Aftökur án dóms og laga tíðar á Filippseyjum Kjartan Kjartansson skrifar 8. júlí 2019 08:14 Frá mótmælum gegn morðum lögreglunnar í fíkniefnastríðinu. Yfirvöld á Filippseyjum rannsaka sjaldnast morð lögreglumannna á meintum glæpamönnum. Vísir/EPA Ólöglegar aftökur og misbeiting lögreglu á valdi sínu er orðin hættulega viðtekin venja á Filippseyjum á mati mannréttindasamtakanna Amnesty International. Í nýrri skýrslu segja þau að yfirvöld neiti að rannsaka aftökur án dóms og laga. Hvetja þau Sameinuðu þjóðirnar til þess að rannsaka morðin. Í tíð Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, hafa þúsundir manna verið drepnir í yfirlýstu stríði forsetans gegn fíkniefnahringjum. Reuters-fréttastofan segir að meira en sex þúsund manns hafi verið drepnir í lögregluaðgerðum þar sem lögreglumenn hafa fullyrt að þeir hafi mætt vopnaðri mótstöðu. Amnesty fullyrðir að yfirvöld þvæli mál og veiti falskar upplýsingar til að gera það ómögulegt að hafa eftirlit með umfangi morðanna. Flestir þeirra sem séu myrtir af lögreglu komi úr fátækum og jaðarsettum þjóðfélagshópum og aðstandendur þeirra eigi því erfitt með að kæra lögregluna. Tillaga fulltrúa Íslands um að rannsaka fíkniefnastríð Duterte liggur fyrir hjá mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna og á að greiða atkvæði um hana í vikunni. Filippseysku mannréttindasamtökin Karapatan lýsa stuðningi við tillöguna sem felur meðal annars í sér að mannréttindaráðið grípi til aðgerða til að ýta undir og verja mannréttinda á Filippseyjum. Þar er einnig lýst áhyggjum af aftökum án dóms og laga. Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Duterte hótar andstæðingum sínum fangelsi Ásakanir hafa verið á lofti um að Durterte Filippseyjaforseti hafi brotið á stjórnarskrá landsins. Hann manar andstæðinga sína til að kæra sig fyrir embættisbrot því hann muni fangelsa þá. 28. júní 2019 09:06 Útgefandi gagnrýninnar fréttavefsíðu handtekinn á Filippseyjum María Ressa, forstjóri Rappler, segir ásakanir á hendur henni tilraunir Duterte forseta til að þagga niður í gagnrýni fréttasíðunnar. 13. febrúar 2019 11:58 Segir Ísland sanna að smáríki geta verið leiðtogar á heimsvísu Framkvæmdastjóri Mannréttindavaktarinnar í Genf segir að þrátt fyrir smæð sína sé Ísland leiðandi ríki á vettvangi Mannréttindaráðs Sameinuðu Þjóðanna. Hann vonast til að Ísland beiti sér fyrir umbótum sem kalli á meira mannréttindareftirlit með sjálfum meðlimum ráðsins. 15. maí 2019 12:15 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Sjá meira
Ólöglegar aftökur og misbeiting lögreglu á valdi sínu er orðin hættulega viðtekin venja á Filippseyjum á mati mannréttindasamtakanna Amnesty International. Í nýrri skýrslu segja þau að yfirvöld neiti að rannsaka aftökur án dóms og laga. Hvetja þau Sameinuðu þjóðirnar til þess að rannsaka morðin. Í tíð Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, hafa þúsundir manna verið drepnir í yfirlýstu stríði forsetans gegn fíkniefnahringjum. Reuters-fréttastofan segir að meira en sex þúsund manns hafi verið drepnir í lögregluaðgerðum þar sem lögreglumenn hafa fullyrt að þeir hafi mætt vopnaðri mótstöðu. Amnesty fullyrðir að yfirvöld þvæli mál og veiti falskar upplýsingar til að gera það ómögulegt að hafa eftirlit með umfangi morðanna. Flestir þeirra sem séu myrtir af lögreglu komi úr fátækum og jaðarsettum þjóðfélagshópum og aðstandendur þeirra eigi því erfitt með að kæra lögregluna. Tillaga fulltrúa Íslands um að rannsaka fíkniefnastríð Duterte liggur fyrir hjá mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna og á að greiða atkvæði um hana í vikunni. Filippseysku mannréttindasamtökin Karapatan lýsa stuðningi við tillöguna sem felur meðal annars í sér að mannréttindaráðið grípi til aðgerða til að ýta undir og verja mannréttinda á Filippseyjum. Þar er einnig lýst áhyggjum af aftökum án dóms og laga.
Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Duterte hótar andstæðingum sínum fangelsi Ásakanir hafa verið á lofti um að Durterte Filippseyjaforseti hafi brotið á stjórnarskrá landsins. Hann manar andstæðinga sína til að kæra sig fyrir embættisbrot því hann muni fangelsa þá. 28. júní 2019 09:06 Útgefandi gagnrýninnar fréttavefsíðu handtekinn á Filippseyjum María Ressa, forstjóri Rappler, segir ásakanir á hendur henni tilraunir Duterte forseta til að þagga niður í gagnrýni fréttasíðunnar. 13. febrúar 2019 11:58 Segir Ísland sanna að smáríki geta verið leiðtogar á heimsvísu Framkvæmdastjóri Mannréttindavaktarinnar í Genf segir að þrátt fyrir smæð sína sé Ísland leiðandi ríki á vettvangi Mannréttindaráðs Sameinuðu Þjóðanna. Hann vonast til að Ísland beiti sér fyrir umbótum sem kalli á meira mannréttindareftirlit með sjálfum meðlimum ráðsins. 15. maí 2019 12:15 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Sjá meira
Duterte hótar andstæðingum sínum fangelsi Ásakanir hafa verið á lofti um að Durterte Filippseyjaforseti hafi brotið á stjórnarskrá landsins. Hann manar andstæðinga sína til að kæra sig fyrir embættisbrot því hann muni fangelsa þá. 28. júní 2019 09:06
Útgefandi gagnrýninnar fréttavefsíðu handtekinn á Filippseyjum María Ressa, forstjóri Rappler, segir ásakanir á hendur henni tilraunir Duterte forseta til að þagga niður í gagnrýni fréttasíðunnar. 13. febrúar 2019 11:58
Segir Ísland sanna að smáríki geta verið leiðtogar á heimsvísu Framkvæmdastjóri Mannréttindavaktarinnar í Genf segir að þrátt fyrir smæð sína sé Ísland leiðandi ríki á vettvangi Mannréttindaráðs Sameinuðu Þjóðanna. Hann vonast til að Ísland beiti sér fyrir umbótum sem kalli á meira mannréttindareftirlit með sjálfum meðlimum ráðsins. 15. maí 2019 12:15