Lönduðu tugmilljóna samningi við danskt sveitarfélag Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 20. júní 2019 06:00 Meirihlutinn af tekjum MainManager kemur að utan. Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið MainManager hefur gert samning við sveitarfélagið Árósa í Danmörku. MainManager tók þátt í útboði gegnum samstarfsaðilann KMD og fékk hæstu einkunn hvað varðar gæði og kostnað. „Þessi samningur hefur mikla þýðingu fyrir okkur enda hleypur samningsupphæðin á tugum milljóna króna. Hann styrkir stöðu okkar í Danmörku enn frekar,“ segir Guðrún Rós Jónsdóttir, framkvæmdastjóri MainManager, en fyrirtækið hefur nú þegar náð í fjölda stórra viðskiptavina í Danmörku og hefur verið á markaðnum þar í um 20 ár. Verkefnið mun felast í að koma byggingum, teikningum og fleiru á stafrænt form og síðan innleiða stafræna verkferla MainManager við þjónustu við eignirnar. Samningurinn nær yfir alls 2,2 milljónir byggingafermetra. „Það er lögð áhersla á notkun þrívíddarlíkana (BIM) sem upplýsingalíkans byggingarinnar og notkun þess í rekstrinum. En mesta áherslan er að ná tökum á upplýsingagjöf til stjórnenda um kostnaðarstöðu áætlana í öllum verkefnum sem tengjast rekstri, nýbyggingum og fleiru í sveitarfélaginu,“ segir Guðrún Rós. Nýlegt samstarf við KMD hefur reynst vel enda hefur fyrirtækið afar sterka stöðu þegar kemur að útboðum á vegum sveitarfélaga í Danmörku að sögn Guðrúnar Rósar. Hún segir MainManager strax hafa fengið fjölda fyrirspurna um hugbúnaðarlausnir sínar eftir að samstarfið hófst. „Einnig má taka fram að gífurlegur kraftur er í nýþróun hjá MainManager FM lausninni sem nú er í þróun þar sem áhersla er lögð á grafíska framsetningu gagna ásamt notkun á GIS-kortum, BIM og 2D teikningum og einföldu notendaviðmóti.“ Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Nýsköpun Tækni Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Sjá meira
Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið MainManager hefur gert samning við sveitarfélagið Árósa í Danmörku. MainManager tók þátt í útboði gegnum samstarfsaðilann KMD og fékk hæstu einkunn hvað varðar gæði og kostnað. „Þessi samningur hefur mikla þýðingu fyrir okkur enda hleypur samningsupphæðin á tugum milljóna króna. Hann styrkir stöðu okkar í Danmörku enn frekar,“ segir Guðrún Rós Jónsdóttir, framkvæmdastjóri MainManager, en fyrirtækið hefur nú þegar náð í fjölda stórra viðskiptavina í Danmörku og hefur verið á markaðnum þar í um 20 ár. Verkefnið mun felast í að koma byggingum, teikningum og fleiru á stafrænt form og síðan innleiða stafræna verkferla MainManager við þjónustu við eignirnar. Samningurinn nær yfir alls 2,2 milljónir byggingafermetra. „Það er lögð áhersla á notkun þrívíddarlíkana (BIM) sem upplýsingalíkans byggingarinnar og notkun þess í rekstrinum. En mesta áherslan er að ná tökum á upplýsingagjöf til stjórnenda um kostnaðarstöðu áætlana í öllum verkefnum sem tengjast rekstri, nýbyggingum og fleiru í sveitarfélaginu,“ segir Guðrún Rós. Nýlegt samstarf við KMD hefur reynst vel enda hefur fyrirtækið afar sterka stöðu þegar kemur að útboðum á vegum sveitarfélaga í Danmörku að sögn Guðrúnar Rósar. Hún segir MainManager strax hafa fengið fjölda fyrirspurna um hugbúnaðarlausnir sínar eftir að samstarfið hófst. „Einnig má taka fram að gífurlegur kraftur er í nýþróun hjá MainManager FM lausninni sem nú er í þróun þar sem áhersla er lögð á grafíska framsetningu gagna ásamt notkun á GIS-kortum, BIM og 2D teikningum og einföldu notendaviðmóti.“
Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Nýsköpun Tækni Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Sjá meira