Lokanir á geðdeild snúast ekki um peninga Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. júlí 2019 13:00 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Visir/Egill Aðalsteinsson Forstjóri Landspítala segir lokanir á geðdeild spítalans yfir hásumarið hefðbundnar aðgerðir vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Lokanirnar snúist ekki um peninga. Fjallað var um lokunina í Morgunblaðinu í morgun. Frá og með deginum í dag verður þjónusta skert á deild 33A, sem er almenn móttökugeðdeild. Fimmtán rúmum af þrjátíu og einu verður lokað nú yfir hásumarið, eða næstu fjórar vikur. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir um að ræða hefðbundnar sumarlokanir, sem gripið hefur verið til í meira en áratug. Þá verði deildinni jafnframt lokað skemur nú en undanfarin ár. „Ástæðan er skortur á mannafla. Við höfum takmarkaðan fjölda hjúkrunarfræðinga og fólk þarf auðvitað að komast í frí eins og aðrir, þannig að eina leiðin til að ná því hefur verið að loka hluta úr deild, hluta úr sumri.“ Þá áréttar Páll að lokunin sé ekki vegna fjárskorts. „Við hefðum haft þessa deild alveg opnað ef við hefðum getað það vegna mannafla.“ Anna Gunnhildur Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Geðhjálpar sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri ekki forsvaranlegt að geðheilbrigðisþjónusta sé skert ár eftir ár. Fólk með geðraskanir veikist ekki síður á sumrin og lokanirnar séu ekki í samræmi við yfirlýsingar ráðamanna um mikilvægi þjónustunnar. Páll tekur undir það. „Ég er alveg sammála því að við myndum vilja hafa þessa deild opna að fullu allt árið. Það væri betra og heppilegra fyrir sjúklinga en við búum við hjúkrunarfræðingaskort og það hamlar okkur.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Forstjóri Landspítala segir lokanir á geðdeild spítalans yfir hásumarið hefðbundnar aðgerðir vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Lokanirnar snúist ekki um peninga. Fjallað var um lokunina í Morgunblaðinu í morgun. Frá og með deginum í dag verður þjónusta skert á deild 33A, sem er almenn móttökugeðdeild. Fimmtán rúmum af þrjátíu og einu verður lokað nú yfir hásumarið, eða næstu fjórar vikur. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir um að ræða hefðbundnar sumarlokanir, sem gripið hefur verið til í meira en áratug. Þá verði deildinni jafnframt lokað skemur nú en undanfarin ár. „Ástæðan er skortur á mannafla. Við höfum takmarkaðan fjölda hjúkrunarfræðinga og fólk þarf auðvitað að komast í frí eins og aðrir, þannig að eina leiðin til að ná því hefur verið að loka hluta úr deild, hluta úr sumri.“ Þá áréttar Páll að lokunin sé ekki vegna fjárskorts. „Við hefðum haft þessa deild alveg opnað ef við hefðum getað það vegna mannafla.“ Anna Gunnhildur Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Geðhjálpar sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri ekki forsvaranlegt að geðheilbrigðisþjónusta sé skert ár eftir ár. Fólk með geðraskanir veikist ekki síður á sumrin og lokanirnar séu ekki í samræmi við yfirlýsingar ráðamanna um mikilvægi þjónustunnar. Páll tekur undir það. „Ég er alveg sammála því að við myndum vilja hafa þessa deild opna að fullu allt árið. Það væri betra og heppilegra fyrir sjúklinga en við búum við hjúkrunarfræðingaskort og það hamlar okkur.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira