Upphitun: Vettel þarf að svara fyrir sig í Frakklandi 20. júní 2019 23:15 Sebastian Vettel leiddi Kanada kappaksturinn í 42 hringi Getty Áttunda umferðin í Formúlu 1 fer fram á Paul Ricard brautinni í Frakklandi á sunnudaginn. Red Bull freistir þess að komast nær slagnum um fyrsta sætið með nýrri Honda vél um helgina. Mercedes hefur verið alls ráðandi það sem af er ári. Liðið hefur unnið allar keppnir ársins, Lewis Hamilton fimm og Valtteri Bottas tvær. Í þeim keppnum sem Hamilton vann ekki varð Bretinn annar og er hann því með yfirburða forskot í heimsmeistaramótinu, alls 29 stigum á undan liðsfélaga sínum. Nú þegar þriðjungi tímabilsins er lokið er Ferrari orðið 123 stigum á eftir erkifjendum sínum hjá Mercedes. Góðu fréttirnar fyrir ítalska liðið eru þær að bíllinn hefur verið að batna með hverri keppninni. Sebastian Vettel kom fyrstur í mark í síðustu keppni en fékk þó aðeins silfurverðlaun. Ástæða þess er sú að Þjóðverjinn fékk fimm sekúndna refsingu fyrir að koma hættulega inná brautina eftir útafakstur. Vettel varð að sætta sig við annað sætið í KanadaGettyVettel of mistækurÁ síðasta ári gerði Ferrari ökuþórinn alls sex mistök sem kostuðu hann sæti í keppnum. Þetta kostaði hann að lokum titilinn í fyrra þar sem Ferrari bíllinn var oftar en ekki hraðari en bíll Mercedes. Eftir aðeins sjö keppnir á þessu ári hefur Vettel nú þegar gert tvö mistök. Sú fyrri komu á Barein brautinni er Þjóðverjinn snérist í slag sínum við Lewis Hamilton og svo núna síðast í Kanada. Þó það megi alltaf rökræða hvort Sebastian hefði átt að fá refsingu eða ekki í Kanada er staðreyndin sú að ef hann hefði ekki gert mistök hefði hann unnið keppnina. Það sama má sennilega segja um mistökin í Barein. Ferrari bílarnir voru mun hraðari en Mercedes á þeirri braut og hefði Vettel sennilega staðið uppi sem sigurvegari þar, í staðin endaði hann fimmti. Nú er Þjóðverjinn 62 stigum á eftir Hamilton en munurinn gæti hæglega verið 26 stig án mistaka Vettel. Sérstaklega eru þessi mistök dýr í slag við Lewis Hamilton sem virðist aldrei slá feilhögg. Red Bull mætir til Frakklands með uppfærðar Honda vélarGettyRed Bull ætlar í slaginn á toppnumHonda mætir með uppfærðar vélar fyrir Red Bull liðið til Frakklands. Max Verstappen hefur reglulega endað á verðlaunapalli í ár og með nýrri vél gæti hann farið að slást um fyrsta sætið. Brautin í Frakklandi hentar þó Mercedes bílunum best að mati Mattia Binotto, stjóra Ferrari. Þá segir stjóri Mercedes, Toto Wolff, að aflið í Ferrari vélinni muni nýtast liðinu vel á löngu beinu köflunum á Paul Ricard brautinni. Þetta mun allt saman koma í ljós um helgina. Hægt verður að fylgjast með æfingum, tímatökum og kappakstrinum í þráðbeinni á Stöð 2 Sport. Kappaksturinn byrjar klukkan 13 á sunnudaginn. Formúla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Áttunda umferðin í Formúlu 1 fer fram á Paul Ricard brautinni í Frakklandi á sunnudaginn. Red Bull freistir þess að komast nær slagnum um fyrsta sætið með nýrri Honda vél um helgina. Mercedes hefur verið alls ráðandi það sem af er ári. Liðið hefur unnið allar keppnir ársins, Lewis Hamilton fimm og Valtteri Bottas tvær. Í þeim keppnum sem Hamilton vann ekki varð Bretinn annar og er hann því með yfirburða forskot í heimsmeistaramótinu, alls 29 stigum á undan liðsfélaga sínum. Nú þegar þriðjungi tímabilsins er lokið er Ferrari orðið 123 stigum á eftir erkifjendum sínum hjá Mercedes. Góðu fréttirnar fyrir ítalska liðið eru þær að bíllinn hefur verið að batna með hverri keppninni. Sebastian Vettel kom fyrstur í mark í síðustu keppni en fékk þó aðeins silfurverðlaun. Ástæða þess er sú að Þjóðverjinn fékk fimm sekúndna refsingu fyrir að koma hættulega inná brautina eftir útafakstur. Vettel varð að sætta sig við annað sætið í KanadaGettyVettel of mistækurÁ síðasta ári gerði Ferrari ökuþórinn alls sex mistök sem kostuðu hann sæti í keppnum. Þetta kostaði hann að lokum titilinn í fyrra þar sem Ferrari bíllinn var oftar en ekki hraðari en bíll Mercedes. Eftir aðeins sjö keppnir á þessu ári hefur Vettel nú þegar gert tvö mistök. Sú fyrri komu á Barein brautinni er Þjóðverjinn snérist í slag sínum við Lewis Hamilton og svo núna síðast í Kanada. Þó það megi alltaf rökræða hvort Sebastian hefði átt að fá refsingu eða ekki í Kanada er staðreyndin sú að ef hann hefði ekki gert mistök hefði hann unnið keppnina. Það sama má sennilega segja um mistökin í Barein. Ferrari bílarnir voru mun hraðari en Mercedes á þeirri braut og hefði Vettel sennilega staðið uppi sem sigurvegari þar, í staðin endaði hann fimmti. Nú er Þjóðverjinn 62 stigum á eftir Hamilton en munurinn gæti hæglega verið 26 stig án mistaka Vettel. Sérstaklega eru þessi mistök dýr í slag við Lewis Hamilton sem virðist aldrei slá feilhögg. Red Bull mætir til Frakklands með uppfærðar Honda vélarGettyRed Bull ætlar í slaginn á toppnumHonda mætir með uppfærðar vélar fyrir Red Bull liðið til Frakklands. Max Verstappen hefur reglulega endað á verðlaunapalli í ár og með nýrri vél gæti hann farið að slást um fyrsta sætið. Brautin í Frakklandi hentar þó Mercedes bílunum best að mati Mattia Binotto, stjóra Ferrari. Þá segir stjóri Mercedes, Toto Wolff, að aflið í Ferrari vélinni muni nýtast liðinu vel á löngu beinu köflunum á Paul Ricard brautinni. Þetta mun allt saman koma í ljós um helgina. Hægt verður að fylgjast með æfingum, tímatökum og kappakstrinum í þráðbeinni á Stöð 2 Sport. Kappaksturinn byrjar klukkan 13 á sunnudaginn.
Formúla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira