Gönguglaður refur gekk fram af vísindamönnum Kjartan Kjartansson skrifar 8. júlí 2019 12:01 Læðan sem gekk yfir hafísinn til Kanada þegar hún var merkt í Krossfirði á Svalbarða 29. júlí árið 2017. AP/Elise Strömseng/Norska pólstofnunin Norskir vísindamenn voru forviða þegar staðsetningaról sem þeir komu fyrir á heimskautaref á Svalbarða sýndi að hann hafði gengið á fimmta þúsund kílómetra til nyrsta hluta Kanada á fjórum mánuðum. Refirnir eru þekktir fyrir að vera harðgerir og víðförlir en vegalengdin er ein sú mesta sem vitað er að refur hafi ferðast. Starfsmenn Norsku pólstofnunarinnar komu fyrir ól með gervihnattarstaðsetningarmerki á ungri læðu á Spitsbergen í Svalbarðaeyjaklasanum sumarið 2017. Fylgdust þeir svo með ferðum hennar í gegnum gervihnött. Refurinn yfirgaf fæðingarstað sinn á Svalbarða 1. mars í fyrra og var kominn til Grænlands yfir hafísinn aðeins 21 degi síðar. Aðeins um þremur mánuðum síðar var hann kominn til Ellesmere-eyju á nyrsta hjara Kanada 1. júlí, að sögn AP-fréttastofunnar. Á ferðalaginu gekk refurinn að meðaltali 46,3 kílómetra á dag. Þegar hann kom til Kanada hafði hann gengið 4.415 kílómetra. Í beinni loftlínu eru 1.789 kílómetrar á milli grenisins þar sem hann kom í heiminn og kanadísku eyjarinnar. Til samanburðar er hringvegurinn á Íslandi rúmir 1.300 kílómetrar samkvæmt vef Vegagerðinnar. Læðan var sú eina af 50-60 refum sem vísindamennirnir merktu sem hætti sér út fyrir Svalbarða. „Þegar þetta byrjaði að gerast hugsuðum við „Er þetta virkilega satt?“ segir Arnaud Tarroux, einn vísindamannanna sem fylgdust með ferðum læðunnar við Washington Post. Að þeim hvarflaði að villa gæti verið í gögnunum. Svo reyndist þó ekki vera. Þegar þeir báru ferðir læðunnar saman við hreyfingar hafíssins sást að þær stemmdu.Leiðin sem læðan gekk yfir hafísinn frá Svalbarða í austri til Ellesmere-eyju í vestri með viðkomu á Grænlandi.AP/ESRI/Norska pólstofnuninHop hafíssins hefur einangrað íslenska refastofninn Þekkt er að refir geri víðreist um norðurskautið. Erfðarannsóknir hafa leitt í ljós skyldleika refa á ólíkum hlutum þess sem aðeins hafís tengir saman. Friðþjófur Nansen, norski norðurskautsfarinn og Nóbelsverðlaunahafinn, furðaði sig þannig á því þegar hann fann ný tófuspor á hafísnum þegar hann reyndi að komast á norðurpólinn undir lok 19. aldar. „Hvað í veröldinni var refur að gera hérna úti á villtu hafinu? Ætli þeir hafi villst?“ skrifaði hann í dagbók sína. Engu að síður kom göngugleði læðunnar vísindamönnunum í opna skjöldu og ekki síður hversu hratt hún fór yfir. „Við vissum í raun ekki hvernig þeir gerðu þetta og hversu lengi það tæki einstakling að fara slíka ferð,“ segir Tarroux. Ekki er vitað hvers vegna refir leggja upp í slíkar langferðir. Mögulegt er talið að orsökin sé fæðurskortur. Staðsetningaról læðunnar gaf upp öndina í febrúar. Síðast spurðist til hennar á Ellesmere-eyju. Tarroux bendir á að ferðir sem þessar verði ómögulegar í framtíðinni haldi hafísinn á norðurskautinu áfram að hverfa vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Hop hafíssins hafi þegar einangrað refastofninn á Íslandi. Dýr Grænland Kanada Noregur Vísindi Tengdar fréttir Hlýnun raskar blómgunartíma og jafnvægi í vistkerfi á norðurslóðum Berjaframleiðsla er á meðal þess sem getur raskast þegar hnattræn hlýnun hróflar við blómgunartíma plantna á heimskautasvæðum. 13. janúar 2019 10:00 Refurinn gerir sig heimakominn á Urriðavelli Fólk á höfuðborgarsvæðinu verður miklum meira vart við melrakkann en áður. 14. september 2018 13:41 Viðamesti rannsóknarleiðangur sögunnar á norðurskautinu hefst í haust Stærsti rannsóknarleiðangur sögunnar er fram undan á norðurskautinu með þátttöku sautján þjóða og um þrjátíu stofnana víðs vegar um heiminn. Talsmaður verkefnisins segir nauðsynlegt að auka á þekkingu manna á norðurskautinu til að skilja þær miklu breytinga sem þar eigi sér stað vegna loftslagsbreytinganna. 2. júní 2019 20:00 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira
Norskir vísindamenn voru forviða þegar staðsetningaról sem þeir komu fyrir á heimskautaref á Svalbarða sýndi að hann hafði gengið á fimmta þúsund kílómetra til nyrsta hluta Kanada á fjórum mánuðum. Refirnir eru þekktir fyrir að vera harðgerir og víðförlir en vegalengdin er ein sú mesta sem vitað er að refur hafi ferðast. Starfsmenn Norsku pólstofnunarinnar komu fyrir ól með gervihnattarstaðsetningarmerki á ungri læðu á Spitsbergen í Svalbarðaeyjaklasanum sumarið 2017. Fylgdust þeir svo með ferðum hennar í gegnum gervihnött. Refurinn yfirgaf fæðingarstað sinn á Svalbarða 1. mars í fyrra og var kominn til Grænlands yfir hafísinn aðeins 21 degi síðar. Aðeins um þremur mánuðum síðar var hann kominn til Ellesmere-eyju á nyrsta hjara Kanada 1. júlí, að sögn AP-fréttastofunnar. Á ferðalaginu gekk refurinn að meðaltali 46,3 kílómetra á dag. Þegar hann kom til Kanada hafði hann gengið 4.415 kílómetra. Í beinni loftlínu eru 1.789 kílómetrar á milli grenisins þar sem hann kom í heiminn og kanadísku eyjarinnar. Til samanburðar er hringvegurinn á Íslandi rúmir 1.300 kílómetrar samkvæmt vef Vegagerðinnar. Læðan var sú eina af 50-60 refum sem vísindamennirnir merktu sem hætti sér út fyrir Svalbarða. „Þegar þetta byrjaði að gerast hugsuðum við „Er þetta virkilega satt?“ segir Arnaud Tarroux, einn vísindamannanna sem fylgdust með ferðum læðunnar við Washington Post. Að þeim hvarflaði að villa gæti verið í gögnunum. Svo reyndist þó ekki vera. Þegar þeir báru ferðir læðunnar saman við hreyfingar hafíssins sást að þær stemmdu.Leiðin sem læðan gekk yfir hafísinn frá Svalbarða í austri til Ellesmere-eyju í vestri með viðkomu á Grænlandi.AP/ESRI/Norska pólstofnuninHop hafíssins hefur einangrað íslenska refastofninn Þekkt er að refir geri víðreist um norðurskautið. Erfðarannsóknir hafa leitt í ljós skyldleika refa á ólíkum hlutum þess sem aðeins hafís tengir saman. Friðþjófur Nansen, norski norðurskautsfarinn og Nóbelsverðlaunahafinn, furðaði sig þannig á því þegar hann fann ný tófuspor á hafísnum þegar hann reyndi að komast á norðurpólinn undir lok 19. aldar. „Hvað í veröldinni var refur að gera hérna úti á villtu hafinu? Ætli þeir hafi villst?“ skrifaði hann í dagbók sína. Engu að síður kom göngugleði læðunnar vísindamönnunum í opna skjöldu og ekki síður hversu hratt hún fór yfir. „Við vissum í raun ekki hvernig þeir gerðu þetta og hversu lengi það tæki einstakling að fara slíka ferð,“ segir Tarroux. Ekki er vitað hvers vegna refir leggja upp í slíkar langferðir. Mögulegt er talið að orsökin sé fæðurskortur. Staðsetningaról læðunnar gaf upp öndina í febrúar. Síðast spurðist til hennar á Ellesmere-eyju. Tarroux bendir á að ferðir sem þessar verði ómögulegar í framtíðinni haldi hafísinn á norðurskautinu áfram að hverfa vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Hop hafíssins hafi þegar einangrað refastofninn á Íslandi.
Dýr Grænland Kanada Noregur Vísindi Tengdar fréttir Hlýnun raskar blómgunartíma og jafnvægi í vistkerfi á norðurslóðum Berjaframleiðsla er á meðal þess sem getur raskast þegar hnattræn hlýnun hróflar við blómgunartíma plantna á heimskautasvæðum. 13. janúar 2019 10:00 Refurinn gerir sig heimakominn á Urriðavelli Fólk á höfuðborgarsvæðinu verður miklum meira vart við melrakkann en áður. 14. september 2018 13:41 Viðamesti rannsóknarleiðangur sögunnar á norðurskautinu hefst í haust Stærsti rannsóknarleiðangur sögunnar er fram undan á norðurskautinu með þátttöku sautján þjóða og um þrjátíu stofnana víðs vegar um heiminn. Talsmaður verkefnisins segir nauðsynlegt að auka á þekkingu manna á norðurskautinu til að skilja þær miklu breytinga sem þar eigi sér stað vegna loftslagsbreytinganna. 2. júní 2019 20:00 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira
Hlýnun raskar blómgunartíma og jafnvægi í vistkerfi á norðurslóðum Berjaframleiðsla er á meðal þess sem getur raskast þegar hnattræn hlýnun hróflar við blómgunartíma plantna á heimskautasvæðum. 13. janúar 2019 10:00
Refurinn gerir sig heimakominn á Urriðavelli Fólk á höfuðborgarsvæðinu verður miklum meira vart við melrakkann en áður. 14. september 2018 13:41
Viðamesti rannsóknarleiðangur sögunnar á norðurskautinu hefst í haust Stærsti rannsóknarleiðangur sögunnar er fram undan á norðurskautinu með þátttöku sautján þjóða og um þrjátíu stofnana víðs vegar um heiminn. Talsmaður verkefnisins segir nauðsynlegt að auka á þekkingu manna á norðurskautinu til að skilja þær miklu breytinga sem þar eigi sér stað vegna loftslagsbreytinganna. 2. júní 2019 20:00