verð síðastur á svið á stóra sviðinu. Ég byrja að spila að mig minnir í kringum klukkan þrjú um nóttina. Þetta hef ég gert margoft áður.“ Þetta er svo sannarlega ekki fyrsta Þjóðhátíð Palla og alveg 100% ekki sú síðasta ef marka má hve fallega hann talar um stemninguna. „Ég er oftast á sunnudeginum og þá er dagurinn hjá mér tvískiptur. Ég tek barnaskemmtun fyrst um daginn. Svo tek ég smástund í að jafna mig. Síðan byrja ég bara að gíra mig upp fyrir kvöldskemmtunina. Þá tek ég tveggja tíma Palla-ball.“ Hann segir að sér finnist þetta alltaf vera sama töfrastundin. „Mér finnst svo skemmtilegt að fá að gera þetta svona. Ég byrja að spila í myrkri og svo fæ ég að spila fyrir fólkið þar til að það tekur að birta. Stundum hef ég spilað undir stjörnubjörtum himninum og þegar ég er að taka síðasta lagið er sólin að rísa.“ Hann segir að sér finnist sólarupprásin vera svo túlkandi fyrir Þjóðhátíð í Eyjum og stemninguna sem þar er. „Þetta er eitthvað sem hvergi annars staðar er hægt að upplifa. Að fá að spila úti og það er æðislegt þegar það er fallegt veður, en það er líka alltaf frábær stemning þótt það rigni. Mér finnst það stórkostlegt. Og að vera með þessa brekku fyrir framan sig, það er ólýsanlegt.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira