Gott veður víðast hvar á landinu um helgina Kristín Ýr Gunnarsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 5. júlí 2019 14:15 Fjöldi fólks mun leggja leið sína til Akureyrar um helgina þar sem fram fara N1 mótið og Pollamótið í fótbolta. vísir/vilhelm Búast má við að umferðin þyngist allverulega út úr Reykjavík um og eftir þrjú í dag og biður lögreglan fólk um að hafa þolinmæði og góða skapið með í ferðalagið svo allt gangi sem best. Þá er veðurspáin góð víðast hvar á landinu og segir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands að morgundagurinn verði eiginlega góður á öllu landinu. Fyrsta helgin í júlí er ein af stærstu ferðahelgum sumarsins og mikið um að vera um land allt. Írskir dagar eru á Akranesi, N1 fótboltamótið og Pollamótið á Akureyri sem og Goslokahátíð í Vestmannaeyjum. Það má því búast við töluverðri umferð um landið og í kringum höfuðborgarsvæðið seinni partinn í dag. Árni Friðleifsson, varðstjóri í Umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir lögregluna hafa fundið fyrir auknum umferðarþunga strax í gær. „Miðað við reynslu síðustu ára eru margir að leggja land undir fót. Umferðin verður þung út úr bænum, bæði Vesturlandsveg og Suðurlandsveg. Það virðist engu máli skipta hvorn legginn menn ætla að fara. Þeir verða báðir þungir í dag,“ segir Árni.Hlýjast á Suður- og Suðausturlandi Hann segir engar vegaframkvæmdir fyrirhugaðar á þessum leiðum í dag, en þó beri fólki að hafa í huga að mikið er um framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu og gott sé að gera ráð fyrir því. Árni segir því mikilvægt að sýna þolinmæði. „Svo vil ég líka bara benda fólki á að það er langbest að komast leiðar sinnar í góðu skapi og ekki vera með stressið í hæstu hæðum. Svo er ágætis ráð þegar menn eru að leggja af stað heim á mánudegi eða sunnudegi ef menn verða þreyttir, af því oft eru vökur þessa helgi, það er einfaldlega að fara inn á eitthvað bílastæði og leggja sig í tíu mínútur í bílnum. Þetta er gullráð sem margir hafa farið eftir og svínvirkar alveg,“ segir Árni. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að hlýjast verði á Suður- og Suðausturlandi þar sem hitinn gæti farið um og yfir 20 stig. „Það verður bara gott veður víða á landinu, allavega á morgun. Það verður jart og fínt veður og hlýtt sunnanlands en svolítið svalara fyrir norðan. Á sunnudeginum er heldur síðra, þá er komin dálítil væta á Norður- og Austurlandi en áfram þurrt fyrir sunnan og vestan. Þannig að það verður hlýjast á Suður- og Suðausturlandi. Þar getur hitinn farið um og yfir 20 stig,“ segir Þorsteinn. Seint annað kvöld fer svo að rigna við austurströndina og má búast við einhverri vætu norðan og austan til sem og á Vestfjörðum á sunnudeginum. Spurður út í það hvort það verði vindasamt, eða allavega gola svo fólk losni við lúsmýið sem getur illa flogið ef smá vindur er, segir Þorsteinn að það verði svolítið gola eiginlega á öllu landinu sem ætti þá að halda flugunni niðri á flestum stöðum.Nánar má kynna sér veðurspána á vef Veðurstofu Íslands. Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Veður Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira
Búast má við að umferðin þyngist allverulega út úr Reykjavík um og eftir þrjú í dag og biður lögreglan fólk um að hafa þolinmæði og góða skapið með í ferðalagið svo allt gangi sem best. Þá er veðurspáin góð víðast hvar á landinu og segir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands að morgundagurinn verði eiginlega góður á öllu landinu. Fyrsta helgin í júlí er ein af stærstu ferðahelgum sumarsins og mikið um að vera um land allt. Írskir dagar eru á Akranesi, N1 fótboltamótið og Pollamótið á Akureyri sem og Goslokahátíð í Vestmannaeyjum. Það má því búast við töluverðri umferð um landið og í kringum höfuðborgarsvæðið seinni partinn í dag. Árni Friðleifsson, varðstjóri í Umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir lögregluna hafa fundið fyrir auknum umferðarþunga strax í gær. „Miðað við reynslu síðustu ára eru margir að leggja land undir fót. Umferðin verður þung út úr bænum, bæði Vesturlandsveg og Suðurlandsveg. Það virðist engu máli skipta hvorn legginn menn ætla að fara. Þeir verða báðir þungir í dag,“ segir Árni.Hlýjast á Suður- og Suðausturlandi Hann segir engar vegaframkvæmdir fyrirhugaðar á þessum leiðum í dag, en þó beri fólki að hafa í huga að mikið er um framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu og gott sé að gera ráð fyrir því. Árni segir því mikilvægt að sýna þolinmæði. „Svo vil ég líka bara benda fólki á að það er langbest að komast leiðar sinnar í góðu skapi og ekki vera með stressið í hæstu hæðum. Svo er ágætis ráð þegar menn eru að leggja af stað heim á mánudegi eða sunnudegi ef menn verða þreyttir, af því oft eru vökur þessa helgi, það er einfaldlega að fara inn á eitthvað bílastæði og leggja sig í tíu mínútur í bílnum. Þetta er gullráð sem margir hafa farið eftir og svínvirkar alveg,“ segir Árni. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að hlýjast verði á Suður- og Suðausturlandi þar sem hitinn gæti farið um og yfir 20 stig. „Það verður bara gott veður víða á landinu, allavega á morgun. Það verður jart og fínt veður og hlýtt sunnanlands en svolítið svalara fyrir norðan. Á sunnudeginum er heldur síðra, þá er komin dálítil væta á Norður- og Austurlandi en áfram þurrt fyrir sunnan og vestan. Þannig að það verður hlýjast á Suður- og Suðausturlandi. Þar getur hitinn farið um og yfir 20 stig,“ segir Þorsteinn. Seint annað kvöld fer svo að rigna við austurströndina og má búast við einhverri vætu norðan og austan til sem og á Vestfjörðum á sunnudeginum. Spurður út í það hvort það verði vindasamt, eða allavega gola svo fólk losni við lúsmýið sem getur illa flogið ef smá vindur er, segir Þorsteinn að það verði svolítið gola eiginlega á öllu landinu sem ætti þá að halda flugunni niðri á flestum stöðum.Nánar má kynna sér veðurspána á vef Veðurstofu Íslands.
Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Veður Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira