Almenningur fái að skipa í stjórnir lífeyrissjóða Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. júlí 2019 19:58 Fjármálaeftirlitið telur að afturköllun fulltrúaráðs VR um umboð fjögurra stjórnarmanna Lífeyrissjóðs verzlunarmann hafa gengið gegn gildandi samþykktum. Fjármálaeftirlitið lítur svo á að stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna sé óbreytt þrátt fyrir að fulltrúaráð VR hafi afturkallað umboð stjórnarmanna. Málið gæti komið til frekari skoðunar haldi VR sinni ráðstöfun til streitu. Formaður VR segir að almenningur eigi að fá að skipa í stjórnir lífeyrissjóða. Fulltrúaráð VR ákvað í lok júní að afturkalla umboð fjögurra stjórnarmanna Lífeyrissjóðs verzlunarmanna úr vegna vaxtahækkunar. Á sama tíma var samþykkt tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða. Fjármálaeftirlitið telur þetta hafa gengið gegn gildandi samþykktum sjóðsins og viðurkennir því ekki nýja stjórn. „Við álitum að stjórnin sem var skipuð í mars síðastliðnum. Tilnefnd af tilnefningaraðilum sé enn stjórn sjóðsins og beri allar skyldur sem henni ber,“ segir Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri FME. Gjörningur sem þessi geti vegið að sjálfstæði stjórna lífeyrissjóða. VR getur þó enn afturkallað umboð stjórnarmannanna aftur í samræmi við reglur. Jón Þór segir að slíkt yrði þó tekið til skoðunar. „Við gætum túlkað það, ef slíkt yrði framkvæmt sem neikvæð áhrif á stjórnarhætti sjóðsins og þyrftum að taka það til skoðunar,“ segir Jón Þór. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ósáttur með vinnubrögð FME í málinu. „Málið er fyrst og fremst orðið farsakennt í mínum huga og í rauninni ótrúleg atbuðarrás sem er að eiga sér stað þar sem við hvorki brutum lög né reglum við að breyta þessari skipan,“ segir Ragnar. Fjármálaeftirlitið hefur beint því til allra lífeyrissjóða að endurskoða samþykktir varðandi tilnefningar og afturköllun á umboði stjórnarmanna vegna málsins. „Það er alveg ljóst í mínum huga að nú þarf almenningur að rísa upp og gera kröfu um stígi inní og sjóðsfélgarnir sjálfir kjósi í stjórnir lífeyrissjóða, vegna þess að það eru þeir sem eiga þessa peninga og hafa jafnvel ekkert um það að segja hvernig þeim er ráðstafað,“ segir Ragnar. Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Segja aðgerðir VR vega að sjálfstæði stjórnar og góðum stjórnunarháttum Fjármálaeftirlitið hefur sent frá sér álit til stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Þar kemur fram að Fjármálaeftirlitið líti svo á að stjórn lífeyrissjóðsins sitji enn þrátt fyrir tilraunir fulltrúaráðs VR til að afturkalla umboð þeirra fjögurra stjórnarmanna sem félagið tilnefnir í stjórn. 3. júlí 2019 22:07 Tekist á um réttmæti ákvörðunar VR Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að fulltrúaráð félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hafi verið í fullum rétti í að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í lífeyrissjóðnum. Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, segir að VR sé með ákvörðuninni að stunda pólitík og það sé óeðlilegt að verið sé að beina fyrirmælum til stjórnarmanna um hvernig reka eigi lífeyrissjóðinn. 23. júní 2019 12:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Fjármálaeftirlitið lítur svo á að stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna sé óbreytt þrátt fyrir að fulltrúaráð VR hafi afturkallað umboð stjórnarmanna. Málið gæti komið til frekari skoðunar haldi VR sinni ráðstöfun til streitu. Formaður VR segir að almenningur eigi að fá að skipa í stjórnir lífeyrissjóða. Fulltrúaráð VR ákvað í lok júní að afturkalla umboð fjögurra stjórnarmanna Lífeyrissjóðs verzlunarmanna úr vegna vaxtahækkunar. Á sama tíma var samþykkt tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða. Fjármálaeftirlitið telur þetta hafa gengið gegn gildandi samþykktum sjóðsins og viðurkennir því ekki nýja stjórn. „Við álitum að stjórnin sem var skipuð í mars síðastliðnum. Tilnefnd af tilnefningaraðilum sé enn stjórn sjóðsins og beri allar skyldur sem henni ber,“ segir Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri FME. Gjörningur sem þessi geti vegið að sjálfstæði stjórna lífeyrissjóða. VR getur þó enn afturkallað umboð stjórnarmannanna aftur í samræmi við reglur. Jón Þór segir að slíkt yrði þó tekið til skoðunar. „Við gætum túlkað það, ef slíkt yrði framkvæmt sem neikvæð áhrif á stjórnarhætti sjóðsins og þyrftum að taka það til skoðunar,“ segir Jón Þór. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ósáttur með vinnubrögð FME í málinu. „Málið er fyrst og fremst orðið farsakennt í mínum huga og í rauninni ótrúleg atbuðarrás sem er að eiga sér stað þar sem við hvorki brutum lög né reglum við að breyta þessari skipan,“ segir Ragnar. Fjármálaeftirlitið hefur beint því til allra lífeyrissjóða að endurskoða samþykktir varðandi tilnefningar og afturköllun á umboði stjórnarmanna vegna málsins. „Það er alveg ljóst í mínum huga að nú þarf almenningur að rísa upp og gera kröfu um stígi inní og sjóðsfélgarnir sjálfir kjósi í stjórnir lífeyrissjóða, vegna þess að það eru þeir sem eiga þessa peninga og hafa jafnvel ekkert um það að segja hvernig þeim er ráðstafað,“ segir Ragnar.
Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Segja aðgerðir VR vega að sjálfstæði stjórnar og góðum stjórnunarháttum Fjármálaeftirlitið hefur sent frá sér álit til stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Þar kemur fram að Fjármálaeftirlitið líti svo á að stjórn lífeyrissjóðsins sitji enn þrátt fyrir tilraunir fulltrúaráðs VR til að afturkalla umboð þeirra fjögurra stjórnarmanna sem félagið tilnefnir í stjórn. 3. júlí 2019 22:07 Tekist á um réttmæti ákvörðunar VR Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að fulltrúaráð félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hafi verið í fullum rétti í að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í lífeyrissjóðnum. Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, segir að VR sé með ákvörðuninni að stunda pólitík og það sé óeðlilegt að verið sé að beina fyrirmælum til stjórnarmanna um hvernig reka eigi lífeyrissjóðinn. 23. júní 2019 12:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Segja aðgerðir VR vega að sjálfstæði stjórnar og góðum stjórnunarháttum Fjármálaeftirlitið hefur sent frá sér álit til stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Þar kemur fram að Fjármálaeftirlitið líti svo á að stjórn lífeyrissjóðsins sitji enn þrátt fyrir tilraunir fulltrúaráðs VR til að afturkalla umboð þeirra fjögurra stjórnarmanna sem félagið tilnefnir í stjórn. 3. júlí 2019 22:07
Tekist á um réttmæti ákvörðunar VR Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að fulltrúaráð félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hafi verið í fullum rétti í að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í lífeyrissjóðnum. Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, segir að VR sé með ákvörðuninni að stunda pólitík og það sé óeðlilegt að verið sé að beina fyrirmælum til stjórnarmanna um hvernig reka eigi lífeyrissjóðinn. 23. júní 2019 12:00