Aftökur án dóms og laga tíðar á Filippseyjum Kjartan Kjartansson skrifar 8. júlí 2019 08:14 Frá mótmælum gegn morðum lögreglunnar í fíkniefnastríðinu. Yfirvöld á Filippseyjum rannsaka sjaldnast morð lögreglumannna á meintum glæpamönnum. Vísir/EPA Ólöglegar aftökur og misbeiting lögreglu á valdi sínu er orðin hættulega viðtekin venja á Filippseyjum á mati mannréttindasamtakanna Amnesty International. Í nýrri skýrslu segja þau að yfirvöld neiti að rannsaka aftökur án dóms og laga. Hvetja þau Sameinuðu þjóðirnar til þess að rannsaka morðin. Í tíð Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, hafa þúsundir manna verið drepnir í yfirlýstu stríði forsetans gegn fíkniefnahringjum. Reuters-fréttastofan segir að meira en sex þúsund manns hafi verið drepnir í lögregluaðgerðum þar sem lögreglumenn hafa fullyrt að þeir hafi mætt vopnaðri mótstöðu. Amnesty fullyrðir að yfirvöld þvæli mál og veiti falskar upplýsingar til að gera það ómögulegt að hafa eftirlit með umfangi morðanna. Flestir þeirra sem séu myrtir af lögreglu komi úr fátækum og jaðarsettum þjóðfélagshópum og aðstandendur þeirra eigi því erfitt með að kæra lögregluna. Tillaga fulltrúa Íslands um að rannsaka fíkniefnastríð Duterte liggur fyrir hjá mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna og á að greiða atkvæði um hana í vikunni. Filippseysku mannréttindasamtökin Karapatan lýsa stuðningi við tillöguna sem felur meðal annars í sér að mannréttindaráðið grípi til aðgerða til að ýta undir og verja mannréttinda á Filippseyjum. Þar er einnig lýst áhyggjum af aftökum án dóms og laga. Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Duterte hótar andstæðingum sínum fangelsi Ásakanir hafa verið á lofti um að Durterte Filippseyjaforseti hafi brotið á stjórnarskrá landsins. Hann manar andstæðinga sína til að kæra sig fyrir embættisbrot því hann muni fangelsa þá. 28. júní 2019 09:06 Útgefandi gagnrýninnar fréttavefsíðu handtekinn á Filippseyjum María Ressa, forstjóri Rappler, segir ásakanir á hendur henni tilraunir Duterte forseta til að þagga niður í gagnrýni fréttasíðunnar. 13. febrúar 2019 11:58 Segir Ísland sanna að smáríki geta verið leiðtogar á heimsvísu Framkvæmdastjóri Mannréttindavaktarinnar í Genf segir að þrátt fyrir smæð sína sé Ísland leiðandi ríki á vettvangi Mannréttindaráðs Sameinuðu Þjóðanna. Hann vonast til að Ísland beiti sér fyrir umbótum sem kalli á meira mannréttindareftirlit með sjálfum meðlimum ráðsins. 15. maí 2019 12:15 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu slasaðir eftir drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Ólöglegar aftökur og misbeiting lögreglu á valdi sínu er orðin hættulega viðtekin venja á Filippseyjum á mati mannréttindasamtakanna Amnesty International. Í nýrri skýrslu segja þau að yfirvöld neiti að rannsaka aftökur án dóms og laga. Hvetja þau Sameinuðu þjóðirnar til þess að rannsaka morðin. Í tíð Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, hafa þúsundir manna verið drepnir í yfirlýstu stríði forsetans gegn fíkniefnahringjum. Reuters-fréttastofan segir að meira en sex þúsund manns hafi verið drepnir í lögregluaðgerðum þar sem lögreglumenn hafa fullyrt að þeir hafi mætt vopnaðri mótstöðu. Amnesty fullyrðir að yfirvöld þvæli mál og veiti falskar upplýsingar til að gera það ómögulegt að hafa eftirlit með umfangi morðanna. Flestir þeirra sem séu myrtir af lögreglu komi úr fátækum og jaðarsettum þjóðfélagshópum og aðstandendur þeirra eigi því erfitt með að kæra lögregluna. Tillaga fulltrúa Íslands um að rannsaka fíkniefnastríð Duterte liggur fyrir hjá mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna og á að greiða atkvæði um hana í vikunni. Filippseysku mannréttindasamtökin Karapatan lýsa stuðningi við tillöguna sem felur meðal annars í sér að mannréttindaráðið grípi til aðgerða til að ýta undir og verja mannréttinda á Filippseyjum. Þar er einnig lýst áhyggjum af aftökum án dóms og laga.
Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Duterte hótar andstæðingum sínum fangelsi Ásakanir hafa verið á lofti um að Durterte Filippseyjaforseti hafi brotið á stjórnarskrá landsins. Hann manar andstæðinga sína til að kæra sig fyrir embættisbrot því hann muni fangelsa þá. 28. júní 2019 09:06 Útgefandi gagnrýninnar fréttavefsíðu handtekinn á Filippseyjum María Ressa, forstjóri Rappler, segir ásakanir á hendur henni tilraunir Duterte forseta til að þagga niður í gagnrýni fréttasíðunnar. 13. febrúar 2019 11:58 Segir Ísland sanna að smáríki geta verið leiðtogar á heimsvísu Framkvæmdastjóri Mannréttindavaktarinnar í Genf segir að þrátt fyrir smæð sína sé Ísland leiðandi ríki á vettvangi Mannréttindaráðs Sameinuðu Þjóðanna. Hann vonast til að Ísland beiti sér fyrir umbótum sem kalli á meira mannréttindareftirlit með sjálfum meðlimum ráðsins. 15. maí 2019 12:15 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu slasaðir eftir drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Duterte hótar andstæðingum sínum fangelsi Ásakanir hafa verið á lofti um að Durterte Filippseyjaforseti hafi brotið á stjórnarskrá landsins. Hann manar andstæðinga sína til að kæra sig fyrir embættisbrot því hann muni fangelsa þá. 28. júní 2019 09:06
Útgefandi gagnrýninnar fréttavefsíðu handtekinn á Filippseyjum María Ressa, forstjóri Rappler, segir ásakanir á hendur henni tilraunir Duterte forseta til að þagga niður í gagnrýni fréttasíðunnar. 13. febrúar 2019 11:58
Segir Ísland sanna að smáríki geta verið leiðtogar á heimsvísu Framkvæmdastjóri Mannréttindavaktarinnar í Genf segir að þrátt fyrir smæð sína sé Ísland leiðandi ríki á vettvangi Mannréttindaráðs Sameinuðu Þjóðanna. Hann vonast til að Ísland beiti sér fyrir umbótum sem kalli á meira mannréttindareftirlit með sjálfum meðlimum ráðsins. 15. maí 2019 12:15