Ætlar að kæra nýsamþykkt deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka í Elliðaárdalnum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. júlí 2019 20:00 Formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins hefur leitað til lögmanns og ætlar að kæra nýsamþykkt deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka í Elliðarárdalnum til skipulagsráðs. Skipulagið var samþykkt í borgarráði í gær.Tillagan var samþykkt í borgarráði í gær með fjórum atkvæðum fulltrúa meirihlutans gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Í tillögunni felst uppbygging á sérstökum gróðurhvelfingum við Stekkjarbakka sunnan við Elliðaárdalinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun á fundinum þar sem fram kemur að gerð sé krafa um að málinu verði frestað og efnislega verði greint frá því með hvaða hætti Reykjavíkurborg hafi brugðist við athugasemdum Umhverfisstofnunarinnar. Þeirri tillögu var hafnað af meirihlutanum. Halldór Páll Gíslason, formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins, segir að ósætti ríki með tillöguna og meðferð sem hún hlaut innan borgarinnar. Hann segir að ekki hafi verið hlustað á athugasemdir og þeim ekki svarað. „Því að þetta er farið þannig í gegn að engum athugasemdum er svarað. Það er ekki hlustað mikið á það fólk sem gerir athugasemdir og alvarlegar athugsemdir. Það er allt í þessu ferli sem er hálfpartinn pönkast í gegn,“ sagði Halldór Páll. Fréttastofa náði tali af borgarstjóra í dag sem sagði að öllum athugasemdum hafi verið svarað. Hins vegar hafi svörin ekki borist ennþá þar sem þau séu lögð fyrir skipulagsráð áður en þau eru send út. Hann segir því eðlilegt að svörin hafi ekki borist viðkomandi daginn eftir fund borgarráðs. Halldór segir að leitað verði til lögmanns í næstu viku og kæra verði lögð fram til skipulagsráðs. „Við munum leita til lögmanns í næstu viku, leggja fram kæru og í framhaldinu verður farið beint í það að undirbúa undirskriftasöfnun til að knýja fram íbúðakosningu um þetta skipulag. Því þetta er ekkert eðlilegt hvernig þessu hefur veirð haldið fram,“ sagði Halldór. Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Segir að áhyggjum Umhverfisstofnunar um Stekkjarbakka hafi verið svarað ítarlega Umdeild tillaga um deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka í Elliðaárdalnum var samþykkt í borgarráði í gær með fjórum atkvæðum gegn þremur. 5. júlí 2019 12:30 Eðlilegt að kosið verði um Elliðaárdalinn Meirihluti borgarráðs Reykjavíkur samþykkti nýtt deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka, í nágrenni Elliðaárdalsins, á fundi sínum í gær. Málið er mjög umdeilt og fundaði borgarráð tveimur tímum lengur í gær en gert var ráð fyrir. 5. júlí 2019 07:15 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Sjá meira
Formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins hefur leitað til lögmanns og ætlar að kæra nýsamþykkt deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka í Elliðarárdalnum til skipulagsráðs. Skipulagið var samþykkt í borgarráði í gær.Tillagan var samþykkt í borgarráði í gær með fjórum atkvæðum fulltrúa meirihlutans gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Í tillögunni felst uppbygging á sérstökum gróðurhvelfingum við Stekkjarbakka sunnan við Elliðaárdalinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun á fundinum þar sem fram kemur að gerð sé krafa um að málinu verði frestað og efnislega verði greint frá því með hvaða hætti Reykjavíkurborg hafi brugðist við athugasemdum Umhverfisstofnunarinnar. Þeirri tillögu var hafnað af meirihlutanum. Halldór Páll Gíslason, formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins, segir að ósætti ríki með tillöguna og meðferð sem hún hlaut innan borgarinnar. Hann segir að ekki hafi verið hlustað á athugasemdir og þeim ekki svarað. „Því að þetta er farið þannig í gegn að engum athugasemdum er svarað. Það er ekki hlustað mikið á það fólk sem gerir athugasemdir og alvarlegar athugsemdir. Það er allt í þessu ferli sem er hálfpartinn pönkast í gegn,“ sagði Halldór Páll. Fréttastofa náði tali af borgarstjóra í dag sem sagði að öllum athugasemdum hafi verið svarað. Hins vegar hafi svörin ekki borist ennþá þar sem þau séu lögð fyrir skipulagsráð áður en þau eru send út. Hann segir því eðlilegt að svörin hafi ekki borist viðkomandi daginn eftir fund borgarráðs. Halldór segir að leitað verði til lögmanns í næstu viku og kæra verði lögð fram til skipulagsráðs. „Við munum leita til lögmanns í næstu viku, leggja fram kæru og í framhaldinu verður farið beint í það að undirbúa undirskriftasöfnun til að knýja fram íbúðakosningu um þetta skipulag. Því þetta er ekkert eðlilegt hvernig þessu hefur veirð haldið fram,“ sagði Halldór.
Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Segir að áhyggjum Umhverfisstofnunar um Stekkjarbakka hafi verið svarað ítarlega Umdeild tillaga um deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka í Elliðaárdalnum var samþykkt í borgarráði í gær með fjórum atkvæðum gegn þremur. 5. júlí 2019 12:30 Eðlilegt að kosið verði um Elliðaárdalinn Meirihluti borgarráðs Reykjavíkur samþykkti nýtt deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka, í nágrenni Elliðaárdalsins, á fundi sínum í gær. Málið er mjög umdeilt og fundaði borgarráð tveimur tímum lengur í gær en gert var ráð fyrir. 5. júlí 2019 07:15 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Sjá meira
Segir að áhyggjum Umhverfisstofnunar um Stekkjarbakka hafi verið svarað ítarlega Umdeild tillaga um deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka í Elliðaárdalnum var samþykkt í borgarráði í gær með fjórum atkvæðum gegn þremur. 5. júlí 2019 12:30
Eðlilegt að kosið verði um Elliðaárdalinn Meirihluti borgarráðs Reykjavíkur samþykkti nýtt deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka, í nágrenni Elliðaárdalsins, á fundi sínum í gær. Málið er mjög umdeilt og fundaði borgarráð tveimur tímum lengur í gær en gert var ráð fyrir. 5. júlí 2019 07:15