Íranir segja drónann hafa verið inni í íranskri flughelgi en Bandaríkjamenn segja hann hafa verið í alþjóðlegri lofthelgi.
Þetta er enn eitt málið í vaxandi spennu á milli ríkjanna en haft er eftir írönskum hershöfðingja að Íranir hafi dregið rauða línu og sent Bandaríkjunum skilaboð um að virða skuli landamæri Írans.
Á mánudaginn tilkynnti bandaríska varnarmálaráðuneytið að fjölga ætti bandarískum hermönnum um þúsund í Mið-Austurlöndum vegna vaxandi spennu í heimshlutanum.