Almenningur fái að skipa í stjórnir lífeyrissjóða Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. júlí 2019 19:58 Fjármálaeftirlitið telur að afturköllun fulltrúaráðs VR um umboð fjögurra stjórnarmanna Lífeyrissjóðs verzlunarmann hafa gengið gegn gildandi samþykktum. Fjármálaeftirlitið lítur svo á að stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna sé óbreytt þrátt fyrir að fulltrúaráð VR hafi afturkallað umboð stjórnarmanna. Málið gæti komið til frekari skoðunar haldi VR sinni ráðstöfun til streitu. Formaður VR segir að almenningur eigi að fá að skipa í stjórnir lífeyrissjóða. Fulltrúaráð VR ákvað í lok júní að afturkalla umboð fjögurra stjórnarmanna Lífeyrissjóðs verzlunarmanna úr vegna vaxtahækkunar. Á sama tíma var samþykkt tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða. Fjármálaeftirlitið telur þetta hafa gengið gegn gildandi samþykktum sjóðsins og viðurkennir því ekki nýja stjórn. „Við álitum að stjórnin sem var skipuð í mars síðastliðnum. Tilnefnd af tilnefningaraðilum sé enn stjórn sjóðsins og beri allar skyldur sem henni ber,“ segir Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri FME. Gjörningur sem þessi geti vegið að sjálfstæði stjórna lífeyrissjóða. VR getur þó enn afturkallað umboð stjórnarmannanna aftur í samræmi við reglur. Jón Þór segir að slíkt yrði þó tekið til skoðunar. „Við gætum túlkað það, ef slíkt yrði framkvæmt sem neikvæð áhrif á stjórnarhætti sjóðsins og þyrftum að taka það til skoðunar,“ segir Jón Þór. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ósáttur með vinnubrögð FME í málinu. „Málið er fyrst og fremst orðið farsakennt í mínum huga og í rauninni ótrúleg atbuðarrás sem er að eiga sér stað þar sem við hvorki brutum lög né reglum við að breyta þessari skipan,“ segir Ragnar. Fjármálaeftirlitið hefur beint því til allra lífeyrissjóða að endurskoða samþykktir varðandi tilnefningar og afturköllun á umboði stjórnarmanna vegna málsins. „Það er alveg ljóst í mínum huga að nú þarf almenningur að rísa upp og gera kröfu um stígi inní og sjóðsfélgarnir sjálfir kjósi í stjórnir lífeyrissjóða, vegna þess að það eru þeir sem eiga þessa peninga og hafa jafnvel ekkert um það að segja hvernig þeim er ráðstafað,“ segir Ragnar. Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Segja aðgerðir VR vega að sjálfstæði stjórnar og góðum stjórnunarháttum Fjármálaeftirlitið hefur sent frá sér álit til stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Þar kemur fram að Fjármálaeftirlitið líti svo á að stjórn lífeyrissjóðsins sitji enn þrátt fyrir tilraunir fulltrúaráðs VR til að afturkalla umboð þeirra fjögurra stjórnarmanna sem félagið tilnefnir í stjórn. 3. júlí 2019 22:07 Tekist á um réttmæti ákvörðunar VR Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að fulltrúaráð félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hafi verið í fullum rétti í að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í lífeyrissjóðnum. Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, segir að VR sé með ákvörðuninni að stunda pólitík og það sé óeðlilegt að verið sé að beina fyrirmælum til stjórnarmanna um hvernig reka eigi lífeyrissjóðinn. 23. júní 2019 12:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Fjármálaeftirlitið lítur svo á að stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna sé óbreytt þrátt fyrir að fulltrúaráð VR hafi afturkallað umboð stjórnarmanna. Málið gæti komið til frekari skoðunar haldi VR sinni ráðstöfun til streitu. Formaður VR segir að almenningur eigi að fá að skipa í stjórnir lífeyrissjóða. Fulltrúaráð VR ákvað í lok júní að afturkalla umboð fjögurra stjórnarmanna Lífeyrissjóðs verzlunarmanna úr vegna vaxtahækkunar. Á sama tíma var samþykkt tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða. Fjármálaeftirlitið telur þetta hafa gengið gegn gildandi samþykktum sjóðsins og viðurkennir því ekki nýja stjórn. „Við álitum að stjórnin sem var skipuð í mars síðastliðnum. Tilnefnd af tilnefningaraðilum sé enn stjórn sjóðsins og beri allar skyldur sem henni ber,“ segir Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri FME. Gjörningur sem þessi geti vegið að sjálfstæði stjórna lífeyrissjóða. VR getur þó enn afturkallað umboð stjórnarmannanna aftur í samræmi við reglur. Jón Þór segir að slíkt yrði þó tekið til skoðunar. „Við gætum túlkað það, ef slíkt yrði framkvæmt sem neikvæð áhrif á stjórnarhætti sjóðsins og þyrftum að taka það til skoðunar,“ segir Jón Þór. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ósáttur með vinnubrögð FME í málinu. „Málið er fyrst og fremst orðið farsakennt í mínum huga og í rauninni ótrúleg atbuðarrás sem er að eiga sér stað þar sem við hvorki brutum lög né reglum við að breyta þessari skipan,“ segir Ragnar. Fjármálaeftirlitið hefur beint því til allra lífeyrissjóða að endurskoða samþykktir varðandi tilnefningar og afturköllun á umboði stjórnarmanna vegna málsins. „Það er alveg ljóst í mínum huga að nú þarf almenningur að rísa upp og gera kröfu um stígi inní og sjóðsfélgarnir sjálfir kjósi í stjórnir lífeyrissjóða, vegna þess að það eru þeir sem eiga þessa peninga og hafa jafnvel ekkert um það að segja hvernig þeim er ráðstafað,“ segir Ragnar.
Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Segja aðgerðir VR vega að sjálfstæði stjórnar og góðum stjórnunarháttum Fjármálaeftirlitið hefur sent frá sér álit til stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Þar kemur fram að Fjármálaeftirlitið líti svo á að stjórn lífeyrissjóðsins sitji enn þrátt fyrir tilraunir fulltrúaráðs VR til að afturkalla umboð þeirra fjögurra stjórnarmanna sem félagið tilnefnir í stjórn. 3. júlí 2019 22:07 Tekist á um réttmæti ákvörðunar VR Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að fulltrúaráð félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hafi verið í fullum rétti í að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í lífeyrissjóðnum. Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, segir að VR sé með ákvörðuninni að stunda pólitík og það sé óeðlilegt að verið sé að beina fyrirmælum til stjórnarmanna um hvernig reka eigi lífeyrissjóðinn. 23. júní 2019 12:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Segja aðgerðir VR vega að sjálfstæði stjórnar og góðum stjórnunarháttum Fjármálaeftirlitið hefur sent frá sér álit til stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Þar kemur fram að Fjármálaeftirlitið líti svo á að stjórn lífeyrissjóðsins sitji enn þrátt fyrir tilraunir fulltrúaráðs VR til að afturkalla umboð þeirra fjögurra stjórnarmanna sem félagið tilnefnir í stjórn. 3. júlí 2019 22:07
Tekist á um réttmæti ákvörðunar VR Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að fulltrúaráð félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hafi verið í fullum rétti í að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í lífeyrissjóðnum. Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, segir að VR sé með ákvörðuninni að stunda pólitík og það sé óeðlilegt að verið sé að beina fyrirmælum til stjórnarmanna um hvernig reka eigi lífeyrissjóðinn. 23. júní 2019 12:00