Segir að áhyggjum Umhverfisstofnunar um Stekkjarbakka hafi verið svarað ítarlega Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. júlí 2019 12:30 Dagur segir að öllum athugasemdum varðandi Stekkjarbakka hafi verið svarað ítarlega. Vísir/Vilhelm Umdeild tillaga um deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka í Elliðaárdalnum var samþykkt í borgarráði í gær með fjórum atkvæðum gegn þremur. Borgarstjóri segir að áhyggjum Umhverfisstofnunar hafi verið svarað ítarlega og að ekki hafi verið þörf á að fresta málinu svo hægt væri að fjalla um það í borgarstjórn. Tillagan felst í uppbyggingu á sérstökum gróðurhvelfingum við Stekkjarbakka sunnan við Elliðaárdalinn. Gróðurhvelfingarnar verði að hluta niðurgrafnar og mótaðar inn í landið. Þannig sé landnotkunin í samræmi við aðalaskipulalag Reykjavíkurborgar 2010-2030. Tillagan var samþykkt í borgarráði í gær með með fjórum atkvæðum fulltrúa meirihlutans gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að fresta málinu svo hægt væri að fjalla um það og afgreiða í borgarstjórn, en því var hafnað. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að meirihlutinn hafi einfaldlega talið að ekki væri eftir neinu að bíða. „Borgarráð fer með hlutverk borgarstjórnar á þessum árstíma. Málið hefur verið lengi í undirbúingi og kynningu. Það voru haldnir opnir íbúafundir í vor og svo framvegis. Það er búið að svara öllum athugasemdum ítarlega og koma til móts við mjög margar af þeim áhyggjum sem hafa verið settar fram þannig við töldum ekki eftir neinu að bíða,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík. Tillagan er nokkuð umdeild en í bréfi sem Umhverfisstofnun sendi skipulags- og samgönguráði Reykjavíkur kemur fram að það sé mat stofnunarinnar að byggingar muni þrengja að vatnsviðinu og yfirtaka hluta af útivistarsvæði sem nú er ætlað almenningi. Dagur segir að þessum athugasemdum hafi verið svarað ítarlega. „Það var einfaldlega gert mjög ítarlega eins og alltaf er gert þegar verið er að undirbúa deiliskipulag. Þarna voru settar fram nokkrar ábendingar varðandi afmörkun svæðisins og önnur atriði sem einfaldlega er farið yfir af deiliskipulagshöfundum og sérfræðingum umhverfis- og skipulagssviðs,“ saði Dagur.Svæðið sem gróðurhvelfingin kemur til með að rísa á.Skjáskot/Reykjavíkurborg Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Minnihluti borgarráðs ósammála áformum um gróðurhvelfingu við Stekkjarbakka Í dag samþykkti meirihluti borgarráðs uppbyggingu gróðurhvelfinga við Stekkjarbakka sunnan við Elliðaárdalinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að málinu yrði frestað svo unnt væri að taka það til umfjöllunar í borgarstjórn og var sú tillaga felld. 4. júlí 2019 21:45 Eðlilegt að kosið verði um Elliðaárdalinn Meirihluti borgarráðs Reykjavíkur samþykkti nýtt deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka, í nágrenni Elliðaárdalsins, á fundi sínum í gær. Málið er mjög umdeilt og fundaði borgarráð tveimur tímum lengur í gær en gert var ráð fyrir. 5. júlí 2019 07:15 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
Umdeild tillaga um deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka í Elliðaárdalnum var samþykkt í borgarráði í gær með fjórum atkvæðum gegn þremur. Borgarstjóri segir að áhyggjum Umhverfisstofnunar hafi verið svarað ítarlega og að ekki hafi verið þörf á að fresta málinu svo hægt væri að fjalla um það í borgarstjórn. Tillagan felst í uppbyggingu á sérstökum gróðurhvelfingum við Stekkjarbakka sunnan við Elliðaárdalinn. Gróðurhvelfingarnar verði að hluta niðurgrafnar og mótaðar inn í landið. Þannig sé landnotkunin í samræmi við aðalaskipulalag Reykjavíkurborgar 2010-2030. Tillagan var samþykkt í borgarráði í gær með með fjórum atkvæðum fulltrúa meirihlutans gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að fresta málinu svo hægt væri að fjalla um það og afgreiða í borgarstjórn, en því var hafnað. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að meirihlutinn hafi einfaldlega talið að ekki væri eftir neinu að bíða. „Borgarráð fer með hlutverk borgarstjórnar á þessum árstíma. Málið hefur verið lengi í undirbúingi og kynningu. Það voru haldnir opnir íbúafundir í vor og svo framvegis. Það er búið að svara öllum athugasemdum ítarlega og koma til móts við mjög margar af þeim áhyggjum sem hafa verið settar fram þannig við töldum ekki eftir neinu að bíða,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík. Tillagan er nokkuð umdeild en í bréfi sem Umhverfisstofnun sendi skipulags- og samgönguráði Reykjavíkur kemur fram að það sé mat stofnunarinnar að byggingar muni þrengja að vatnsviðinu og yfirtaka hluta af útivistarsvæði sem nú er ætlað almenningi. Dagur segir að þessum athugasemdum hafi verið svarað ítarlega. „Það var einfaldlega gert mjög ítarlega eins og alltaf er gert þegar verið er að undirbúa deiliskipulag. Þarna voru settar fram nokkrar ábendingar varðandi afmörkun svæðisins og önnur atriði sem einfaldlega er farið yfir af deiliskipulagshöfundum og sérfræðingum umhverfis- og skipulagssviðs,“ saði Dagur.Svæðið sem gróðurhvelfingin kemur til með að rísa á.Skjáskot/Reykjavíkurborg
Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Minnihluti borgarráðs ósammála áformum um gróðurhvelfingu við Stekkjarbakka Í dag samþykkti meirihluti borgarráðs uppbyggingu gróðurhvelfinga við Stekkjarbakka sunnan við Elliðaárdalinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að málinu yrði frestað svo unnt væri að taka það til umfjöllunar í borgarstjórn og var sú tillaga felld. 4. júlí 2019 21:45 Eðlilegt að kosið verði um Elliðaárdalinn Meirihluti borgarráðs Reykjavíkur samþykkti nýtt deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka, í nágrenni Elliðaárdalsins, á fundi sínum í gær. Málið er mjög umdeilt og fundaði borgarráð tveimur tímum lengur í gær en gert var ráð fyrir. 5. júlí 2019 07:15 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
Minnihluti borgarráðs ósammála áformum um gróðurhvelfingu við Stekkjarbakka Í dag samþykkti meirihluti borgarráðs uppbyggingu gróðurhvelfinga við Stekkjarbakka sunnan við Elliðaárdalinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að málinu yrði frestað svo unnt væri að taka það til umfjöllunar í borgarstjórn og var sú tillaga felld. 4. júlí 2019 21:45
Eðlilegt að kosið verði um Elliðaárdalinn Meirihluti borgarráðs Reykjavíkur samþykkti nýtt deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka, í nágrenni Elliðaárdalsins, á fundi sínum í gær. Málið er mjög umdeilt og fundaði borgarráð tveimur tímum lengur í gær en gert var ráð fyrir. 5. júlí 2019 07:15