Framdi ítrekuð ofbeldisbrot og greiddi ekki 220 þúsund króna leigubílakostnað Sylvía Hall skrifar 9. júlí 2019 12:59 Maðurinn játaði brot sín skýlaust. Vísir/Hanna Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær 34 ára gamlan karlmann til tólf mánaða fangelsisvistar fyrir margvísleg brot, þar á meðal líkamsárásir, brot gegn nálgunarbanni og fjársvik. Brotin áttu sér stað yfir þrettán mánaða tímabil, frá því í mars á síðasta ári til aprílmánaðar á þessu ári. Fyrsta brotið átti sér stað í lok mars á síðasta ári. Þá réðst maðurinn á föður sinn þegar hann ók bifreið í miðbæ Reykjavíkur. Kýldi hann föður sinn ítrekað í höfuð og beit í nef hans með þeim afleiðingum að faðir hans hlaut meðal annars opið sár á nefi, vagna og kjlkaliðssvæði.Réðst ítrekað á öryggisverði Í júní sama ár réðst maðurinn á öryggisvörð í verslun 10-11 í Austurstræti sem hugðist vísa honum úr versluninni. Skallaði hann öryggisvörðinn með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði og hlaut heilahristing. Tveimur mánuðum seinna, í ágúst árið 2018, réðst maðurinn á öryggisvörð við veitingastað í Smáralind og kýldi hann einu hnefahöggi í andlitið. Afbrot mannsins hófust svo á ný á þessu ári í apríl þegar hann réðst á kvenkyns öryggisvörð sem ætlaði að vísa manninum af svæði sem hún starfaði á. Kýldi hann hana í maga og andlit og reif í hár hennar með þeim afleiðingum að hún féll á steypta stétt. Sömu nótt braut maðurinn tvær rúður í húsnæði lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu með því að kasta steinhellu í þær.Braut gegn nálgunarbanni og greiddi ekki 220 þúsund króna leigubíl Þann 25. apríl á þessu ári braut maðurinn svo gegn nálgunarbanni þegar hann fór inn á stigagang fjölbýlishúss í Reykjavík. Manninum hefði verið bannað að koma í námunda við húsið og á svæði sem afmarkast við fimmtíu metra radíus umhverfis húsið. Aðeins fjórir dagar höfðu liðið frá því að manninum hafði verið tilkynnt um nálgunarbannið þegar hann braut gegn því. Fimm dögum fyrir brotið gegn nálgunarbanninu hafði maðurinn svikið út þjónustu leigubílstjóra. Hafði hann þegið akstur frá Keflavík til Hafnar í Hornafirði. Þegar á áfangastað var komið sagði maðurinn að þriðji aðili myndi greiða fargjaldið en gjaldið nam 220 þúsund krónum. Hafði hann sjálfur gefið upp rangt nafn og greiddi aldrei fargjaldið. Málið var höfðað með ákæru héraðssaksóknara þann 4. júní á þessu ári fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa að kvöldi 28. apríl hótað starfsmanni í afgreiðslu bráðamóttöku Landspítalans lífláti. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að brot mannsins voru ítrekuð alvarleg ofbeldisbrot. Hann játaði brot sín skýlaust fyrir dómi og samþykkti bótakröfu. Var refsing mannsins því ákveðin fangelsi í tólf mánuði sem ekki þótti unnt að binda skilorði. Dómsmál Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær 34 ára gamlan karlmann til tólf mánaða fangelsisvistar fyrir margvísleg brot, þar á meðal líkamsárásir, brot gegn nálgunarbanni og fjársvik. Brotin áttu sér stað yfir þrettán mánaða tímabil, frá því í mars á síðasta ári til aprílmánaðar á þessu ári. Fyrsta brotið átti sér stað í lok mars á síðasta ári. Þá réðst maðurinn á föður sinn þegar hann ók bifreið í miðbæ Reykjavíkur. Kýldi hann föður sinn ítrekað í höfuð og beit í nef hans með þeim afleiðingum að faðir hans hlaut meðal annars opið sár á nefi, vagna og kjlkaliðssvæði.Réðst ítrekað á öryggisverði Í júní sama ár réðst maðurinn á öryggisvörð í verslun 10-11 í Austurstræti sem hugðist vísa honum úr versluninni. Skallaði hann öryggisvörðinn með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði og hlaut heilahristing. Tveimur mánuðum seinna, í ágúst árið 2018, réðst maðurinn á öryggisvörð við veitingastað í Smáralind og kýldi hann einu hnefahöggi í andlitið. Afbrot mannsins hófust svo á ný á þessu ári í apríl þegar hann réðst á kvenkyns öryggisvörð sem ætlaði að vísa manninum af svæði sem hún starfaði á. Kýldi hann hana í maga og andlit og reif í hár hennar með þeim afleiðingum að hún féll á steypta stétt. Sömu nótt braut maðurinn tvær rúður í húsnæði lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu með því að kasta steinhellu í þær.Braut gegn nálgunarbanni og greiddi ekki 220 þúsund króna leigubíl Þann 25. apríl á þessu ári braut maðurinn svo gegn nálgunarbanni þegar hann fór inn á stigagang fjölbýlishúss í Reykjavík. Manninum hefði verið bannað að koma í námunda við húsið og á svæði sem afmarkast við fimmtíu metra radíus umhverfis húsið. Aðeins fjórir dagar höfðu liðið frá því að manninum hafði verið tilkynnt um nálgunarbannið þegar hann braut gegn því. Fimm dögum fyrir brotið gegn nálgunarbanninu hafði maðurinn svikið út þjónustu leigubílstjóra. Hafði hann þegið akstur frá Keflavík til Hafnar í Hornafirði. Þegar á áfangastað var komið sagði maðurinn að þriðji aðili myndi greiða fargjaldið en gjaldið nam 220 þúsund krónum. Hafði hann sjálfur gefið upp rangt nafn og greiddi aldrei fargjaldið. Málið var höfðað með ákæru héraðssaksóknara þann 4. júní á þessu ári fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa að kvöldi 28. apríl hótað starfsmanni í afgreiðslu bráðamóttöku Landspítalans lífláti. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að brot mannsins voru ítrekuð alvarleg ofbeldisbrot. Hann játaði brot sín skýlaust fyrir dómi og samþykkti bótakröfu. Var refsing mannsins því ákveðin fangelsi í tólf mánuði sem ekki þótti unnt að binda skilorði.
Dómsmál Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira