Vill helst skríða undir sæng og fara að gráta Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. júlí 2019 18:30 Fjölskyldan á bænum Efstadal tvö í Bláskógabyggð er í sjokki eftir að það kom í ljós að börnin sem greindust með alvarlega sýkingu af völdum E-colí bakteríu smituðust á bænum. Einn eigendanna segist helst vilja skríða undir sæng og fara að gráta. Hugur fjölskyldunnar eru hjá börnunum, sem veiktust og fjölskyldum þeirra. Á bænum hefur verið rekin ferðaþjónusta síðustu ár en það eru nokkur systkini og makar þeirra sem eiga staðinn. Alltaf er mikið að gera og því er það mikið áfall fyrir fjölskylduna að börnin smituðust á bænum í gegnum kálfana, sem voru til sýnis fyrir gesti en rannsóknir hafa sýnt að E. coli bakterían sem sýkti börnin fannst í hægðasýni frá kálfum. „Hugur okkar er náttúrulega fyrst og fremst hjá þeim börnum, sem hafa fengið niðurgang eða smitast, hugurinn er þar. Við vitum það að dýr bera allskonar sjúkdóma og þau gera þarfir sínar þar sem þau standa og þegar þau þurfa, þannig að það er margt að varast í þessu og okkar verkferlar hafa snúist að því að þrífa allt mjög vel en ef að einn kálfurinn sýkist getur það smitað hina, það voru þrír kálfar í þessari stíu á þessu tímabili,“ segir Sölvi Arnarson, einn af eigendum ferðaþjónustufyrirtækisins.Efsti Dalur II er vinsæll ferðamannastaður hjá Íslendingum og útlendingum. Nú hafa ýmsar ráðstafanir verðar gerðar á staðnum eftir að smitið kom í ljós.Magnús HlynurKálfarnir sem gestir hafa getað klappað fram að þessu hafa verið fjarlægðir en gestir í Efstadal geta samt sem áður horft á kýrnar í fjósinu í gegnum gler á veitingasalnum. Gripið hefur verið til heilmikilla aðgerða á bænum. „Það var lokað á aðgang að dýrum og við stoppuðum okkar eigin framleiðslu en lokuðum ekki veitingasalnum. Það er ekki hættulegt að koma í Efstadal,“ segir Sölvi.En hvaða þýðingu hefur þessi niðurstaða fyrir staðinn? „Mér líður náttúrulega bara þannig að mig langar bara að skríða undir sæng og fara að gráta en við erum að fá fullt af góðum kveðjun þar sem við erum hvött til dáða. Svona getur komið fyrir og það þarf að bregðast við. Við ætlum að bregðast við og við ætlum að halda áfram,“ segir Sölvi enn fremur.Kýrnar verða áfram í sviðsljósinu í Efsta Dal þó kálfarnir hafi verið teknir og verða ekki á stað þar sem hægt verður að klappa þeim.Magnús HlynurÍ tilkynningu á heimasíðu Landlæknis kemur fram að það fólk sem heimsótti Efsta Dal á síðastliðnum tveimur vikum og fengu niðurgang innan 10 daga frá heimsókninni eru hvattir til að leita til síns læknis varðandi nánari greiningu. Einkennalausir einstaklingar sem heimsótt hafa Efsta Dal tvö þurfa ekki að leita læknis né heldur einstaklingar sem fengið hafa niðurgang sem nú er genginn yfir. Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Efstadalsfjölskyldan miður sín vegna sýkingarinnar Björgvin Jóhannesson, einn rekstraraðila á bænum Efstadal II í Bláskógabyggð þar sem níu börn smituðust af E. coli bakteríu undanfarnar vikur, segir um leiðindamál að ræða. Sérstaklega fyrir börnin. 9. júlí 2019 14:42 Uppspretta E. coli-hrinunnar á Efstadal II Landlæknir telur ljóst að níu af þeim 10 börnum sem veikst hafa með sýkingu af völdum E. coli bakteríu hafi gert það á ferðaþjónustubænum Efstadal II í Bláskógabyggð fyrir 10 dögum til þremur vikum síðan. 9. júlí 2019 13:20 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Sjá meira
Fjölskyldan á bænum Efstadal tvö í Bláskógabyggð er í sjokki eftir að það kom í ljós að börnin sem greindust með alvarlega sýkingu af völdum E-colí bakteríu smituðust á bænum. Einn eigendanna segist helst vilja skríða undir sæng og fara að gráta. Hugur fjölskyldunnar eru hjá börnunum, sem veiktust og fjölskyldum þeirra. Á bænum hefur verið rekin ferðaþjónusta síðustu ár en það eru nokkur systkini og makar þeirra sem eiga staðinn. Alltaf er mikið að gera og því er það mikið áfall fyrir fjölskylduna að börnin smituðust á bænum í gegnum kálfana, sem voru til sýnis fyrir gesti en rannsóknir hafa sýnt að E. coli bakterían sem sýkti börnin fannst í hægðasýni frá kálfum. „Hugur okkar er náttúrulega fyrst og fremst hjá þeim börnum, sem hafa fengið niðurgang eða smitast, hugurinn er þar. Við vitum það að dýr bera allskonar sjúkdóma og þau gera þarfir sínar þar sem þau standa og þegar þau þurfa, þannig að það er margt að varast í þessu og okkar verkferlar hafa snúist að því að þrífa allt mjög vel en ef að einn kálfurinn sýkist getur það smitað hina, það voru þrír kálfar í þessari stíu á þessu tímabili,“ segir Sölvi Arnarson, einn af eigendum ferðaþjónustufyrirtækisins.Efsti Dalur II er vinsæll ferðamannastaður hjá Íslendingum og útlendingum. Nú hafa ýmsar ráðstafanir verðar gerðar á staðnum eftir að smitið kom í ljós.Magnús HlynurKálfarnir sem gestir hafa getað klappað fram að þessu hafa verið fjarlægðir en gestir í Efstadal geta samt sem áður horft á kýrnar í fjósinu í gegnum gler á veitingasalnum. Gripið hefur verið til heilmikilla aðgerða á bænum. „Það var lokað á aðgang að dýrum og við stoppuðum okkar eigin framleiðslu en lokuðum ekki veitingasalnum. Það er ekki hættulegt að koma í Efstadal,“ segir Sölvi.En hvaða þýðingu hefur þessi niðurstaða fyrir staðinn? „Mér líður náttúrulega bara þannig að mig langar bara að skríða undir sæng og fara að gráta en við erum að fá fullt af góðum kveðjun þar sem við erum hvött til dáða. Svona getur komið fyrir og það þarf að bregðast við. Við ætlum að bregðast við og við ætlum að halda áfram,“ segir Sölvi enn fremur.Kýrnar verða áfram í sviðsljósinu í Efsta Dal þó kálfarnir hafi verið teknir og verða ekki á stað þar sem hægt verður að klappa þeim.Magnús HlynurÍ tilkynningu á heimasíðu Landlæknis kemur fram að það fólk sem heimsótti Efsta Dal á síðastliðnum tveimur vikum og fengu niðurgang innan 10 daga frá heimsókninni eru hvattir til að leita til síns læknis varðandi nánari greiningu. Einkennalausir einstaklingar sem heimsótt hafa Efsta Dal tvö þurfa ekki að leita læknis né heldur einstaklingar sem fengið hafa niðurgang sem nú er genginn yfir.
Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Efstadalsfjölskyldan miður sín vegna sýkingarinnar Björgvin Jóhannesson, einn rekstraraðila á bænum Efstadal II í Bláskógabyggð þar sem níu börn smituðust af E. coli bakteríu undanfarnar vikur, segir um leiðindamál að ræða. Sérstaklega fyrir börnin. 9. júlí 2019 14:42 Uppspretta E. coli-hrinunnar á Efstadal II Landlæknir telur ljóst að níu af þeim 10 börnum sem veikst hafa með sýkingu af völdum E. coli bakteríu hafi gert það á ferðaþjónustubænum Efstadal II í Bláskógabyggð fyrir 10 dögum til þremur vikum síðan. 9. júlí 2019 13:20 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Sjá meira
Efstadalsfjölskyldan miður sín vegna sýkingarinnar Björgvin Jóhannesson, einn rekstraraðila á bænum Efstadal II í Bláskógabyggð þar sem níu börn smituðust af E. coli bakteríu undanfarnar vikur, segir um leiðindamál að ræða. Sérstaklega fyrir börnin. 9. júlí 2019 14:42
Uppspretta E. coli-hrinunnar á Efstadal II Landlæknir telur ljóst að níu af þeim 10 börnum sem veikst hafa með sýkingu af völdum E. coli bakteríu hafi gert það á ferðaþjónustubænum Efstadal II í Bláskógabyggð fyrir 10 dögum til þremur vikum síðan. 9. júlí 2019 13:20