Gott veður víðast hvar á landinu um helgina Kristín Ýr Gunnarsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 5. júlí 2019 14:15 Fjöldi fólks mun leggja leið sína til Akureyrar um helgina þar sem fram fara N1 mótið og Pollamótið í fótbolta. vísir/vilhelm Búast má við að umferðin þyngist allverulega út úr Reykjavík um og eftir þrjú í dag og biður lögreglan fólk um að hafa þolinmæði og góða skapið með í ferðalagið svo allt gangi sem best. Þá er veðurspáin góð víðast hvar á landinu og segir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands að morgundagurinn verði eiginlega góður á öllu landinu. Fyrsta helgin í júlí er ein af stærstu ferðahelgum sumarsins og mikið um að vera um land allt. Írskir dagar eru á Akranesi, N1 fótboltamótið og Pollamótið á Akureyri sem og Goslokahátíð í Vestmannaeyjum. Það má því búast við töluverðri umferð um landið og í kringum höfuðborgarsvæðið seinni partinn í dag. Árni Friðleifsson, varðstjóri í Umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir lögregluna hafa fundið fyrir auknum umferðarþunga strax í gær. „Miðað við reynslu síðustu ára eru margir að leggja land undir fót. Umferðin verður þung út úr bænum, bæði Vesturlandsveg og Suðurlandsveg. Það virðist engu máli skipta hvorn legginn menn ætla að fara. Þeir verða báðir þungir í dag,“ segir Árni.Hlýjast á Suður- og Suðausturlandi Hann segir engar vegaframkvæmdir fyrirhugaðar á þessum leiðum í dag, en þó beri fólki að hafa í huga að mikið er um framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu og gott sé að gera ráð fyrir því. Árni segir því mikilvægt að sýna þolinmæði. „Svo vil ég líka bara benda fólki á að það er langbest að komast leiðar sinnar í góðu skapi og ekki vera með stressið í hæstu hæðum. Svo er ágætis ráð þegar menn eru að leggja af stað heim á mánudegi eða sunnudegi ef menn verða þreyttir, af því oft eru vökur þessa helgi, það er einfaldlega að fara inn á eitthvað bílastæði og leggja sig í tíu mínútur í bílnum. Þetta er gullráð sem margir hafa farið eftir og svínvirkar alveg,“ segir Árni. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að hlýjast verði á Suður- og Suðausturlandi þar sem hitinn gæti farið um og yfir 20 stig. „Það verður bara gott veður víða á landinu, allavega á morgun. Það verður jart og fínt veður og hlýtt sunnanlands en svolítið svalara fyrir norðan. Á sunnudeginum er heldur síðra, þá er komin dálítil væta á Norður- og Austurlandi en áfram þurrt fyrir sunnan og vestan. Þannig að það verður hlýjast á Suður- og Suðausturlandi. Þar getur hitinn farið um og yfir 20 stig,“ segir Þorsteinn. Seint annað kvöld fer svo að rigna við austurströndina og má búast við einhverri vætu norðan og austan til sem og á Vestfjörðum á sunnudeginum. Spurður út í það hvort það verði vindasamt, eða allavega gola svo fólk losni við lúsmýið sem getur illa flogið ef smá vindur er, segir Þorsteinn að það verði svolítið gola eiginlega á öllu landinu sem ætti þá að halda flugunni niðri á flestum stöðum.Nánar má kynna sér veðurspána á vef Veðurstofu Íslands. Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Veður Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Sjá meira
Búast má við að umferðin þyngist allverulega út úr Reykjavík um og eftir þrjú í dag og biður lögreglan fólk um að hafa þolinmæði og góða skapið með í ferðalagið svo allt gangi sem best. Þá er veðurspáin góð víðast hvar á landinu og segir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands að morgundagurinn verði eiginlega góður á öllu landinu. Fyrsta helgin í júlí er ein af stærstu ferðahelgum sumarsins og mikið um að vera um land allt. Írskir dagar eru á Akranesi, N1 fótboltamótið og Pollamótið á Akureyri sem og Goslokahátíð í Vestmannaeyjum. Það má því búast við töluverðri umferð um landið og í kringum höfuðborgarsvæðið seinni partinn í dag. Árni Friðleifsson, varðstjóri í Umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir lögregluna hafa fundið fyrir auknum umferðarþunga strax í gær. „Miðað við reynslu síðustu ára eru margir að leggja land undir fót. Umferðin verður þung út úr bænum, bæði Vesturlandsveg og Suðurlandsveg. Það virðist engu máli skipta hvorn legginn menn ætla að fara. Þeir verða báðir þungir í dag,“ segir Árni.Hlýjast á Suður- og Suðausturlandi Hann segir engar vegaframkvæmdir fyrirhugaðar á þessum leiðum í dag, en þó beri fólki að hafa í huga að mikið er um framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu og gott sé að gera ráð fyrir því. Árni segir því mikilvægt að sýna þolinmæði. „Svo vil ég líka bara benda fólki á að það er langbest að komast leiðar sinnar í góðu skapi og ekki vera með stressið í hæstu hæðum. Svo er ágætis ráð þegar menn eru að leggja af stað heim á mánudegi eða sunnudegi ef menn verða þreyttir, af því oft eru vökur þessa helgi, það er einfaldlega að fara inn á eitthvað bílastæði og leggja sig í tíu mínútur í bílnum. Þetta er gullráð sem margir hafa farið eftir og svínvirkar alveg,“ segir Árni. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að hlýjast verði á Suður- og Suðausturlandi þar sem hitinn gæti farið um og yfir 20 stig. „Það verður bara gott veður víða á landinu, allavega á morgun. Það verður jart og fínt veður og hlýtt sunnanlands en svolítið svalara fyrir norðan. Á sunnudeginum er heldur síðra, þá er komin dálítil væta á Norður- og Austurlandi en áfram þurrt fyrir sunnan og vestan. Þannig að það verður hlýjast á Suður- og Suðausturlandi. Þar getur hitinn farið um og yfir 20 stig,“ segir Þorsteinn. Seint annað kvöld fer svo að rigna við austurströndina og má búast við einhverri vætu norðan og austan til sem og á Vestfjörðum á sunnudeginum. Spurður út í það hvort það verði vindasamt, eða allavega gola svo fólk losni við lúsmýið sem getur illa flogið ef smá vindur er, segir Þorsteinn að það verði svolítið gola eiginlega á öllu landinu sem ætti þá að halda flugunni niðri á flestum stöðum.Nánar má kynna sér veðurspána á vef Veðurstofu Íslands.
Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Veður Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Sjá meira